Facebook hugsanlegur áhrifavaldur á jólabókaútgáfuna Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2014 12:12 Egill Örn segir að hugsanlega sé markaði þeim sem byggir á forvitni um hagi annarra svalað eftir öðrum leiðum og því fækkar viðtalsbókunum. Fyrir liggur að veruleg fækkun er í útgáfu ævisagna og endurminninga fyrir þessi jólin. Ástæða þess gæti að einhverju leyti falist í því að fólk tjáir sig um sín mál á samskiptamiðlum og því eftirspurn eftir slíku minni en verið hefur.Markaðurinn ræður Bókatíðindi eru við að koma út en þar liggur landslagið fyrir hvað varðar útgáfu fyrir hið árlega jólabókaflóð. Morgunblaðið rýndi í tölurnar í morgun og kemst að því að veruleg fækkun er í flokki ævisagna og endurminninga, en í fyrra komu út 37 titlar í þeim flokki en aðeins 19 núna. Hvernig má þetta vera, Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda? „Á hverju ári sjáum við svo sem sveiflur innan hvers flokks um sig. Ég held að um ævisögur og endurminningar megi þó segja að þetta hafi verið þróun sem hafi verið í gangi um nokkra hríð. Hinar hefðbundnu viðtalsbækur sem voru svo vinsælar til gjafa fyrir um tíu til fimmtán árum eru á undanhaldi. En, í staðinn erum við að sjá vandaðar og íburðarmiklar ævisögur koma á markaðinn.“Er þetta tregða útgefenda við að gefa þetta út sem veldur eða er þetta þannig að minna berst af handritum og hugmyndum, sem snúa að þessari tegund bóka? „Ég held að við séum fyrst og fremst að svara kalli markaðsins í þessu. Markaðurinn hefur að einhverju leyti verið mettur af viðtalsbókum og endurminningarbókum. Mögulega erum við í niðursveiflu sem svo aftur kemur upp. Ég skal ekki segja. Ég held að við séum fyrst og fremst að svara áhuga markaðarins. Kannski er þessum áhuga mætt með öðrum leiðum í dag svo sem interneti og fleiru.“Facebook, þá væntanlega, fyrst og fremst? „Mögulega, ég skal ekki segja.“Kanónur og fleiri íslensk skáldverk Annað í þessu sem vekur athygli í þessu er veruleg fækkun á útgáfu þýddra skáldsagna. Egill sér það ekki sem neikvætt sé litið á stóru myndina: „Þarna erum við að sjá mjög áhugaverðan viðsnúning í Bókatíðindum frá síðasta ári. Íslenskum skáldsögum fjölgar verulega milli ára. Segja má að sú fækkun sem verður í flokki þýddra skáldsagna komi í formi nýrra íslenskra skáldsagna á þessu ári. Þannig sjáum við fjölgun, sýnist mér, 30 til 40 prósent á árinu í útgáfu nýrra íslenskra skáldsagna. Sem er afar ánægjulegt. Og margar kanónur með bækur í jólabókaflóðinu í ár.“ Jólafréttir Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Fyrir liggur að veruleg fækkun er í útgáfu ævisagna og endurminninga fyrir þessi jólin. Ástæða þess gæti að einhverju leyti falist í því að fólk tjáir sig um sín mál á samskiptamiðlum og því eftirspurn eftir slíku minni en verið hefur.Markaðurinn ræður Bókatíðindi eru við að koma út en þar liggur landslagið fyrir hvað varðar útgáfu fyrir hið árlega jólabókaflóð. Morgunblaðið rýndi í tölurnar í morgun og kemst að því að veruleg fækkun er í flokki ævisagna og endurminninga, en í fyrra komu út 37 titlar í þeim flokki en aðeins 19 núna. Hvernig má þetta vera, Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda? „Á hverju ári sjáum við svo sem sveiflur innan hvers flokks um sig. Ég held að um ævisögur og endurminningar megi þó segja að þetta hafi verið þróun sem hafi verið í gangi um nokkra hríð. Hinar hefðbundnu viðtalsbækur sem voru svo vinsælar til gjafa fyrir um tíu til fimmtán árum eru á undanhaldi. En, í staðinn erum við að sjá vandaðar og íburðarmiklar ævisögur koma á markaðinn.“Er þetta tregða útgefenda við að gefa þetta út sem veldur eða er þetta þannig að minna berst af handritum og hugmyndum, sem snúa að þessari tegund bóka? „Ég held að við séum fyrst og fremst að svara kalli markaðsins í þessu. Markaðurinn hefur að einhverju leyti verið mettur af viðtalsbókum og endurminningarbókum. Mögulega erum við í niðursveiflu sem svo aftur kemur upp. Ég skal ekki segja. Ég held að við séum fyrst og fremst að svara áhuga markaðarins. Kannski er þessum áhuga mætt með öðrum leiðum í dag svo sem interneti og fleiru.“Facebook, þá væntanlega, fyrst og fremst? „Mögulega, ég skal ekki segja.“Kanónur og fleiri íslensk skáldverk Annað í þessu sem vekur athygli í þessu er veruleg fækkun á útgáfu þýddra skáldsagna. Egill sér það ekki sem neikvætt sé litið á stóru myndina: „Þarna erum við að sjá mjög áhugaverðan viðsnúning í Bókatíðindum frá síðasta ári. Íslenskum skáldsögum fjölgar verulega milli ára. Segja má að sú fækkun sem verður í flokki þýddra skáldsagna komi í formi nýrra íslenskra skáldsagna á þessu ári. Þannig sjáum við fjölgun, sýnist mér, 30 til 40 prósent á árinu í útgáfu nýrra íslenskra skáldsagna. Sem er afar ánægjulegt. Og margar kanónur með bækur í jólabókaflóðinu í ár.“
Jólafréttir Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira