Van Persie á krísufundi með Hiddink eftir tapið gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2014 11:08 Van Persie gengur af velli eftir tapið gegn Íslandi. Vísir/Valli Robin van Persie hefur greint frá því að hann hafi fengið heimsókn frá Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands, og þeir fundað vegna slæms gengis hollenska liðsins í undankeppni EM 2016. Holland byrjaði undankeppnina á því að tapa gegn Tékklandi á útivelli en liðið vann svo sigur á Kasakstan á heimavelli eftir að hafa lent undir í leiknum. Svo kom 2-0 tapið á Laugardalsvellinum. „Þetta var gott, opið og heiðarlegt samtal. Þetta var samtal sem við þurftum að eiga. Mér skilst að Hiddink muni ræða við hina strákana líka,“ sagði Van Persie við Algemeen Dagblad í Hollandi. „Allir í landsliðinu eru sannfærðir um að þetta þurfi að vera allt öðruvísi og betra hjá okkur. Þjálfarinn sýndi mér hverju hann vildi breyta - hann var beittur og stundum harður, líka við mig. En þannig á það að vera.“ „Ég hef góða tilfinningu eftir samtalið. Þetta var alvarlegt mál en ég fann fyrir miklu trausti.“ Van Persie náði sér engan veginn á strik gegn Íslandi og hefur skorað eitt mark í undankeppninni til þessa. Hann reifst við Klaas-Jan Huntelaaar, samherja sinn, í leiknum gegn Kasakstan en segir að því máli sé nú lokið. „Við fórum vel yfir málið. Við erum báðir sigurvegarar og berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 Van Persie stendur með Hiddink Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum reynda. 14. október 2014 08:29 Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Pínlegt og til skammar Hollenskir fjölmiðlar brugðust illa við tapinu á Íslandi í gær. 14. október 2014 11:00 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Robin van Persie hefur greint frá því að hann hafi fengið heimsókn frá Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands, og þeir fundað vegna slæms gengis hollenska liðsins í undankeppni EM 2016. Holland byrjaði undankeppnina á því að tapa gegn Tékklandi á útivelli en liðið vann svo sigur á Kasakstan á heimavelli eftir að hafa lent undir í leiknum. Svo kom 2-0 tapið á Laugardalsvellinum. „Þetta var gott, opið og heiðarlegt samtal. Þetta var samtal sem við þurftum að eiga. Mér skilst að Hiddink muni ræða við hina strákana líka,“ sagði Van Persie við Algemeen Dagblad í Hollandi. „Allir í landsliðinu eru sannfærðir um að þetta þurfi að vera allt öðruvísi og betra hjá okkur. Þjálfarinn sýndi mér hverju hann vildi breyta - hann var beittur og stundum harður, líka við mig. En þannig á það að vera.“ „Ég hef góða tilfinningu eftir samtalið. Þetta var alvarlegt mál en ég fann fyrir miklu trausti.“ Van Persie náði sér engan veginn á strik gegn Íslandi og hefur skorað eitt mark í undankeppninni til þessa. Hann reifst við Klaas-Jan Huntelaaar, samherja sinn, í leiknum gegn Kasakstan en segir að því máli sé nú lokið. „Við fórum vel yfir málið. Við erum báðir sigurvegarar og berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 Van Persie stendur með Hiddink Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum reynda. 14. október 2014 08:29 Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Pínlegt og til skammar Hollenskir fjölmiðlar brugðust illa við tapinu á Íslandi í gær. 14. október 2014 11:00 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46
Van Persie stendur með Hiddink Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum reynda. 14. október 2014 08:29
Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30
Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15
Pínlegt og til skammar Hollenskir fjölmiðlar brugðust illa við tapinu á Íslandi í gær. 14. október 2014 11:00