Banamaður Bin Laden kemur fram opinberlega Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2014 09:56 Hryðjuverkaleiðtoginn Osama Bin Laden var tekinn af lífi í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í Pakistan þann 2. maí 2011. Vísir/AFP Robert O‘Neill, 38 ára fyrrverandi bandarískur hermaður, segist vera sá sem drap hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í pakistanska bænum Abbottabad 2. maí 2011. Sjónvarpsstöðin Fox News mun brátt sýna þátt í tveimur hlutum þar sem O‘Neill greinir frá því hvernig sérsveitin réðst til atlögu gegn Bin Laden og skaut hann til bana. Breska blaðið MailOnline greinir frá nafni O‘Neill sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í hernum. Í fréttinni eru jafnframt birtar myndir af O'Neill. Í frétt MailOnline kemur fram að O‘Neill hafi hætt í Bandaríkjaher eftir sextán ára starf, nokkru fyrr en samningur hans gerði ráð fyrir og hafi hann þar með misst af ýmsum sjúkra- og eftirlaunaréttindum. Hann kveðst óánægður með það og hafi því ákveðið að koma fram og segja sögu sína. Æðsta stjórn innan fyrrverandi deildar O‘Neill (Navy Seal) hefur í bréfi greint frá því að núverandi sérsveitarmenn séu mjög óánægðir með ákvörðun O‘Neill og að hann verði jafnvel dreginn fyrir dóm fyrir að greina opinberlega frá upplýsingum sem sem trúnaður ríkir yfir. „Trúnaðarupplýsingar eru varðar með lögum,“ segja þeir í bréfinu.52 orður og viðurkenningar O‘Neill ólst upp í koparnámubæ í ríkinu Montana og segir faðir hans, Tom O‘Neill, að sonurinn hafi gengið í herinn nítján ára gamall. Sem liðsmaður sérsveitar hersins á hann að hafa starfað bæði í Írak og Afganistan og hlotið 52 viðurkenningar og orður fyrir störf sín. Tom segir son sinn hafa tekið þátt í rúmlega 400 verkefnum á vegum hersins. Robert O‘Neill hefur áður rætt við fjölmiðla, þar á meðal tímaritið Esquire í mars 2013, en þá kom hann ekki fram undir nafni. Þá lýsti hann yfir óánægju með hvernig herinn færi með hermenn sem hefðu látið af störfum. Í samtali við MailOnline segist Tom O‘Neill nú oft hafa fengið spurninguna um hvort hann óttist að liðsmenn ISIS muni nú leita þá uppi nú þegar Robert hefur ákveðið að segja sína sögu opinberlega. „Þá svara ég að ég muni teikna stærðarinnar skotmark á útidyrnar og segi þeim að reyna að ná okkur.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Robert O‘Neill, 38 ára fyrrverandi bandarískur hermaður, segist vera sá sem drap hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í pakistanska bænum Abbottabad 2. maí 2011. Sjónvarpsstöðin Fox News mun brátt sýna þátt í tveimur hlutum þar sem O‘Neill greinir frá því hvernig sérsveitin réðst til atlögu gegn Bin Laden og skaut hann til bana. Breska blaðið MailOnline greinir frá nafni O‘Neill sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í hernum. Í fréttinni eru jafnframt birtar myndir af O'Neill. Í frétt MailOnline kemur fram að O‘Neill hafi hætt í Bandaríkjaher eftir sextán ára starf, nokkru fyrr en samningur hans gerði ráð fyrir og hafi hann þar með misst af ýmsum sjúkra- og eftirlaunaréttindum. Hann kveðst óánægður með það og hafi því ákveðið að koma fram og segja sögu sína. Æðsta stjórn innan fyrrverandi deildar O‘Neill (Navy Seal) hefur í bréfi greint frá því að núverandi sérsveitarmenn séu mjög óánægðir með ákvörðun O‘Neill og að hann verði jafnvel dreginn fyrir dóm fyrir að greina opinberlega frá upplýsingum sem sem trúnaður ríkir yfir. „Trúnaðarupplýsingar eru varðar með lögum,“ segja þeir í bréfinu.52 orður og viðurkenningar O‘Neill ólst upp í koparnámubæ í ríkinu Montana og segir faðir hans, Tom O‘Neill, að sonurinn hafi gengið í herinn nítján ára gamall. Sem liðsmaður sérsveitar hersins á hann að hafa starfað bæði í Írak og Afganistan og hlotið 52 viðurkenningar og orður fyrir störf sín. Tom segir son sinn hafa tekið þátt í rúmlega 400 verkefnum á vegum hersins. Robert O‘Neill hefur áður rætt við fjölmiðla, þar á meðal tímaritið Esquire í mars 2013, en þá kom hann ekki fram undir nafni. Þá lýsti hann yfir óánægju með hvernig herinn færi með hermenn sem hefðu látið af störfum. Í samtali við MailOnline segist Tom O‘Neill nú oft hafa fengið spurninguna um hvort hann óttist að liðsmenn ISIS muni nú leita þá uppi nú þegar Robert hefur ákveðið að segja sína sögu opinberlega. „Þá svara ég að ég muni teikna stærðarinnar skotmark á útidyrnar og segi þeim að reyna að ná okkur.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira