Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, þykir líklegur til þess að taka við innanríkisráðuneytinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. hefur áður setið í ríkisstjórn og býr af þeim sökum af mikilli reynslu. Þá þykir hann líklegur til þess að geta skapað ró um ráðuneytið. Ókosturinn væri fólginn í því að karl tæki við embætti konu en þegar hallar á konur þegar litið er til ráðherra.
Sjá einnig: Hanna Birna segir ákvörðun sína persónulega en ekki pólitíska
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er einnig nefnd sem mögulegur arftaki. Hún er yfirlýstur stuðningsmaður aðildarviðræðna við Evrópusambandið en meirihluti Sjálfstæðismanna er á móti viðræðum samkvæmt skoðanakönnunum. Tæki Ragnheiður við af Hönnu Birnu myndu kynjahlutföll í ríkisstjórninni hins vegar haldast óbreytt.
Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu

Tengdar fréttir

Yfirlýsing á leiðinni frá Hönnu Birnu
Upplýsingafulltrúi innanaríkisráðherra staðfesti við Vísi klukkan 14:45 að yfirlýsingar væri að vænta frá ráðherranum.

Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum
Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum.

Hanna Birna hættir
Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag.

Helgi Hrafn: „Vona innilega að hún segi af sér“
Flestir þingmenn koma af fjöllum aðspurðir um væntanlega uppsögn innanríkisráðherra.