Hollráð til rjúpnaskytta úr ræðustól Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2014 10:40 Þórunn Egilsdóttir. Óvænt komu holl ráð úr ræðustól þingsins til þeirra sem ganga til veiða í dag. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu og flutti óvænt holl ráð til rjúpnaskytta. Áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakið máls á vopnavæðingu lögreglunnar og var henni mikið niðri fyrir, máli sem hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga, en Þórunn vék tali sínu óvænt að öðru. „Talandi um byssur og vopnaeign, það leiðir huga minn að því að nú er að renna upp rjúpnaveiðitímabil. Það stendur í 12 daga, það má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi og hvetja sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi,“ sagði Þórunn. Þórunn hélt áfram og sagði mikilvægt að menn gæti varúðar í öllu, viti hvað þeir eru með í höndunum, þekki vopn sín, kanni landslag, láti vita af sér og séu í vatnsheldum skóm með grófum sóla því maður viti aldrei hverju maður lendir í. Vísi er ekki kunnugt um að margir á þinginu séu skotveiðimenn, Guðlaugur Þór Þórðarson er reyndar þekkt skytta, og hann var í þingsal þegar þessi góðu ráð voru flutt. „Já, ég hlustaði af athygli. Þarna kom húsmóðirin að austan, vel meinandi og var með móðurleg ráð til okkar veiðimanna.“En, eru margir veiðimenn á Alþingi? „Nei, í rauninni mjög fáir. Ég held að það sé bara ég. Og, ég klikka ekki á skónum. Ég get alveg sagt þér það. Ekki eftir þessa ræðu,“ sagði Guðlaugur Þór sem lítið hefur komist til veiða þetta haustið, og var reyndar á fundi fjárlaganefndar þegar Vísir náði af honum tali. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu og flutti óvænt holl ráð til rjúpnaskytta. Áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakið máls á vopnavæðingu lögreglunnar og var henni mikið niðri fyrir, máli sem hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga, en Þórunn vék tali sínu óvænt að öðru. „Talandi um byssur og vopnaeign, það leiðir huga minn að því að nú er að renna upp rjúpnaveiðitímabil. Það stendur í 12 daga, það má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi og hvetja sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi,“ sagði Þórunn. Þórunn hélt áfram og sagði mikilvægt að menn gæti varúðar í öllu, viti hvað þeir eru með í höndunum, þekki vopn sín, kanni landslag, láti vita af sér og séu í vatnsheldum skóm með grófum sóla því maður viti aldrei hverju maður lendir í. Vísi er ekki kunnugt um að margir á þinginu séu skotveiðimenn, Guðlaugur Þór Þórðarson er reyndar þekkt skytta, og hann var í þingsal þegar þessi góðu ráð voru flutt. „Já, ég hlustaði af athygli. Þarna kom húsmóðirin að austan, vel meinandi og var með móðurleg ráð til okkar veiðimanna.“En, eru margir veiðimenn á Alþingi? „Nei, í rauninni mjög fáir. Ég held að það sé bara ég. Og, ég klikka ekki á skónum. Ég get alveg sagt þér það. Ekki eftir þessa ræðu,“ sagði Guðlaugur Þór sem lítið hefur komist til veiða þetta haustið, og var reyndar á fundi fjárlaganefndar þegar Vísir náði af honum tali.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira