Vill veita rýmri heimildir til að nota fánann Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2014 10:01 „Ég er að leggja til að fáninn megi þá vera uppi til dæmis á sumrin hjá okkur, yfir bjartasta tímann,“ útskýrir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Hún hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á fánalögum til að rýmka notkunarheimildir. Silja Dögg ræddi málið í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Strangar reglur gilda um notkun fánans sem meðal annars taka til hvenær má flagga honum. „Það þarf að taka hann niður fyrir miðnætti og það kannski á ekkert vel við hjá okkur þegar það er bjart allan sólarhringinn,“ segir Silja Dögg. Tók hún dæmi um ferðaþjónustuaðila og sumarhúsaeigendur. „Þá nennir það kannski einfaldlega ekki að draga hann að húni,“ segir hún. „Tilgangurinn með þessu frumvarpi er semsagt að gera þjóðfánann sýnilegri, að við notum hann meira.“ Silja Dögg segist vilja nota fánann meira. „Mér finnst við ættum að nota fánann meira og hafa hann sýnilegri. Ég fæ alltaf pínu svona gæsahúð við íþróttaviðburði og annað við fánahyllinguna. Mér finnst þetta mjög glæsilegt,“ segir hún. Frumvarpið var á dagskrá Alþingis í gær og segir Silja Dögg að málið hafi verið til umræðu, sem er ekki sjálfgefið þó að það sé á dagskrá. „Það voru fáir í salnum og það var enginn sem andmælti eða var með vesen þarna,“ sagði hún aðspurð hvernig frumvarpinu hafi verið tekið. Silja Dögg veit ekki af hverju reglurnar eru með þessum hætti en hún segir að sambærilegar reglur séu til á hinum Norðurlöndunum. „Grunnurinn í þessum fánalögum er sá að fánanum sé sýnd virðing. Hann má ekki vera slitinn, upplitaður eða illa farinn,“ sagði hún. „Það er einn punktur í þessu, það er náttúrulega vindasamt og allavega veður, það þarf kannski að tryggja það að þetta fari vel.“ Alþingi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Ég er að leggja til að fáninn megi þá vera uppi til dæmis á sumrin hjá okkur, yfir bjartasta tímann,“ útskýrir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Hún hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á fánalögum til að rýmka notkunarheimildir. Silja Dögg ræddi málið í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Strangar reglur gilda um notkun fánans sem meðal annars taka til hvenær má flagga honum. „Það þarf að taka hann niður fyrir miðnætti og það kannski á ekkert vel við hjá okkur þegar það er bjart allan sólarhringinn,“ segir Silja Dögg. Tók hún dæmi um ferðaþjónustuaðila og sumarhúsaeigendur. „Þá nennir það kannski einfaldlega ekki að draga hann að húni,“ segir hún. „Tilgangurinn með þessu frumvarpi er semsagt að gera þjóðfánann sýnilegri, að við notum hann meira.“ Silja Dögg segist vilja nota fánann meira. „Mér finnst við ættum að nota fánann meira og hafa hann sýnilegri. Ég fæ alltaf pínu svona gæsahúð við íþróttaviðburði og annað við fánahyllinguna. Mér finnst þetta mjög glæsilegt,“ segir hún. Frumvarpið var á dagskrá Alþingis í gær og segir Silja Dögg að málið hafi verið til umræðu, sem er ekki sjálfgefið þó að það sé á dagskrá. „Það voru fáir í salnum og það var enginn sem andmælti eða var með vesen þarna,“ sagði hún aðspurð hvernig frumvarpinu hafi verið tekið. Silja Dögg veit ekki af hverju reglurnar eru með þessum hætti en hún segir að sambærilegar reglur séu til á hinum Norðurlöndunum. „Grunnurinn í þessum fánalögum er sá að fánanum sé sýnd virðing. Hann má ekki vera slitinn, upplitaður eða illa farinn,“ sagði hún. „Það er einn punktur í þessu, það er náttúrulega vindasamt og allavega veður, það þarf kannski að tryggja það að þetta fari vel.“
Alþingi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira