„Í tökunni sjálfri var ég hætt að finna fyrir höndum og fótum af kulda“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 10:03 „Ég er búin að vera á samning hjá Elite í eitt ár núna. Þetta byrjaði allt með því að ég tók þátt í Elite Model Look-keppninni og vann hana. Eftir það fór ég að taka nokkur lítil verkefni en núna síðustu mánuði er búið að vera meira að gera. Ég er búin að vera mikið í ógreiddum verkefnum til þess að koma mér á framfæri því þannig verður maður að byrja. Svo er ég farin að fá stærri verkefni núna, maður bara byggir þetta hægt og rólega upp,“ segir fyrirsætan Berglind Pétursdóttir. Berglind er sautján ára Akureyringur sem sinnir fyrirsætustörfum með skóla. Í vikunni birtist mynd af henni á heimasíðu ítalska Vogue, eins þekktasta og víðlesnasta tískutímarits heims. „Elite hafði samband við mig og sagði mér að útlendur ljósmyndari hefði valið mig fyrir verkefni hjá sér og spurði hvort ég hefði áhuga. Ég sagði strax já og var mjög spennt,“ segir Berglind um hvernig það kom til að hún landaði verkefninu.Myndin á heimasíðu ítalska Vogue var tekin inni í Vatnajökli.mynd/vogue italia„Ljósmyndarinn kallar sig Miss Aniela og er fræg fyrir myndirnar sínar sem eru mjög óvenjulegar. Hún myndar módel í stórum og flottum kjólum inni í gömlum höllum eða úti þar sem fallegt landslag er í baksýn. Svo vinnur hún myndirnar og breytir þeim í hálfgerð listaverk. Við ferðuðumst um Suðurland í fimm daga, gistum á sveitahótelum og tókum myndir á ótrúlegustu stöðum, meðal annars í íshelli og undir Skógarfossi. Nokkrir aðrir ljósmyndarar voru með í ferðinni ásamt Anielu svo var auðvitað stílisti, förðunarfræðingur og hárgreiðslukona, fjögur módel og nokkrir aðstoðarmenn. Þetta var rosalegt ævintýri, ég kynnist fullt af fólki og lærði mjög mikið. Þetta var í alvöru eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Berglind. Myndin sem birtist á heimasíðu ítalska Vogue var tekin inni í Vatnajökli.Berglind er á öðru ári í Menntaskólanum á Akureyri.mynd/einkasafn„Þetta var erfiðasta takan. Við fórum í gegnum ísgöng og komum inná svæði þar sem voru stórar íshengjur og jökull allt í kring. Það var hellidemba og öllum var mjög kalt. Í tökunni sjálfri var ég hætt að finna fyrir höndum og fótum af kulda en nú þegar myndin hefur komist á síðuna var þetta allt saman þess virði. Myndin var þó ekki tekin af Miss Aniela heldur ljósmyndara sem var með í ferðinni,“ segir Berglind glöð í bragði. Vel gæti farið svo að myndin birtist víðar. „Ég veit ekki hvað þeir gera við hana næst, en það er hugsanlegt að hún birtist í öðrum blöðum. Hvort hún kemst í Vogue-blaðið sjálft veit ég ekki, en ég vona það.“ Berglind er með nóg í pípunum og ætlar til dæmis að reyna að fá vinnu í tískusýningum á Reykjavík Fashion Festival sem verður í mars á næsta ári. Þá er hún að spá í að fara erlendis næsta sumar og athuga hvort hún fær tækifæri til að vinna hjá fyrirsætuskrifstofum þar. En hver er draumurinn? „Draumurinn er að fara til útlanda og vinna við módelstörf í einhvern tíma, og koma svo aftur heim til Íslands. Ég ætla bara að gera þetta svo lengi sem ég hef áhuga á þessu og finnst þetta gaman. Ef ég vil svo gera eitthvað annað , þá finn ég mér bara eitthvað annað.