Lífið

„Var það ekki lesbían?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Strákarnir í Áttunni á sjónvarpsstöðinni Bravó tóku nemendur í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ í skólaspjall á dögunum.

Voru nemendur spurðir spjörunum úr, meðal annars hvað skólinn þeirra væri gamall og hver væri þeirra fyrirmynd í lífinu.

Þá var ein af spurningunum hver hefði gegnt embætti forsætisráðherra Íslands í bankahruninu. 

„Var það ekki lesbían? Jónína. Jónína Guðrún,“ svarar einn og eru svör nemendanna eins misjöfn og þau eru mörg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.