Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Anton Ingi Leifsson skrifar 2. nóvember 2014 16:09 Arnór Atlason skoraði eitt mark gegn Ísrael. vísir/vilhelm Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta, en Svartfjallaland vann með minnsta mun 25-24. Íslenska liðið spilaði alls ekki sinn besta bolta og hefur oft spilað betur, en varnar- og sóknarleikurinn var ekki til að hrópa húrra fyrir. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega Alexander Petersson, en staðan eftir fjórar mínútur var 4-1 fyrir Ísland og Alexander búinn að skora öll fjögur mörkin. Þá vöknuðu hins vegar heimammenn og eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 6-6. Leikurinn var kaflaskiptur og íslenska liðið skoraði ekki á ellefu mínútna kafla um miðbik hálfleiksins. Varnarleikurinn var ekki öflugur og liðið fékk ekki eins mörg hraðaupphlaup og það hefði kosið. Liðin héldust þó nánast í hendur út hálfleikinn, en þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn með tveimur mörkum; 14-12. Heimamenn héldu uppteknum hætti og byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru komnir með fimm marka forystu eftir átta mínútur í þeim síðar, 18-13. Þá fór Björgvin Hólmgeirsson að koma meira inn í leik Íslands og pilturinn stóð sig vel; skoraði tvö mörk og mataði félaga sína. Þegar átta mínútur voru eftir var útlitið ekki bjart. Vuko Borozan skoraði sitt níunda mark og kom Svartfellingum í 24-20. Þá komu hins vegar þrjú íslensk mörk í röð og munurinn skyndilega orðin eitt mark. Guðjón Valur fékk svo dauðafæri í stöðunni 24-23 til að jafna metin en Vuko Borilovic sá við honum. Ísland fékk síðustu sóknina í leiknum, en þá var staðan 25-24. Arnór Atlason geystist með boltann upp, fann engan samherja og varð því að skjóta, en heimamenn náðu að kasta sér fyrir boltann og leiktíminn rann út. Lokatölur eins marks sigur Svartfjallalands 25-24 og fögnuður þeirra var ógurlegur. Alexander Petersson hafði heldur betur jafnað sig af veikindunum og var langbesti maður Íslands í dag, en hann skoraði átta mörk. Alexander átti sérstaklega góðan fyrri hálfleik. Varnarleikur Íslands var ekki nægilega góður í dag. Svartfjallaland er með stóra og stæðilega leikmenn sem gátu oftar en ekki stillt sér upp fyrir utan og þrumað boltanum í netið án teljandi vandræða. Í sóknarleiknum gerðu okkar menn svo of mörg mistök sem urðu til þess leiðandi að ekki náðist í stig í Bar. Næsti leikur Íslands er í apríl á næsta ári, en þá mætir lið Serbíu. Serbía vann Svartfjallaland í fyrstu umferðinni og ljóst að leikurinn gegn Serbíu verður þungt próf fyrir okkar menn. Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta, en Svartfjallaland vann með minnsta mun 25-24. Íslenska liðið spilaði alls ekki sinn besta bolta og hefur oft spilað betur, en varnar- og sóknarleikurinn var ekki til að hrópa húrra fyrir. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega Alexander Petersson, en staðan eftir fjórar mínútur var 4-1 fyrir Ísland og Alexander búinn að skora öll fjögur mörkin. Þá vöknuðu hins vegar heimammenn og eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 6-6. Leikurinn var kaflaskiptur og íslenska liðið skoraði ekki á ellefu mínútna kafla um miðbik hálfleiksins. Varnarleikurinn var ekki öflugur og liðið fékk ekki eins mörg hraðaupphlaup og það hefði kosið. Liðin héldust þó nánast í hendur út hálfleikinn, en þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn með tveimur mörkum; 14-12. Heimamenn héldu uppteknum hætti og byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru komnir með fimm marka forystu eftir átta mínútur í þeim síðar, 18-13. Þá fór Björgvin Hólmgeirsson að koma meira inn í leik Íslands og pilturinn stóð sig vel; skoraði tvö mörk og mataði félaga sína. Þegar átta mínútur voru eftir var útlitið ekki bjart. Vuko Borozan skoraði sitt níunda mark og kom Svartfellingum í 24-20. Þá komu hins vegar þrjú íslensk mörk í röð og munurinn skyndilega orðin eitt mark. Guðjón Valur fékk svo dauðafæri í stöðunni 24-23 til að jafna metin en Vuko Borilovic sá við honum. Ísland fékk síðustu sóknina í leiknum, en þá var staðan 25-24. Arnór Atlason geystist með boltann upp, fann engan samherja og varð því að skjóta, en heimamenn náðu að kasta sér fyrir boltann og leiktíminn rann út. Lokatölur eins marks sigur Svartfjallalands 25-24 og fögnuður þeirra var ógurlegur. Alexander Petersson hafði heldur betur jafnað sig af veikindunum og var langbesti maður Íslands í dag, en hann skoraði átta mörk. Alexander átti sérstaklega góðan fyrri hálfleik. Varnarleikur Íslands var ekki nægilega góður í dag. Svartfjallaland er með stóra og stæðilega leikmenn sem gátu oftar en ekki stillt sér upp fyrir utan og þrumað boltanum í netið án teljandi vandræða. Í sóknarleiknum gerðu okkar menn svo of mörg mistök sem urðu til þess leiðandi að ekki náðist í stig í Bar. Næsti leikur Íslands er í apríl á næsta ári, en þá mætir lið Serbíu. Serbía vann Svartfjallaland í fyrstu umferðinni og ljóst að leikurinn gegn Serbíu verður þungt próf fyrir okkar menn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira