Innlent

Sextíu skjálftar við Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndin er tekin við gosstöðvarnar í morgun.
Myndin er tekin við gosstöðvarnar í morgun. visir/egill
Rúmlega sextíu jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn en þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Veðurstofu Íslands.

Stærsti skjálftinn varð rétt eftir miðnætti í nótt eða 5,3 af stærð við suðvestanverða öskjuna. Tveir skjálftar yfir fjórum af stærð mældust við Bárðarbunguöskjuna, annar í gær kl. 17:34 4,6 af stærð og hinn kl. 05:48 í morgun 4,3 af stærð auk nokkurra yfir þremur stigum.

Um tugur skjálfta hefur mælst í ganginum á þessu tímabili, allir litlir.

Mikil brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist á Höfn í Hornafirði í gær.

Mengunarmælar sýndu að styrkur SO2 væri á bilinu 9.000-21.000 míkrógrömm á rúmmetra. Almannavarnir sendu út SMS skilaboð til íbúa Hafnar í Hornafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×