Fótbolti

ÍBV horfir til Noregs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Eyjafréttir
Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, á von á liðsstyrki frá Noregi fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla.

Félagið seldi í dag Þórarinn Inga Valdimarsson til FH en Hafnfirðingar keyptu kappann í dag. Óskar Örn vildi þó ekki gefa upp kaupverðið og bar fyrir sig trúnaði á milli félaganna. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, gaf sömu svör þegar eftir því var leitað.

Hann segir þó ljóst að ÍBV verði að leita út fyrir landsteinana til að styrkja leikmannahópinn fyrir næsta sumar. „Það vill enginn íslenskur leikmaður yfir 25 ára aldri koma til Vestamanneyja. Því þurfum við að leita annað,“ sagði Óskar Örn við íþróttadeild í dag.

ÍBV samdi við Jóhannes Harðarson í haust um að taka að sér þjálfun liðsins en hann hefur undanfarin ár dvalið í Noregi. Óskar segir að Jóhannes sé nú í Noregi að skoða leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×