“Skyggnst á bakvið tjöldin.myndir/einkasafn Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Ég er búin að vera á samning hjá Elite í eitt ár núna. Þetta byrjaði allt með því að ég tók þátt í Elite Model Look-keppninni og vann hana. Eftir það fór ég að taka nokkur lítil verkefni en núna síðustu mánuði er búið að vera meira að gera. Ég er búin að vera mikið í ógreiddum verkefnum til þess að koma mér á framfæri því þannig verður maður að byrja. Svo er ég farin að fá stærri verkefni núna, maður bara byggir þetta hægt og rólega upp,“ segir fyrirsætan Berglind Pétursdóttir. Berglind er sautján ára Akureyringur sem sinnir fyrirsætustörfum með skóla. Í vikunni birtist mynd af henni á heimasíðu ítalska Vogue, eins þekktasta og víðlesnasta tískutímarits heims. „Elite hafði samband við mig og sagði mér að útlendur ljósmyndari hefði valið mig fyrir verkefni hjá sér og spurði hvort ég hefði áhuga. Ég sagði strax já og var mjög spennt,“ segir Berglind um hvernig það kom til að hún landaði verkefninu.Myndin á heimasíðu ítalska Vogue var tekin inni í Vatnajökli.mynd/vogue italia„Ljósmyndarinn kallar sig Miss Aniela og er fræg fyrir myndirnar sínar sem eru mjög óvenjulegar. Hún myndar módel í stórum og flottum kjólum inni í gömlum höllum eða úti þar sem fallegt landslag er í baksýn. Svo vinnur hún myndirnar og breytir þeim í hálfgerð listaverk. Við ferðuðumst um Suðurland í fimm daga, gistum á sveitahótelum og tókum myndir á ótrúlegustu stöðum, meðal annars í íshelli og undir Skógarfossi. Nokkrir aðrir ljósmyndarar voru með í ferðinni ásamt Anielu svo var auðvitað stílisti, förðunarfræðingur og hárgreiðslukona, fjögur módel og nokkrir aðstoðarmenn. Þetta var rosalegt ævintýri, ég kynnist fullt af fólki og lærði mjög mikið. Þetta var í alvöru eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Berglind. Myndin sem birtist á heimasíðu ítalska Vogue var tekin inni í Vatnajökli.Berglind er á öðru ári í Menntaskólanum á Akureyri.mynd/einkasafn„Þetta var erfiðasta takan. Við fórum í gegnum ísgöng og komum inná svæði þar sem voru stórar íshengjur og jökull allt í kring. Það var hellidemba og öllum var mjög kalt. Í tökunni sjálfri var ég hætt að finna fyrir höndum og fótum af kulda en nú þegar myndin hefur komist á síðuna var þetta allt saman þess virði. Myndin var þó ekki tekin af Miss Aniela heldur ljósmyndara sem var með í ferðinni,“ segir Berglind glöð í bragði. Vel gæti farið svo að myndin birtist víðar. „Ég veit ekki hvað þeir gera við hana næst, en það er hugsanlegt að hún birtist í öðrum blöðum. Hvort hún kemst í Vogue-blaðið sjálft veit ég ekki, en ég vona það.“ Berglind er með nóg í pípunum og ætlar til dæmis að reyna að fá vinnu í tískusýningum á Reykjavík Fashion Festival sem verður í mars á næsta ári. Þá er hún að spá í að fara erlendis næsta sumar og athuga hvort hún fær tækifæri til að vinna hjá fyrirsætuskrifstofum þar. En hver er draumurinn? „Draumurinn er að fara til útlanda og vinna við módelstörf í einhvern tíma, og koma svo aftur heim til Íslands. Ég ætla bara að gera þetta svo lengi sem ég hef áhuga á þessu og finnst þetta gaman. Ef ég vil svo gera eitthvað annað , þá finn ég mér bara eitthvað annað.“Skyggnst á bakvið tjöldin.myndir/einkasafn
Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira