Atlético Madrid, Juventus, Basel, Real Madrid, Monaco, Leverkusen, Dortmund og Arsenal eru öll komin í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir leiki kvöldsins. Meira síðar í kvöld.
Juventus og Atlético Madríd skildu jöfn, markalaus, í A-riðli og fara bæði í 16 liða úrslitin. Atlético vinnur riðilinn en Olympiacos fer í Evrópudeildina eftir 4-2 sigur gegn sænska liðinu Malmö sem kveður Evrópukeppnirnar í ár.
Real Madrid fékk fullt hús í B-riðli, en það vann búlgarska liðið Ludogorets, 4-0, á heimavelli í kvöld þar sem gestirnir spiluðu manni færri í 70 mínútur. Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta mark Real úr vítaspyrnu. Liverpool fer í Evrópudeildina.
Monaco vann Zenit, 2-0, í úrslitaleik í C-riðli um sæti í 16 liða úrslitunum og tryggði sér sigur í riðlinum um leið því Leverkusen gerði markalaust jafntefli gegn Benfica. Þjóðverjarnir fara með í 16 liða úrslitin en Zenit í Evrópudeildina.
Dortmund gerði svo jafntefli við Anderlecht, 1-1, og tryggði sér efsta sæti D-riðilsins og Arsenal hafnar í öðru sæti á markatölu eftir 4-1 sigur á Galatasaray í kvöld.
Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni:
A-RIÐILL
Olympacos - Malmö 4-2
1-0 David Fuster (22.), 1-1 Simon Kroon (58.), 2-1 Alejandro Dominguez (63.), 2-2 Markus Rosenberg (81.), 3-2 Kostas Mitroglou (87.), 4-2 Ibrahim Affelay (90.).
Juventus - Atlético 0-0
B-RIÐILL
Liverpool - Basel 1-1
0-1 Fabian Frei (25.), 1-1 Steven Gerrard (81.)
Rautt spjald: Lazar Markovic, Liverpool (60.).
Real Madrid - Ludogorets 4-0
1-0 Cristiano Ronaldo (20., víti.), 2-0 Gareth Bale (38.), 3-0 Alvaro Arbeloa (80.), 4-0 Alvaro Medran (88.).
Rautt spjald: Marcelinho, Ludogorets (20.)
C-RIÐILL
Monaco - Zenit 2-0
1-0 Aymen Abdennour (63.), 2-0 Fabinho (89.).
Benfica - Leverkusen 0-0
D-RIÐILL
Galatasaray - Arsenal 1-4
0-1 Lukas Podolski (3.), 0-2 Aaron Ramsey (11.), 0-3 Aaron Ramsey (29.), 1-3 Wesley Sneijder (88.), 1-4 Lukas Podolski (90.).
Dortmund - Anderlecht 1-1
1-0 Ciro Immobile (58.), 1-1 Aleksandar Mitrovic (84.).
Fótbolti
Monaco skildi Zenit eftir - úrslit kvöldsins
Tengdar fréttir
Auðvelt hjá Arsenal í Tyrklandi | Sjáðu mörkin
Arsenal er komið áfram í keppninni en vill svara fyrir tapið gegn Stoke.
Markalaust í Tórínó | Atlético vann riðilinn
Juventus náði stiginu sem það þurfti að fá og fer með Spánarmeisturunum áfram.
Liverpool gerði jafntefli og fer í Evrópudeildina | Sjáðu mörkin
Steven Gerrard skoraði glæsilegt mark en það dugði ekki til fyrir Liverpool.