Pétur Blöndal sækist eftir ráðherrastóli Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2014 10:59 Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem mun hætta sem innanríkisráðherra á næstu misserum. Pétur ræddi við Bjarna Benediktsson um málið á laugardaginn. „Ég sagði honum að ég myndi ekki skorast undan þeirri ábyrgð,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur var fyrst kosinn á Alþingi árið 1995 og hefur setið þar samfleytt í 19 ár. Í prófkjöri sameinaðrar Reykjavíkur fyrir síðust kosningar var hann í þriðja sæti, Hanna Birna í því fyrsta og Illugi Gunnarsson í öðru. „Þannig að þegar Hanna Birna hættir verða bæði kjördæmin í Reykjavík bara með einn ráðherra, ef að ég fer ekki inn.“ Pétur segir það því mögulega vera anga af hinu lýðræðislega ferli, að hann verði ráðherra. „Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka sem er með mjög víðtæk prófkjör og er þar af leyti, að mínu mati, mjög lýðræðislegur. Með vana á listum. Þegar menn hafa svona prófkjör verður að horfa til þeirra.“ Mikil umræða hefur átt sér stað um að kona verði skipuð í ráðherrasæti. Meðal annarra hefur stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna skorað á Bjarna Ben að skipa konu í embætti innanríkisráðherra. „Niðurstaða prófkjörs og niðurstaða kosninga var nú bara þannig, að kjósandinn vildi ekki hafa mikið kynjajafnrétti, því miður. Það þarf að hafa það í huga. Ef að fleiri konur hefðu orðið þingmenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri væntanlega betra jafnvægi á ráðherralistanum.“ Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem mun hætta sem innanríkisráðherra á næstu misserum. Pétur ræddi við Bjarna Benediktsson um málið á laugardaginn. „Ég sagði honum að ég myndi ekki skorast undan þeirri ábyrgð,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur var fyrst kosinn á Alþingi árið 1995 og hefur setið þar samfleytt í 19 ár. Í prófkjöri sameinaðrar Reykjavíkur fyrir síðust kosningar var hann í þriðja sæti, Hanna Birna í því fyrsta og Illugi Gunnarsson í öðru. „Þannig að þegar Hanna Birna hættir verða bæði kjördæmin í Reykjavík bara með einn ráðherra, ef að ég fer ekki inn.“ Pétur segir það því mögulega vera anga af hinu lýðræðislega ferli, að hann verði ráðherra. „Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka sem er með mjög víðtæk prófkjör og er þar af leyti, að mínu mati, mjög lýðræðislegur. Með vana á listum. Þegar menn hafa svona prófkjör verður að horfa til þeirra.“ Mikil umræða hefur átt sér stað um að kona verði skipuð í ráðherrasæti. Meðal annarra hefur stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna skorað á Bjarna Ben að skipa konu í embætti innanríkisráðherra. „Niðurstaða prófkjörs og niðurstaða kosninga var nú bara þannig, að kjósandinn vildi ekki hafa mikið kynjajafnrétti, því miður. Það þarf að hafa það í huga. Ef að fleiri konur hefðu orðið þingmenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri væntanlega betra jafnvægi á ráðherralistanum.“
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira