Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Bjarki Ármannsson skrifar 4. nóvember 2014 20:56 „Ég er bara slakur,“ segir hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson, sem á föstudagskvöld keppir í úrslitaþætti austurrísku hæfileikakeppninnar Die große Chance í beinni útsendingu. Þórsteinn hefur slegið í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, situr nú í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög eftir að hann flutti það í undanúrslitunum. „Ég tek annað eigið lag í úrslitakeppninni,“ segir Þórsteinn. „Ég var að reyna að komast í undanúrslit, það var planið. Að spila þar eigin lag og reyna að koma því í útvarpið. Það svínvirkaði bara einhvern veginn.“Plötusamningurinn kominn í hús Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Aðeins fimm söngvarar eru nú eftir í keppninni en Þórsteinn hefur þurft að etja kappi við allskonar skemmtiatriði. „Það er allt þarna,“ segir hann. „Ég var að keppa á móti módelflugvélum og dönsurum og eitthvað. En þeir eru allir dottnir út.“ Hvernig sem fer á föstudaginn hefur Þórsteinn náð sínu markmiði: Að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins sem segir það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára með hljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.„Pókum“ rignir inn Árangur Þórsteins í keppninni hefur þegar breytt lífi hans til muna. Á æfingum fyrir þáttinn hefur hann notið handleiðslu vanra tónlistarmanna og fólk er þegar byrjað að heilsa honum úti á götu. „Ég var á kaffihúsi með mömmu um daginn og einhver gæi byrjaði bara að syngja Aurora fyrir framan mig,“ segir hann. „Honum fannst það mjög fyndið.“ Jafnframt hefur hann heldur betur orðið var við ákveðinn fylgifisk frægðarinnar, nefnilega kvenhyllina. „Núna allt í einu fær maður hundrað vinabeiðnir og „pók“ á dag á Facebook, allt frá stelpum,“ segir Þórsteinn. „Það er mjög fyndið. Ég er búinn að taka skjáskot af þessu til að gera grín að vinum mínum. Þeir eru svo stoltir af því að fá nokkur pók og ég er að fá kannski þrjátíu á dag.“ Vonarstjarnan unga er eini karlkyns keppandinn sem er eftir í keppninni. Telur hann góðar líkur á að hann fari með sigur úr býtum á föstudaginn? „Það er ein kona sem syngur svona mjög austurrísk lög, svona sveitalög,“ segir Þórsteinn. „Ég gæti alveg trúað að hún muni vinna. Það er ekkert „möst“ fyrir mig að vinna þetta.“ Eurovision Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Ég er bara slakur,“ segir hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson, sem á föstudagskvöld keppir í úrslitaþætti austurrísku hæfileikakeppninnar Die große Chance í beinni útsendingu. Þórsteinn hefur slegið í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, situr nú í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög eftir að hann flutti það í undanúrslitunum. „Ég tek annað eigið lag í úrslitakeppninni,“ segir Þórsteinn. „Ég var að reyna að komast í undanúrslit, það var planið. Að spila þar eigin lag og reyna að koma því í útvarpið. Það svínvirkaði bara einhvern veginn.“Plötusamningurinn kominn í hús Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Aðeins fimm söngvarar eru nú eftir í keppninni en Þórsteinn hefur þurft að etja kappi við allskonar skemmtiatriði. „Það er allt þarna,“ segir hann. „Ég var að keppa á móti módelflugvélum og dönsurum og eitthvað. En þeir eru allir dottnir út.“ Hvernig sem fer á föstudaginn hefur Þórsteinn náð sínu markmiði: Að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins sem segir það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára með hljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.„Pókum“ rignir inn Árangur Þórsteins í keppninni hefur þegar breytt lífi hans til muna. Á æfingum fyrir þáttinn hefur hann notið handleiðslu vanra tónlistarmanna og fólk er þegar byrjað að heilsa honum úti á götu. „Ég var á kaffihúsi með mömmu um daginn og einhver gæi byrjaði bara að syngja Aurora fyrir framan mig,“ segir hann. „Honum fannst það mjög fyndið.“ Jafnframt hefur hann heldur betur orðið var við ákveðinn fylgifisk frægðarinnar, nefnilega kvenhyllina. „Núna allt í einu fær maður hundrað vinabeiðnir og „pók“ á dag á Facebook, allt frá stelpum,“ segir Þórsteinn. „Það er mjög fyndið. Ég er búinn að taka skjáskot af þessu til að gera grín að vinum mínum. Þeir eru svo stoltir af því að fá nokkur pók og ég er að fá kannski þrjátíu á dag.“ Vonarstjarnan unga er eini karlkyns keppandinn sem er eftir í keppninni. Telur hann góðar líkur á að hann fari með sigur úr býtum á föstudaginn? „Það er ein kona sem syngur svona mjög austurrísk lög, svona sveitalög,“ segir Þórsteinn. „Ég gæti alveg trúað að hún muni vinna. Það er ekkert „möst“ fyrir mig að vinna þetta.“
Eurovision Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira