Samtímaheimildir betri en seinni tíma Skjóðan skrifar 19. nóvember 2014 13:00 Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Vísir/Pjetur Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Helgi Sigurðsson fjölluðu um símtalið mikla, sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri áttu mánudaginn 6. október 2008 um 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu. Þeir varpa fram þeirri spurningu hvort verið geti að þeir menn sem tóku ákvörðunina um lánveitinguna hafi ekki áttað sig á því að samþykkt neyðarlaganna myndi kippa fótunum undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi, gjaldfella allar skuldbindingar Kaupþings og fella bankann. Þeir velta fyrir sér hvers vegna ekki megi birta símtalið, sem var tekið upp og getur varpað ljósi á þetta mál. Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Ragnar H. Hall benti á það í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 um helgina að varla hefði hálfum gjaldeyrisforða þjóðarinnar verið varið í lán til Kaupþings nema menn hefðu fulla trú á því að Kaupþing væri lífvænlegur banki. Samt stóðu þessir sömu lánveitendur að því að setja lög síðar sama dag, sem brugðu fæti fyrir Kaupþing. Ragnar benti á að stjórnendur Kaupþings og fleiri íslenskra banka hafa verið sóttir til saka m.a. á þeim forsendum að ýmsar ráðstafanir sem þeir gripu til í störfum sínum fyrir bankana fram í september á árinu 2008 hafi verið ólöglegar þar sem þeim hafi verið ljóst að bankarnir væru í raun gjaldþrota og eignir þeirra verðlausar. Samt lána Seðlabankinn og stjórnvöld hálfan gjaldeyrisforðann til Kaupþings í október. Símhlerunum hefur verið beitt gegn bankastjórnendum mörgum árum eftir að meint lögbrot þeirra áttu sér stað. Nú liggur fyrir að til er hljóðupptaka af símtalinu milli seðlabankastjóra og forsætisráðherra sem getur varpað ljósi á það hvernig ákvörðunin um lánið var tekin. Upptakan getur skýrt út hvort ráðherranum og seðlabankastjóranum hafi yfirleitt verið ljóst hverjar afleiðingar gjörða þeirra gætu orðið. Varla er til of mikils mælst að gera kröfu um að símtalið verði birt í heild sinni. Eðlilegt er að þjóðin fái að heyra það sem æðstu embættismenn hennar voru að véla í aðdraganda hrunsins og hruninu sjálfu. Það getur ekki verið í valdi þeirra einstaklinga sem ræddust við í síma mánudaginn 6. október og ákváðu að lána hálfan gjaldeyrisforðann að ákveða hvað þjóðin fær að vita um það mál, sérstaklega í ljósi þess að seinna sama dag kipptu þeir fótunum undan bankanum sem fékk lánið. Þetta símtal er mikilvæg samtímaheimild um athafnir og dómgreind íslenskra ráðamanna á ögurstundu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Helgi Sigurðsson fjölluðu um símtalið mikla, sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri áttu mánudaginn 6. október 2008 um 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu. Þeir varpa fram þeirri spurningu hvort verið geti að þeir menn sem tóku ákvörðunina um lánveitinguna hafi ekki áttað sig á því að samþykkt neyðarlaganna myndi kippa fótunum undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi, gjaldfella allar skuldbindingar Kaupþings og fella bankann. Þeir velta fyrir sér hvers vegna ekki megi birta símtalið, sem var tekið upp og getur varpað ljósi á þetta mál. Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Ragnar H. Hall benti á það í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 um helgina að varla hefði hálfum gjaldeyrisforða þjóðarinnar verið varið í lán til Kaupþings nema menn hefðu fulla trú á því að Kaupþing væri lífvænlegur banki. Samt stóðu þessir sömu lánveitendur að því að setja lög síðar sama dag, sem brugðu fæti fyrir Kaupþing. Ragnar benti á að stjórnendur Kaupþings og fleiri íslenskra banka hafa verið sóttir til saka m.a. á þeim forsendum að ýmsar ráðstafanir sem þeir gripu til í störfum sínum fyrir bankana fram í september á árinu 2008 hafi verið ólöglegar þar sem þeim hafi verið ljóst að bankarnir væru í raun gjaldþrota og eignir þeirra verðlausar. Samt lána Seðlabankinn og stjórnvöld hálfan gjaldeyrisforðann til Kaupþings í október. Símhlerunum hefur verið beitt gegn bankastjórnendum mörgum árum eftir að meint lögbrot þeirra áttu sér stað. Nú liggur fyrir að til er hljóðupptaka af símtalinu milli seðlabankastjóra og forsætisráðherra sem getur varpað ljósi á það hvernig ákvörðunin um lánið var tekin. Upptakan getur skýrt út hvort ráðherranum og seðlabankastjóranum hafi yfirleitt verið ljóst hverjar afleiðingar gjörða þeirra gætu orðið. Varla er til of mikils mælst að gera kröfu um að símtalið verði birt í heild sinni. Eðlilegt er að þjóðin fái að heyra það sem æðstu embættismenn hennar voru að véla í aðdraganda hrunsins og hruninu sjálfu. Það getur ekki verið í valdi þeirra einstaklinga sem ræddust við í síma mánudaginn 6. október og ákváðu að lána hálfan gjaldeyrisforðann að ákveða hvað þjóðin fær að vita um það mál, sérstaklega í ljósi þess að seinna sama dag kipptu þeir fótunum undan bankanum sem fékk lánið. Þetta símtal er mikilvæg samtímaheimild um athafnir og dómgreind íslenskra ráðamanna á ögurstundu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira