Kobe Bryant fjórði maðurinn sem skorar 32.000 stig í NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Kobe Bryant gekk sáttur af velli í nótt. vísir/getty Los Angels Lakers vann fyrsta útileik liðsins á leiktíðinni í nótt þegar liðið lagði Atlanta Hawks, 114-109, í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þó aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu, en það er í heildina búið að spila ellefu leiki. Lakers er á botni vesturdeildarinnar með tvo sigra og níu töp. Stóra saga leiksins var sú að Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Los Angeles-liðið í leiknum auk þess sem hann tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal einum bolta. Með stigunum 28 komst hann yfir 32.000 stiga múrinn, en hann er aðeins fjórði maðurinn í sögu NBA sem tekst að skora 32.000 stig eða meira. Hann fékk vítaskot að auki eftir að hann skoraði 32.000 stigið sem hann nýtti og lauk hann leik með 32.001 stig í heildina.Michael Jordan er næsta skotmark Kobe Bryant.vísir/gettyKobe vantar nú aðeins 292 stig til að komast upp fyrir Michael Jordan á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi, en Jordan skoraði 32.292 stig fyrir Chicago Bulls og Washington Wizards á sautján ára ferli í NBA-deildinni. Jordan var þó öllu sneggri en Kobe að skora 32.000 stig. Það tók hann „aðeins“ 1.059 leiki á meðan Kobe var að spila 1.256 leikinn sinn í NBA deildinni. Bæði Kareem Abdul-Jabaar (1.194 leikir) og Karl Malone (1.235 leikir) voru fljótari en Kobe að ná þessum áfanga. Kobe mun vafalítið ná Jordan og komast í þriðja sæti stigalistans, en það er þó öllu lengra í Karl Malone sem er í öðru sæti með 36.928 stig. Kareem Abdul-Jabbar trónir öruggur á toppnum með 38.387 stig. Af tíu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar eru aðeins tveir sem eru að spila í deildinni, en það eru Kobe Bryant og Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks. Þrír aðrir leikir fóru fram í nótt. Oklahoma City Thunder heldur áfram að eiga í erfiðleikum án Russells Westbrooks og Kevins Durants, en liðið tapaði fyrir Utah Jazz, 98-81, á útivelli í nótt. Anthony Davis heldur áfram að spila eins og kóngur fyrir New Orleans Pelicans, en hann skoraði 28 stig og tók 9 fráköst í 106-100 útisigur á Sacramento Kings og þá lagði Milwaukee Bucks lið New York Knicks á heimavelli, 117-113.Stigahæstir í sögu NBA-deildarinnar: 1. Kareem Abdul-Jabbar 38.387 2. Karl Malone 36.928 3. Michael Jordan 32.292 4. Kobe Bryant 32.001 5. Wilt Chamberlain 31.419 6. Shaquille O'Neal 28.596 7. Moses Malone 27.409 8. Elvin Hayes 7.313 9. Dirk Nowitzki 27.002 10. Hakeem Olajuwon 26.946Kobe Bryant becomes the 4th player in NBA history to surpass the 32,000 point mark (Jordan, K. Malone, Abdul-Jabbar)— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 19, 2014 Games to reach 32,000 career points: • Michael Jordan - 1,059 • Kareem Abdul-Jabaar - 1,194 • Karl Malone - 1,235 • Kobe Bryant - 1,256— SportsCenter (@SportsCenter) November 19, 2014 32,001 in the books. 292 from passing MJ. Details of @kobebryant joining the 32K club: http://t.co/uxrB2DH5S3 pic.twitter.com/Ibib2Nb4XH— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014 Point #32,000 for @kobebryant and he's fouled!! Lakers up 107-102 with a FT coming.— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
Los Angels Lakers vann fyrsta útileik liðsins á leiktíðinni í nótt þegar liðið lagði Atlanta Hawks, 114-109, í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þó aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu, en það er í heildina búið að spila ellefu leiki. Lakers er á botni vesturdeildarinnar með tvo sigra og níu töp. Stóra saga leiksins var sú að Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Los Angeles-liðið í leiknum auk þess sem hann tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal einum bolta. Með stigunum 28 komst hann yfir 32.000 stiga múrinn, en hann er aðeins fjórði maðurinn í sögu NBA sem tekst að skora 32.000 stig eða meira. Hann fékk vítaskot að auki eftir að hann skoraði 32.000 stigið sem hann nýtti og lauk hann leik með 32.001 stig í heildina.Michael Jordan er næsta skotmark Kobe Bryant.vísir/gettyKobe vantar nú aðeins 292 stig til að komast upp fyrir Michael Jordan á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi, en Jordan skoraði 32.292 stig fyrir Chicago Bulls og Washington Wizards á sautján ára ferli í NBA-deildinni. Jordan var þó öllu sneggri en Kobe að skora 32.000 stig. Það tók hann „aðeins“ 1.059 leiki á meðan Kobe var að spila 1.256 leikinn sinn í NBA deildinni. Bæði Kareem Abdul-Jabaar (1.194 leikir) og Karl Malone (1.235 leikir) voru fljótari en Kobe að ná þessum áfanga. Kobe mun vafalítið ná Jordan og komast í þriðja sæti stigalistans, en það er þó öllu lengra í Karl Malone sem er í öðru sæti með 36.928 stig. Kareem Abdul-Jabbar trónir öruggur á toppnum með 38.387 stig. Af tíu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar eru aðeins tveir sem eru að spila í deildinni, en það eru Kobe Bryant og Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks. Þrír aðrir leikir fóru fram í nótt. Oklahoma City Thunder heldur áfram að eiga í erfiðleikum án Russells Westbrooks og Kevins Durants, en liðið tapaði fyrir Utah Jazz, 98-81, á útivelli í nótt. Anthony Davis heldur áfram að spila eins og kóngur fyrir New Orleans Pelicans, en hann skoraði 28 stig og tók 9 fráköst í 106-100 útisigur á Sacramento Kings og þá lagði Milwaukee Bucks lið New York Knicks á heimavelli, 117-113.Stigahæstir í sögu NBA-deildarinnar: 1. Kareem Abdul-Jabbar 38.387 2. Karl Malone 36.928 3. Michael Jordan 32.292 4. Kobe Bryant 32.001 5. Wilt Chamberlain 31.419 6. Shaquille O'Neal 28.596 7. Moses Malone 27.409 8. Elvin Hayes 7.313 9. Dirk Nowitzki 27.002 10. Hakeem Olajuwon 26.946Kobe Bryant becomes the 4th player in NBA history to surpass the 32,000 point mark (Jordan, K. Malone, Abdul-Jabbar)— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 19, 2014 Games to reach 32,000 career points: • Michael Jordan - 1,059 • Kareem Abdul-Jabaar - 1,194 • Karl Malone - 1,235 • Kobe Bryant - 1,256— SportsCenter (@SportsCenter) November 19, 2014 32,001 in the books. 292 from passing MJ. Details of @kobebryant joining the 32K club: http://t.co/uxrB2DH5S3 pic.twitter.com/Ibib2Nb4XH— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014 Point #32,000 for @kobebryant and he's fouled!! Lakers up 107-102 with a FT coming.— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira