Ari nýr þjóðleikhússtjóri Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2014 11:29 Ari Matthíasson er nýr þjóðleikhússtjóri Ari Matthíasson er nýr þjóðleikhússtjóri, og mun hann taka við stöðunni um áramótin, þegar Tinna Gunnlaugsdóttir lætur af embætti eftir tíu ára setu í stóli þjóðleikhússtjóra. Þeir sem fylgjast með menningarmálum voru margir hverjir orðnir býsna langeygir eftir því að til tíðinda myndi draga í þeim efnum. Staðan var auglýst til umsóknar 1. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september 2014 en mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust umsóknir frá þremur konum og sjö körlum. Nú liggur niðurstaðan sem sagt fyrir. Ari Matthíasson hefur undanfarið starfað sem framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins og þekkir því vel til rekstursins. Ari er lærður leikari og er með bæði MSc í hagfræði og MBA, auk þess sem hann á að baki nám í bókmenntafræði. Ari er Vesturbæingur í húð og hár og eldheitur KR-ingur, og hefur meðal annars setið í stjórn þess félags. Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð val menntamálaráðherra einkum milli þeirra Ara og Ragnheiðar Skúladóttur sem nú er leikhússtjóri norðan heiða og berst við að finna rekstrargrunn fyrir Leikfélag Akureyrar. Tengdar fréttir Úrbætur á aðgangi fatlaðra í forgang Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri, segir það sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana. 29. október 2014 11:24 Vandræðagangur við skipan þjóðleikhússtjóra Margir innan leikhúsheimsins furða sig á því hvernig á því stendur að ekki er búið að skipa í stöðu þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september. 12. nóvember 2014 10:28 Tinna aftur á leiksviðið Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. 14. október 2014 13:13 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Ari Matthíasson er nýr þjóðleikhússtjóri, og mun hann taka við stöðunni um áramótin, þegar Tinna Gunnlaugsdóttir lætur af embætti eftir tíu ára setu í stóli þjóðleikhússtjóra. Þeir sem fylgjast með menningarmálum voru margir hverjir orðnir býsna langeygir eftir því að til tíðinda myndi draga í þeim efnum. Staðan var auglýst til umsóknar 1. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september 2014 en mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust umsóknir frá þremur konum og sjö körlum. Nú liggur niðurstaðan sem sagt fyrir. Ari Matthíasson hefur undanfarið starfað sem framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins og þekkir því vel til rekstursins. Ari er lærður leikari og er með bæði MSc í hagfræði og MBA, auk þess sem hann á að baki nám í bókmenntafræði. Ari er Vesturbæingur í húð og hár og eldheitur KR-ingur, og hefur meðal annars setið í stjórn þess félags. Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð val menntamálaráðherra einkum milli þeirra Ara og Ragnheiðar Skúladóttur sem nú er leikhússtjóri norðan heiða og berst við að finna rekstrargrunn fyrir Leikfélag Akureyrar.
Tengdar fréttir Úrbætur á aðgangi fatlaðra í forgang Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri, segir það sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana. 29. október 2014 11:24 Vandræðagangur við skipan þjóðleikhússtjóra Margir innan leikhúsheimsins furða sig á því hvernig á því stendur að ekki er búið að skipa í stöðu þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september. 12. nóvember 2014 10:28 Tinna aftur á leiksviðið Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. 14. október 2014 13:13 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Úrbætur á aðgangi fatlaðra í forgang Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri, segir það sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana. 29. október 2014 11:24
Vandræðagangur við skipan þjóðleikhússtjóra Margir innan leikhúsheimsins furða sig á því hvernig á því stendur að ekki er búið að skipa í stöðu þjóðleikhússtjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september. 12. nóvember 2014 10:28
Tinna aftur á leiksviðið Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. 14. október 2014 13:13