Er nóg að vera best í heimi? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 24. október 2014 10:07 Þrátt fyrir mælingar um að hérlendis séu kynin jöfnust í heiminum þá er það því miður svo að frá fæðingu til dánardags er munur á tækifærum kvenna og karla. Hamlandi staðalmyndir um karlmennsku og kvennmennsku hafa þar mikil áhrif. Stúlkum líður verr í skóla en drengjum og hafa minna sjálfstraust við útskrift úr grunnskóla þó þær séu duglegri að lesa. Oft er talað um að konur séu að taka yfir háskólana en þá er ekki horft til þess að vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur sem er slæmt fyrir bæði kynin. Stærri hluti kvenna en karla er einungis með grunnmenntun og virðist sem starfs og verkmenntun sé aðgengilegri körlum en konum. Árið 2013 var óleiðréttur launamunur kynjanna 19,9 % fyrir fullt starf og jókst um 1 % milli ára. Regluleg laun karla árið 2013 voru samkvæmt Hagstofu Íslands 475 þúsund krónur að meðaltali á mánuði meðan sambærileg laun kvenna voru 393 þúsund krónur. Konur eru sem sagt með um 1 milljón króna minna í laun á ári sem jafngildir um 45 milljónum á starfsæfi ef kona vinnur fullan vinnudag. Munurinn er þó enn meiri þar sem konur eru frekar í hlutastörfum. Nær er því að segja að launamunur á starfsæfi sé um 60 milljónir króna, sem er andvirði dágóðs einbýlishúss, til dæmis. Atvinnuþátttaka kvenna á öðrum ársfjórðungi 2014 var 79,4% en karla 86,9% og hefur hlutfall kvenna á vinnurmakaði lækkað hraðar en karla. Þá er langtímaatvinnuleysi meðal kvenna hærra en á meðal karla og hefur farið stigvaxandi. Konur vinna hins vegar mun stærri hluta heimilisverka og ólaunaðra umönnunarstarfa í samfélaginu þó karlar hafi komið meira inn í umönnun barna síðustu ár. Konur í áhrifastöðum eru mun færri en karlar og þær sem ná áhrifastöðum hafa oft lægri laun en karlar. Það að hefðbundin kvennastörf eru lægra metin í samfélaginu hefur síðan bein áhrif á lífeyri og stöðu kynjanna eftir að þáttöku á vinnumarkaði lýkur. Vegna þessa eru konur á hjúkrunarheimilum fjárhagslega lakar settar en karlar þrátt fyrir að þær hafi unnið mun stærri hluta af mikilvægum en ólaunuðum störfum samélagsins. Árið 2008 var samþykkt tillaga Jónönnu Sigurðardóttur þess efnis að allir fái grunnlífeyri óháð tekjum maka sem var afar mikilvægt skref fyrir eldri konur sem höfðu unnið launalaust eða með lág laun alla sína æfi og sáu fram á að fá engan lífeyri. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og afmá þá ósanngjörnu kynjamismunum sem nú er rótgróin í samfélaginu frá vöggu til grafar. Umfang kynbundins ofbeldis gegn konum, ekki síst kynferðisofbeldis er einnig svo gríðarlegt að það er eiginlega óskiljanlegt að við sem berjumst fyrir jafnrétti kynjanna séum ekki brjáluð. Ein af hverjum þremur konum hafa samkvæmt rannsóknum orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, 1 af hverjum 5 hefur orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi eins og nauðgun. Ein af hverjum 10 konum verður fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi áður en hún nær 18 aldursári. Nýjar tegundir af kynferðisofbeldi tengdar internetinu eru æ algengari og krefst annarskonar laga, reglna og viðbragða samfélagsins en áður. Stór hluti þeirra úrræða sem býðst brotaþolum er borinn uppi af konum sem vinna í sjálfboðavinnu, sem sagt enn eitt starfið sem konur vinna án launa og ríkið virðist hafa litla yfrsýn yfir. Þrátt fyrir öll hugsanleg heimsmet okkar Íslendinga í jafnréttismálum er enn mikil þörf fyrir kröftuga femínista og alla baráttu fyrir jöfnum rétti og tækifærum fyrir karla og konur á