Mikil mengun á Akureyri Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2014 10:04 visir/auðunn Íbúar á Akureyri hafa fengið varúðar sms um að halda sig innandyra í dag og loka gluggum vegna mengunar á svæðinu. Töluverð mengunarlykt finnst í bænum og er nokkuð slæmt skyggni. Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á norður- og vesturlandi. Tilkynningar um mengun hafa borist frá Akureyri, Skagafirði og Stykkishólmi. Hæðstu gildi sem mældust í morgun voru um 5100 míkrógrömm á rúmmetra á Sauðárkróki, um 2700 míkrógrömm á rúmmetra í Stykkishólmi og um 4000 míkrógrömm á rúmmetra á Akureyri. Mengun á Akureyri hefur vaxið jafnt og þétt í alla nótt og náði hámarki í morgun þegar hún var komin í 4000 míkrógrömm. Börn í grunnskólum í bænum fá ekki að fara út í frímínútum. Heldur meiri virkni hefur verið við Bárðarbungu síðasta sólarhring en þann á undan. Yfir 100 skjálftar hafa mælst en enginn þeirra hefur verið fimm eða stærri. Rétt innan við tíu eru stærri en fjögur stig. Stærsti var kl. 16:09 í gær og var hann 4,6. Um tugur skjálfta eru milli 3 og 4 að stærð. Virkni undir norðanverðum bergganginum er svipuð og verið hefur undanfarna daga. Foreldrar barna í Lundaskóla á Akureyri og á leikskólanum Lundaseli hafa fengið tölvupóst þess efnis að börnin verði öll innandyra í dag. Foreldrar þurfa aftur á móti að taka sjálf ákvörðun um það hvort þeir sækja nemendur í skólann þegar skóladegi lýkur eða hvort þau verði látin ganga sjálf heim. Hér að neðan má sjá myndband sem íbúi á Akureyri birtir á Fésbókarsíðu sinni. Þar smá glögglega sjá að nokkur mengun er í Eyjafirði. Innlegg frá Birgir H. Stefánsson. Bárðarbunga Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Íbúar á Akureyri hafa fengið varúðar sms um að halda sig innandyra í dag og loka gluggum vegna mengunar á svæðinu. Töluverð mengunarlykt finnst í bænum og er nokkuð slæmt skyggni. Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á norður- og vesturlandi. Tilkynningar um mengun hafa borist frá Akureyri, Skagafirði og Stykkishólmi. Hæðstu gildi sem mældust í morgun voru um 5100 míkrógrömm á rúmmetra á Sauðárkróki, um 2700 míkrógrömm á rúmmetra í Stykkishólmi og um 4000 míkrógrömm á rúmmetra á Akureyri. Mengun á Akureyri hefur vaxið jafnt og þétt í alla nótt og náði hámarki í morgun þegar hún var komin í 4000 míkrógrömm. Börn í grunnskólum í bænum fá ekki að fara út í frímínútum. Heldur meiri virkni hefur verið við Bárðarbungu síðasta sólarhring en þann á undan. Yfir 100 skjálftar hafa mælst en enginn þeirra hefur verið fimm eða stærri. Rétt innan við tíu eru stærri en fjögur stig. Stærsti var kl. 16:09 í gær og var hann 4,6. Um tugur skjálfta eru milli 3 og 4 að stærð. Virkni undir norðanverðum bergganginum er svipuð og verið hefur undanfarna daga. Foreldrar barna í Lundaskóla á Akureyri og á leikskólanum Lundaseli hafa fengið tölvupóst þess efnis að börnin verði öll innandyra í dag. Foreldrar þurfa aftur á móti að taka sjálf ákvörðun um það hvort þeir sækja nemendur í skólann þegar skóladegi lýkur eða hvort þau verði látin ganga sjálf heim. Hér að neðan má sjá myndband sem íbúi á Akureyri birtir á Fésbókarsíðu sinni. Þar smá glögglega sjá að nokkur mengun er í Eyjafirði. Innlegg frá Birgir H. Stefánsson.
Bárðarbunga Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira