Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2014 20:30 Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný þegar borgarbúar, gjarnan afkomendur síðustu bænda, uppgötva þau sem verðmætar uppsprettur gæðastunda í frítíma. Eitt dæmi um þetta frá Vestfjörðum var sýnt í fréttum Stöðvar 2, jörðin Bær á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð, en þaðan er um tveggja stunda akstur í næstu verslun. Bær á Bæjarnesi fór í eyði árið 1962 og var gamla íbúðarhúsið komið í niðurníðslu þegar hjónin Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir fóru að gera það upp fyrir rúmum tuttugu árum. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ en Hjalti er frá Reyðará á Siglunesi. Þau giska á að þau verji um 40 dögum þar á hverju sumri. Það breyti engu þótt langt sé í þjónustu og stundum rok og rigning.Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir á veröndinni á Bæ á Bæjarnesi. Mynni Kollafjarðar í baksýn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þarna er Hjalti með sitt eigið verkstæði í skemmu en hjónin hafa nú eftirlátið börnum sínum rekstur Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar, sem þau stofnuðu í bílskúr í Hafnarfirði fyrir 43 árum. Það er nú orðið 550 manna fyrirtæki, og það stærsta á sínu sviði á Íslandi. Nánar verður rætt við Hjalta og Kristjönu og fjallað um lífið á Bæjarnesi fyrr og nú í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.25.Íbúðarhúsið á Bæ. Búsetu lauk þar árið 1962.Mynd/Úr einkasafni. Hafnarfjörður Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra. 18. nóvember 2014 20:45 Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný þegar borgarbúar, gjarnan afkomendur síðustu bænda, uppgötva þau sem verðmætar uppsprettur gæðastunda í frítíma. Eitt dæmi um þetta frá Vestfjörðum var sýnt í fréttum Stöðvar 2, jörðin Bær á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð, en þaðan er um tveggja stunda akstur í næstu verslun. Bær á Bæjarnesi fór í eyði árið 1962 og var gamla íbúðarhúsið komið í niðurníðslu þegar hjónin Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir fóru að gera það upp fyrir rúmum tuttugu árum. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ en Hjalti er frá Reyðará á Siglunesi. Þau giska á að þau verji um 40 dögum þar á hverju sumri. Það breyti engu þótt langt sé í þjónustu og stundum rok og rigning.Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir á veröndinni á Bæ á Bæjarnesi. Mynni Kollafjarðar í baksýn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þarna er Hjalti með sitt eigið verkstæði í skemmu en hjónin hafa nú eftirlátið börnum sínum rekstur Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar, sem þau stofnuðu í bílskúr í Hafnarfirði fyrir 43 árum. Það er nú orðið 550 manna fyrirtæki, og það stærsta á sínu sviði á Íslandi. Nánar verður rætt við Hjalta og Kristjönu og fjallað um lífið á Bæjarnesi fyrr og nú í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.25.Íbúðarhúsið á Bæ. Búsetu lauk þar árið 1962.Mynd/Úr einkasafni.
Hafnarfjörður Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra. 18. nóvember 2014 20:45 Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra. 18. nóvember 2014 20:45
Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00