Íslandi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mælingar um að hérlendis séu kynin jöfnust í heiminum þá er það því miður svo að frá fæðingu til dánardags er munur á tækifærum kvenna og karla. Hamlandi staðalmyndir um karlmennsku og kvennmennsku hafa þar mikil áhrif. Stúlkum líður verr í skóla en drengjum og hafa minna sjálfstraust við útskrift úr grunnskóla þó þær séu duglegri að lesa. Oft er talað um að konur séu að taka yfir háskólana en þá er ekki horft til þess að vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur sem er slæmt fyrir bæði kynin. Stærri hluti kvenna en karla er einungis með grunnmenntun og virðist sem starfs og verkmenntun sé aðgengilegri körlum en konum. Árið 2013 var óleiðréttur launamunur kynjanna 19,9 % fyrir fullt starf og jókst um 1 % milli ára. Regluleg laun karla árið 2013 voru samkvæmt Hagstofu Íslands 475 þúsund krónur að meðaltali á mánuði meðan sambærileg laun kvenna voru 393 þúsund krónur. Konur eru sem sagt með um 1 milljón króna minna í laun á ári sem jafngildir um 45 milljónum á starfsæfi ef kona vinnur fullan vinnudag. Munurinn er þó enn meiri þar sem konur eru frekar í hlutastörfum. Nær er því að segja að launamunur á starfsæfi sé um 60 milljónir króna, sem er andvirði dágóðs einbýlishúss, til dæmis. Atvinnuþátttaka kvenna á öðrum ársfjórðungi 2014 var 79,4% en karla 86,9% og hefur hlutfall kvenna á vinnurmakaði lækkað hraðar en karla. Þá er langtímaatvinnuleysi meðal kvenna hærra en á meðal karla og hefur farið stigvaxandi. Konur vinna hins vegar mun stærri hluta heimilisverka og ólaunaðra umönnunarstarfa í samfélaginu þó karlar hafi komið meira inn í umönnun barna síðustu ár. Konur í áhrifastöðum eru mun færri en karlar og þær sem ná áhrifastöðum hafa oft lægri laun en karlar. Það að hefðbundin kvennastörf eru lægra metin í samfélaginu hefur síðan bein áhrif á lífeyri og stöðu kynjanna eftir að þáttöku á vinnumarkaði lýkur. Vegna þessa eru konur á hjúkrunarheimilum fjárhagslega lakar settar en karlar þrátt fyrir að þær hafi unnið mun stærri hluta af mikilvægum en ólaunuðum störfum samélagsins. Árið 2008 var samþykkt tillaga Jónönnu Sigurðardóttur þess efnis að allir fái grunnlífeyri óháð tekjum maka sem var afar mikilvægt skref fyrir eldri konur sem höfðu unnið launalaust eða með lág laun alla sína æfi og sáu fram á að fá engan lífeyri. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og afmá þá ósanngjörnu kynjamismunum sem nú er rótgróin í samfélaginu frá vöggu til grafar. Umfang kynbundins ofbeldis gegn konum, ekki síst kynferðisofbeldis er einnig svo gríðarlegt að það er eiginlega óskiljanlegt að við sem berjumst fyrir jafnrétti kynjanna séum ekki brjáluð. Ein af hverjum þremur konum hafa samkvæmt rannsóknum orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, 1 af hverjum 5 hefur orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi eins og nauðgun. Ein af hverjum 10 konum verður fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi áður en hún nær 18 aldursári. Nýjar tegundir af kynferðisofbeldi tengdar internetinu eru æ algengari og krefst annarskonar laga, reglna og viðbragða samfélagsins en áður. Stór hluti þeirra úrræða sem býðst brotaþolum er borinn uppi af konum sem vinna í sjálfboðavinnu, sem sagt enn eitt starfið sem konur vinna án launa og ríkið virðist hafa litla yfrsýn yfir. Þrátt fyrir öll hugsanleg heimsmet okkar Íslendinga í jafnréttismálum er enn mikil þörf fyrir kröftuga femínista og alla baráttu fyrir jöfnum rétti og tækifærum fyrir karla og konur á Íslandi, samfélaginu öllu til hagsbóta.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar