Lífið samstarf

Moroccanoil umbylti hárvöruiðnaðinum

Antonio Corall Calero, listrænn stjórnandi Moroccanoil.
Antonio Corall Calero, listrænn stjórnandi Moroccanoil.
The Original Moroccanoil Treatment olían var sú fyrsta sinnar tegundar sem sett var á markað og hennar vegna hefur athygli heimsins á Arganolíu vaknað.

Fyrsta vara Moroccanoil fyrirtækisins, Moroccanoil Treatment olían.
Moroccanoil Treatment olían inniheldur einstaka formúlu sem er ómissandi grunnur til að móta og styrkja hárið ásamt að gefa því góð næringarefni og fallegan glans. Moroccanoil Treatment Light er sérstaklega hönnuð fyrir fíngert hár og er hún innblásin af upphaflegu formúlunni.

Spænski hárgreiðslumaðurinn Antonio Corall Calero hefur getið sér gott orð í tískuheiminum fyrir einstaka sýn á tísku og ​stíl. Hann þykir frumlegur og hefur um langt skeið verið leiðandi í að skapa línur fyrir hártísku hvers árs.

Antonio hóf feril sinn í Barcelona árið 1990 undir handleiðslu Luis Llonqueras. Ekki leið á löngu þar til Antonio var farin að vinna fyrir stórveldi í tískuheiminum eins og Yves Saint Laurent, MAC og Lise Watier.

Antonio flutti til Montreal fyrir nokkrum árum og gerðist listrænn stjórnandi Moroccanoil. Hann hefur síðan verið andlit og talsmaður fyrirtækisins. Antonio hefur einnig starfað með hönnuðum eins og Just Cavalli, Caroline Herrera, Bagdley Bischko, Rachel Zoe, Cushnie et Ochs og Catherine Maladrino.

Moroccanoil Extra Volume Shampoo og Moroccanoil Extra Volume Conditioner
Hér deilir hann nokkrum góðum ráðum með íslenskum lesendum.

1. Hverjar eru ástæður þess að lyfting í hárinu minnkar? Raki og hárvörur sem eru of þungar fyrir þína hárgerð eru tveir þættir sem geta valdið því að hárið verður klesst.

2. Eru einhverjar ákveðnar klippingar eða línur sem láta hárið líta út fyrir að vera þykkra? Ef hárið er fíngert mæli ég með því að það sé ekki of sítt vegna þess að lengdin þyngir hárið um leið og lætur það líta út fyrir að vera flatt. Einnig er sniðugt að klippa léttar styttur í hárið til að skapa hreyfingu í því og þannig virkar það þykkra.

3. Hvernig get ég gert stórar og sexí hárgreiðslur þegar ég er með fínt hár? Þetta er allt spurning um að vera með réttu vörurnar! Það er mikilvægt að vera með góðan grunn og ég mæli með að nota Moroccanoil Extra Volume Shampoo og Moroccanoil Extra Volume Conditioner til þess að fá góða fyllingu í hárið. Ég mæli líka alltaf með því að nota Moroccanoil Treatment Light til þess að vernda fíngerða hárenda. Til þess að gera stórar og sexí greiðslur í hvaða hárgerð sem er eru Moroccanoil Volumizing Mousse og Moroccanoil Root Boost nauðsynleg. Moroccanoil Volumizing Mousse gefur hárinu fyllingu og Moroccanoil Root Boost gefur þá lyftingu sem þarf til.

Moroccanoil Root Boost
4. Hver er besta leiðin til að blása hárið þannig að auðvelt sé að móta það? Ég mæli með að nota Moroccanoil Root Boost í hársvörðinn og þurrka hárið þar til það er næstum þurrt. Greiðið svo yfir hárið með rúllubursta til að ná stjórn á því. Annað gott ráð til að ná hárinu vel blásnu og lyftu heima er að nota fingurna til að greiða í gegnum það þegar það er næstum alveg þurrt og nota svo stóran rúllubursta bara í endana.

5. Hver er besta leiðin til að nota sjampó, næringu og aðrar hárvörur til að ná sem mestri fyllingu í hárið? Þegar kemur að næringu þá er „minna meira“. Ekki setja næringu í hárræturnar, þetta á sérstaklega við þegar fyllingin á að vera sem mest. Þegar hárið er blásið er gott að nota Moroccanoil Root Boost til að ná sem mestri fyllingu í hársrótina þar sem það svæði þarfnast helst lyftingar og stuðnings. Hér má sjá hvernig við náum mikilli fyllingu í hár með því að nota Moroccanoil Volume línuna.

Moroccanoil Volumizing Mousse
6.Túpering gerir hárið fyllra, en er einhver rétt eða röng leið við að túpera? Túpering er góð leið til að ná fyllingu. Alltaf ætti að nota léttar og langar strokur við túperinguna því ef hárið er túperað með stuttum og föstum strokum er hætt við að það brotni og skemmist.

7.Hvaða vörur er best að nota til að gefa hárinu fyllingu án þess að skilja eftir klístrugar og stökkar leifar eftir á endanum? Allar vörurnar í Moroccanoil Volume Collection línunni vinna saman til að hárið verði fyllra og áferð þess falleg án þess að gera það klesst eða skilja eftir klístrugar leifar í því.

8.Áttu einhver leyniráð til að láta hárið líta út fyrir að vera fyrirferðamikið og sexí? Blástursaðferðin sem ég lýsti hér að ofan, blásið án bursta, ásamt áhrifaríku vörunni, Moroccanoil Root Boost er leyndarmálið okkartil að ná góðri fyllingu í hárið. Hægt er að bera Moroccanoil Root Boost beint í hársvörðinn áður en hárið er blásið eða renna því í gegnum allt hárið til að fá fallega áferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.