Adolf Ingi í útvarpið á ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2014 17:41 „Þetta er komið talsvert á veg. Mér var úthlutað útvarpsleyfi í síðustu viku,“ segir fjölmiðlamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sem hyggur á opnun nýrrar útvarpsstöðvar sem á að þjónusta erlenda ferðamenn hér á landi. Kjarninn greindi fyrst frá í dag en Adolf Ingi ræddi málin í Reykjavík Síðdegis. Adolf segist vera byrjaður á mannaráðningum og hefur fengið til liðs við sig tæknimann sem starfaði með honum hjá ríkisútvarpinu. Sá er einnig lipur í heimasíðugerð og hlakkar Adolf til samstarfsins við hann. Hann er ekki byrjaður að leita að dagskrárgerðafólki en ljóst er að það þarf að tala góða ensku. „Það er frumskilyrði að menn kunni bæði eitthvað til verka í útvarpsmennsku og svo líka vera virkilega vel mælandi á ensku. Annaðhvort hafa hana að móðurmáli eða tala hana vel.“ Adolf stefnir á að koma útvarpsstöðinni í loftið 1. febrúar en segir þó möguleika á að það frestist um einhverjar vikur. Hann ætli að fara í loftið með fimmtán senda staðsetta nærri hringveginum. „Það fer býsna langt með að dekka stóran hluta hringvegarins. Það er mesta útbreiðsla sem nokkur útvarpsstöð hefur farið af stað með,“ fullyrðir íþróttafréttamaðurinn. Hann ætlar að vera með fréttir á ensku á klukkutímafresti með upplýsingum um ástand vega og veður auk annarra mikilvægra upplýsinga fyrir ferðamenn. Þá verði fræðsla og skemmtun. „Það stendur til að spila bara íslenska tónlist og kynna hana fyrir ferðamönnum.“ Aðspurður hverjir fjármagna svo dýrt verkefni segist Adolf sjálfur leggja býsna mikið undir. Hann sé í leit að bakhjörlum en til að byrja með hafi hann staðið einn í þessu. Hann segir stöðina geta reynst góða forvörn. „Ég lít á þetta sem mjög sterkt og nauðsynlegt áróðurstæki því þarna er hægt að berjast fyrir auknu umferðaröryggi. Alltof mörg slys verða hér á landi sem tengjast erlendum ferðamönnum. Svo er hægt að berjast gegn utanvegaakstri og gróðurskemmdum.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
„Þetta er komið talsvert á veg. Mér var úthlutað útvarpsleyfi í síðustu viku,“ segir fjölmiðlamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson sem hyggur á opnun nýrrar útvarpsstöðvar sem á að þjónusta erlenda ferðamenn hér á landi. Kjarninn greindi fyrst frá í dag en Adolf Ingi ræddi málin í Reykjavík Síðdegis. Adolf segist vera byrjaður á mannaráðningum og hefur fengið til liðs við sig tæknimann sem starfaði með honum hjá ríkisútvarpinu. Sá er einnig lipur í heimasíðugerð og hlakkar Adolf til samstarfsins við hann. Hann er ekki byrjaður að leita að dagskrárgerðafólki en ljóst er að það þarf að tala góða ensku. „Það er frumskilyrði að menn kunni bæði eitthvað til verka í útvarpsmennsku og svo líka vera virkilega vel mælandi á ensku. Annaðhvort hafa hana að móðurmáli eða tala hana vel.“ Adolf stefnir á að koma útvarpsstöðinni í loftið 1. febrúar en segir þó möguleika á að það frestist um einhverjar vikur. Hann ætli að fara í loftið með fimmtán senda staðsetta nærri hringveginum. „Það fer býsna langt með að dekka stóran hluta hringvegarins. Það er mesta útbreiðsla sem nokkur útvarpsstöð hefur farið af stað með,“ fullyrðir íþróttafréttamaðurinn. Hann ætlar að vera með fréttir á ensku á klukkutímafresti með upplýsingum um ástand vega og veður auk annarra mikilvægra upplýsinga fyrir ferðamenn. Þá verði fræðsla og skemmtun. „Það stendur til að spila bara íslenska tónlist og kynna hana fyrir ferðamönnum.“ Aðspurður hverjir fjármagna svo dýrt verkefni segist Adolf sjálfur leggja býsna mikið undir. Hann sé í leit að bakhjörlum en til að byrja með hafi hann staðið einn í þessu. Hann segir stöðina geta reynst góða forvörn. „Ég lít á þetta sem mjög sterkt og nauðsynlegt áróðurstæki því þarna er hægt að berjast fyrir auknu umferðaröryggi. Alltof mörg slys verða hér á landi sem tengjast erlendum ferðamönnum. Svo er hægt að berjast gegn utanvegaakstri og gróðurskemmdum.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira