FH hafði betur gegn botnliði ÍR í lokaleik 8. umferðar í Olís-deild kvenna í kvöld. Lokatölur 26-34, FH í vil en liðið var með 11 marka forystu í hálfleik, 10-21.
Ingibjörg Pálmarsdóttir var markahæst í liði FH með níu mörk, en Heiðdís Rún Guðmundsdóttir kom næst með sjö mörk.
Sólveig Lára Kristjánsdóttir skoraði níu mörk fyrir ÍR sem er enn án stiga í botnsæti deildarinnar. FH er enn í 10. sæti, en nú með fimm stig.
Markaskorarar ÍR:
Sólveig Lára Kristjánsdóttir 9, Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 8, Auður Margrét Pálsdóttir 2, Karen Þorsteinsdóttir 2, Sif Maríudóttir 2, Helena Jónsdóttir 1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1, Karen Tinna Demian 1.
Markaskorarar FH:
Ingibjörg Pálmarsdóttir 9, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 7, Steinunn Snorradóttir 4, Aníta Mjöll Ægisdóttir 4, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 4, Sara Kristjánsdóttir 3, Rebekka Guðmundsdóttir 2, Birna Íris Helgadóttir 1.
Öruggur FH-sigur

Tengdar fréttir

Sigrar hjá HK, ÍBV og Stjörnunni
Þremur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handbolta.