Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Bjarki Ármannsson skrifar 4. nóvember 2014 20:56 „Ég er bara slakur,“ segir hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson, sem á föstudagskvöld keppir í úrslitaþætti austurrísku hæfileikakeppninnar Die große Chance í beinni útsendingu. Þórsteinn hefur slegið í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, situr nú í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög eftir að hann flutti það í undanúrslitunum. „Ég tek annað eigið lag í úrslitakeppninni,“ segir Þórsteinn. „Ég var að reyna að komast í undanúrslit, það var planið. Að spila þar eigin lag og reyna að koma því í útvarpið. Það svínvirkaði bara einhvern veginn.“Plötusamningurinn kominn í hús Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Aðeins fimm söngvarar eru nú eftir í keppninni en Þórsteinn hefur þurft að etja kappi við allskonar skemmtiatriði. „Það er allt þarna,“ segir hann. „Ég var að keppa á móti módelflugvélum og dönsurum og eitthvað. En þeir eru allir dottnir út.“ Hvernig sem fer á föstudaginn hefur Þórsteinn náð sínu markmiði: Að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins sem segir það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára með hljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.„Pókum“ rignir inn Árangur Þórsteins í keppninni hefur þegar breytt lífi hans til muna. Á æfingum fyrir þáttinn hefur hann notið handleiðslu vanra tónlistarmanna og fólk er þegar byrjað að heilsa honum úti á götu. „Ég var á kaffihúsi með mömmu um daginn og einhver gæi byrjaði bara að syngja Aurora fyrir framan mig,“ segir hann. „Honum fannst það mjög fyndið.“ Jafnframt hefur hann heldur betur orðið var við ákveðinn fylgifisk frægðarinnar, nefnilega kvenhyllina. „Núna allt í einu fær maður hundrað vinabeiðnir og „pók“ á dag á Facebook, allt frá stelpum,“ segir Þórsteinn. „Það er mjög fyndið. Ég er búinn að taka skjáskot af þessu til að gera grín að vinum mínum. Þeir eru svo stoltir af því að fá nokkur pók og ég er að fá kannski þrjátíu á dag.“ Vonarstjarnan unga er eini karlkyns keppandinn sem er eftir í keppninni. Telur hann góðar líkur á að hann fari með sigur úr býtum á föstudaginn? „Það er ein kona sem syngur svona mjög austurrísk lög, svona sveitalög,“ segir Þórsteinn. „Ég gæti alveg trúað að hún muni vinna. Það er ekkert „möst“ fyrir mig að vinna þetta.“ Eurovision Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
„Ég er bara slakur,“ segir hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson, sem á föstudagskvöld keppir í úrslitaþætti austurrísku hæfileikakeppninnar Die große Chance í beinni útsendingu. Þórsteinn hefur slegið í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, situr nú í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög eftir að hann flutti það í undanúrslitunum. „Ég tek annað eigið lag í úrslitakeppninni,“ segir Þórsteinn. „Ég var að reyna að komast í undanúrslit, það var planið. Að spila þar eigin lag og reyna að koma því í útvarpið. Það svínvirkaði bara einhvern veginn.“Plötusamningurinn kominn í hús Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Aðeins fimm söngvarar eru nú eftir í keppninni en Þórsteinn hefur þurft að etja kappi við allskonar skemmtiatriði. „Það er allt þarna,“ segir hann. „Ég var að keppa á móti módelflugvélum og dönsurum og eitthvað. En þeir eru allir dottnir út.“ Hvernig sem fer á föstudaginn hefur Þórsteinn náð sínu markmiði: Að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins sem segir það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára með hljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.„Pókum“ rignir inn Árangur Þórsteins í keppninni hefur þegar breytt lífi hans til muna. Á æfingum fyrir þáttinn hefur hann notið handleiðslu vanra tónlistarmanna og fólk er þegar byrjað að heilsa honum úti á götu. „Ég var á kaffihúsi með mömmu um daginn og einhver gæi byrjaði bara að syngja Aurora fyrir framan mig,“ segir hann. „Honum fannst það mjög fyndið.“ Jafnframt hefur hann heldur betur orðið var við ákveðinn fylgifisk frægðarinnar, nefnilega kvenhyllina. „Núna allt í einu fær maður hundrað vinabeiðnir og „pók“ á dag á Facebook, allt frá stelpum,“ segir Þórsteinn. „Það er mjög fyndið. Ég er búinn að taka skjáskot af þessu til að gera grín að vinum mínum. Þeir eru svo stoltir af því að fá nokkur pók og ég er að fá kannski þrjátíu á dag.“ Vonarstjarnan unga er eini karlkyns keppandinn sem er eftir í keppninni. Telur hann góðar líkur á að hann fari með sigur úr býtum á föstudaginn? „Það er ein kona sem syngur svona mjög austurrísk lög, svona sveitalög,“ segir Þórsteinn. „Ég gæti alveg trúað að hún muni vinna. Það er ekkert „möst“ fyrir mig að vinna þetta.“
Eurovision Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira