Nauðgaraummælin standa Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. nóvember 2014 16:36 Egill Einarsson Egill Einarsson, einnig þekktur sem „Gillzenegger“, tapaði meiðyrðamáli sínu gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti í dag. Egill fór fram á að ummæli sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd ómerkt. Þá fór hann fram á hálfa milljón króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Inga Kristján í nóvember. Egill áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Tveir dómaranna í málinu dæmdu Agli í óhag en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns.Hér er myndin sem Ingi birti á Instagram.Ingi Kristján skrifaði ummælin „Farðu til fjandans nauðgarasvín“ við myndina sem hann birti á Instagram. Myndina má sjá hér til hliðar. Egill kærði einnig Sunnu Ben Guðrúnardóttur fyrir ummæli á Facebook en hún kallaði Egil meðal annars nauðgara. Ólíkt ummælum Inga Kristjáns voru ummæli Sunnu Ben dæmd dauð og ómerkt. Egill krafðist einnar milljón krónu miskabætur frá Sunnu en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Tilefni ummæla þeirra Inga Kristjáns og Sunnu Ben var nauðgunarákæra á hendur Agli í desember 2011. Ríkissaksóknari ákvað í júní 2012 að ekki væri ástæða til að sækja málið. Egill neitaði alltaf sök. Fór Egill í kjölfarið í viðtal hjá Monitor sem fór fyrir brjóstið á Inga Kristjáni og Sunnu. Skrifaði Ingi Kristján ofangreind ummæli á forsíðumyndina í Monitor.Telja að „rapist“ sé fúkyrði í garð Egils Sem fyrr segir voru dómararnir þrír ekki sammála í niðurstöðu sinni. Tveir þeirra töldu að ummæli Inga Kristjáns væru varin af 73. grein Stjórnarskrár Íslands, sem snýr að tjáningarfrelsi. Í dómi þeirra segir: „Ef hin afbakaða mynd og ummælin „fuck you rapist bastard“ eru virt í heild eins og aðilar eru sammála um að skuli gert verður fallist á með héraðsdómi að hér hafi verið um að ræða fúkyrði stefnda í garð áfrýjanda í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu, sem sá síðarnefndi hafði eins og fyrr greinir átt frumkvæði að, og þar með gildisdóm um áfrýjanda, en ekki staðhæfingu um að hann hafi gerst sekur um nauðgun.“ Sakarkostnaður var felldur niður, en samkvæmt úrskurði héraðsdóms átti Egill að greiða Inga 400 þúsund krónur.Skilaði sératkvæðiÓlafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi að Ingi Kristján ætti að greiða Agli 200 þúsund krónur í sakarkostnað. Ólafur vísaði til dæmis til vottorðs löggilts skjalaþýðanda sem sagði að ummæli Inga þýdd yfir á íslensku litu svo út: „Farðu til fjandans nauðgaraskepna“. Hann segir einnig í sínu sératkvæði: „Á hinn bóginn er ég öndverðrar skoðunar við meirihluta dómenda um að líta beri á ummælin „Fuck you rapist bastard“ í því samhengi að myndin sem þau eru rituð undir dragi úr alvarleika þeirra, en eins og áður greinir er um að ræða andlitsmynd af áfrýjanda sem stefndi hefur teiknað á krossmark á hvolfi og jafnframt ritað þar orðið „AUMINGI“.“Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Egill Einarsson, einnig þekktur sem „Gillzenegger“, tapaði meiðyrðamáli sínu gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í Hæstarétti í dag. Egill fór fram á að ummæli sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd ómerkt. Þá fór hann fram á hálfa milljón króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Inga Kristján í nóvember. Egill áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Tveir dómaranna í málinu dæmdu Agli í óhag en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns.Hér er myndin sem Ingi birti á Instagram.Ingi Kristján skrifaði ummælin „Farðu til fjandans nauðgarasvín“ við myndina sem hann birti á Instagram. Myndina má sjá hér til hliðar. Egill kærði einnig Sunnu Ben Guðrúnardóttur fyrir ummæli á Facebook en hún kallaði Egil meðal annars nauðgara. Ólíkt ummælum Inga Kristjáns voru ummæli Sunnu Ben dæmd dauð og ómerkt. Egill krafðist einnar milljón krónu miskabætur frá Sunnu en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Tilefni ummæla þeirra Inga Kristjáns og Sunnu Ben var nauðgunarákæra á hendur Agli í desember 2011. Ríkissaksóknari ákvað í júní 2012 að ekki væri ástæða til að sækja málið. Egill neitaði alltaf sök. Fór Egill í kjölfarið í viðtal hjá Monitor sem fór fyrir brjóstið á Inga Kristjáni og Sunnu. Skrifaði Ingi Kristján ofangreind ummæli á forsíðumyndina í Monitor.Telja að „rapist“ sé fúkyrði í garð Egils Sem fyrr segir voru dómararnir þrír ekki sammála í niðurstöðu sinni. Tveir þeirra töldu að ummæli Inga Kristjáns væru varin af 73. grein Stjórnarskrár Íslands, sem snýr að tjáningarfrelsi. Í dómi þeirra segir: „Ef hin afbakaða mynd og ummælin „fuck you rapist bastard“ eru virt í heild eins og aðilar eru sammála um að skuli gert verður fallist á með héraðsdómi að hér hafi verið um að ræða fúkyrði stefnda í garð áfrýjanda í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu, sem sá síðarnefndi hafði eins og fyrr greinir átt frumkvæði að, og þar með gildisdóm um áfrýjanda, en ekki staðhæfingu um að hann hafi gerst sekur um nauðgun.“ Sakarkostnaður var felldur niður, en samkvæmt úrskurði héraðsdóms átti Egill að greiða Inga 400 þúsund krónur.Skilaði sératkvæðiÓlafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi að Ingi Kristján ætti að greiða Agli 200 þúsund krónur í sakarkostnað. Ólafur vísaði til dæmis til vottorðs löggilts skjalaþýðanda sem sagði að ummæli Inga þýdd yfir á íslensku litu svo út: „Farðu til fjandans nauðgaraskepna“. Hann segir einnig í sínu sératkvæði: „Á hinn bóginn er ég öndverðrar skoðunar við meirihluta dómenda um að líta beri á ummælin „Fuck you rapist bastard“ í því samhengi að myndin sem þau eru rituð undir dragi úr alvarleika þeirra, en eins og áður greinir er um að ræða andlitsmynd af áfrýjanda sem stefndi hefur teiknað á krossmark á hvolfi og jafnframt ritað þar orðið „AUMINGI“.“Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira