Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - GAS Megas 43-16 | Lauflétt hjá Fram gegn Megas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2014 14:02 Ásta Birna Gunnarsdóttir með boltann í leiknum í kvöld. vísir/pjetur Fram vann risasigur, 43-16, á gríska liðinu GAS Megas Alexandros í fyrri leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Eins og lokatölurnar gefa til kynna hafði Fram ævintýralega yfirburði í leiknum, en gríska liðið er afar skammt á veg komið í handknattleiksíþróttinni.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Safamýri í dag og tók myndirnar sem sjá má í veislunni hér að ofan. Leikmenn Megas eru flestir barnungir - aðeins þrjár af tíu í leikmannahópi liðsins í dag eru fæddar fyrir 1994 - og þær áttu engin svör við leik Fram í kvöld. Þjálfari Megas, Georgios Gioulvanidis, var í miklum ham á hliðarlínunni og æsti sig yfir öllu og engu. Hann hefði þó betur brýnt grundvallarreglur íþróttarinnar fyrir sínum stúlkum sem höfðu t.a.m. lítinn áhuga á að gefa boltann á samherja sína, en reyndu þess í stað árangurslítið knattrak. Framkonur, sem sitja í toppsæti Olís-deildar kvenna, höfðu 18 marka forskot í fyrri hálfleik. Átján af þessum 27 mörkum komu eftir hraðaupphlaup þar sem þær Hekla Rún Ámundadóttir, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir og Marthe Sördal voru jafnan fyrsta fram. Þá varði Nadia Bordon 18 skot í fyrri hálfleik, eða 72% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Framkonur skoruðu hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup og þær grísku áttu engin svör. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leyfði öllum leikmönnum á skýrslu að spreyta sig, en Safamýrarliðið hafði þrátt fyrir það sömu yfirburði og áður. Fram vann að lokum 27 marka sigur, 43-16. Allir útileikmenn Fram nema ein komust á blað. Hekla Rún var þeirra markahæst með tíu mörk, Guðrún Þóra kom næst með átta og Marthe skoraði sjö. Nadia Bordon varði alls 23 skot (58%) í markinu og Hafdís Lilja Torfadóttir varði sex skot (55%) eftir að hún kom inn á um miðjan seinni hálfleik. Seinni leikurinn fer fram klukkan 16:00 á morgun.Stefán: Hann var miklu skemmtilegri en ég Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var að vonum sáttur með stórsigur sinna stelpna á gríska liðinu Megas í Áskorendakeppni Evrópu í Safamýrinni í kvöld. „Ég var mjög ánægður með einbeitinguna hjá mínu liði. Við erum mun betri en þetta lið. „Við spiluðum 3-3 vörn í fyrri hálfleik og fengum á okkur sjö mörk og bættum svo í í þeim seinni. Við héldum einbeitingu út allan leikinn,“ sagði Stefán sem var einnig ánægður með frammistöðu þeirra leikmanna sem komu af bekknum hjá Fram í kvöld, en allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í leiknum. „Við erum með fína breidd og það þurfa allir að fá að spila, sérstaklega í svona leikjum. Þær stóðu sig allar vel,“ bætti Stefán við, en hvað vill hann fá út úr seinni leiknum á morgun? „Ég vil bara það sama og í öllum leikjum, að við mætum 100% tilbúnar. Sama þótt maður sé með betra lið, þá á maður alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingunum og við gerum það.“ Það var ólíkt meira fjör í Georgios Gioulvanidis, kollega Stefáns á gríska bekknum, en hann reifst og skammaðist allan leikinn, yfir öllu og engu. „Hann var miklu skemmtilegri en ég. Hann er skemmtikraftur og það var gaman að fylgjast með honum,“ sagði Stefán í léttum dúr að lokum.Stefán Arnarson á hliðarlínunni í dag.vísir/pjetur Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Fram vann risasigur, 43-16, á gríska liðinu GAS Megas Alexandros í fyrri leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Eins og lokatölurnar gefa til kynna hafði Fram ævintýralega yfirburði í leiknum, en gríska liðið er afar skammt á veg komið í handknattleiksíþróttinni.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Safamýri í dag og tók myndirnar sem sjá má í veislunni hér að ofan. Leikmenn Megas eru flestir barnungir - aðeins þrjár af tíu í leikmannahópi liðsins í dag eru fæddar fyrir 1994 - og þær áttu engin svör við leik Fram í kvöld. Þjálfari Megas, Georgios Gioulvanidis, var í miklum ham á hliðarlínunni og æsti sig yfir öllu og engu. Hann hefði þó betur brýnt grundvallarreglur íþróttarinnar fyrir sínum stúlkum sem höfðu t.a.m. lítinn áhuga á að gefa boltann á samherja sína, en reyndu þess í stað árangurslítið knattrak. Framkonur, sem sitja í toppsæti Olís-deildar kvenna, höfðu 18 marka forskot í fyrri hálfleik. Átján af þessum 27 mörkum komu eftir hraðaupphlaup þar sem þær Hekla Rún Ámundadóttir, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir og Marthe Sördal voru jafnan fyrsta fram. Þá varði Nadia Bordon 18 skot í fyrri hálfleik, eða 72% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Framkonur skoruðu hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup og þær grísku áttu engin svör. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leyfði öllum leikmönnum á skýrslu að spreyta sig, en Safamýrarliðið hafði þrátt fyrir það sömu yfirburði og áður. Fram vann að lokum 27 marka sigur, 43-16. Allir útileikmenn Fram nema ein komust á blað. Hekla Rún var þeirra markahæst með tíu mörk, Guðrún Þóra kom næst með átta og Marthe skoraði sjö. Nadia Bordon varði alls 23 skot (58%) í markinu og Hafdís Lilja Torfadóttir varði sex skot (55%) eftir að hún kom inn á um miðjan seinni hálfleik. Seinni leikurinn fer fram klukkan 16:00 á morgun.Stefán: Hann var miklu skemmtilegri en ég Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var að vonum sáttur með stórsigur sinna stelpna á gríska liðinu Megas í Áskorendakeppni Evrópu í Safamýrinni í kvöld. „Ég var mjög ánægður með einbeitinguna hjá mínu liði. Við erum mun betri en þetta lið. „Við spiluðum 3-3 vörn í fyrri hálfleik og fengum á okkur sjö mörk og bættum svo í í þeim seinni. Við héldum einbeitingu út allan leikinn,“ sagði Stefán sem var einnig ánægður með frammistöðu þeirra leikmanna sem komu af bekknum hjá Fram í kvöld, en allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í leiknum. „Við erum með fína breidd og það þurfa allir að fá að spila, sérstaklega í svona leikjum. Þær stóðu sig allar vel,“ bætti Stefán við, en hvað vill hann fá út úr seinni leiknum á morgun? „Ég vil bara það sama og í öllum leikjum, að við mætum 100% tilbúnar. Sama þótt maður sé með betra lið, þá á maður alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingunum og við gerum það.“ Það var ólíkt meira fjör í Georgios Gioulvanidis, kollega Stefáns á gríska bekknum, en hann reifst og skammaðist allan leikinn, yfir öllu og engu. „Hann var miklu skemmtilegri en ég. Hann er skemmtikraftur og það var gaman að fylgjast með honum,“ sagði Stefán í léttum dúr að lokum.Stefán Arnarson á hliðarlínunni í dag.vísir/pjetur
Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira