Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2014 22:15 Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. Þegar hrefnuveiðar voru leyfðar á ný var það of seint fyrir Brjánslæk, fjölskyldur voru farnar í þrot og fluttar brott. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Brjánslækur á Barðaströnd var árunum í kringum 1980 ein helsta hvalveiðistöð landsins en þaðan veiddu menn hrefnu á smábátum og verkuðu. "Hún var tekin af okkur '85. Heimskan, hún ríður ekki við einteyming," sagði Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk, einn af þeim sem stóðu að hrefnuveiðunum á sínum tíma. Hann vísar til þess þegar Alþingi ákvað að mótmæla ekki banni Alþjóðahvalveiðiráðsins. Árin áður hafði verið uppgangur á Barðaströnd og nærri sextíu börn voru í skóla sveitarinnar á Birkimel. "Þetta fer að hrynja þá, þegar við töpum hvalnum. Þá fækkaði um þriðjung í sveitinni. Yngra fólkið sem var farið að setjast að og vann hérna, það festi sig ekki hérna," sagði Ragnar. Þorpið sem hafði verið að byggjast upp á Krossholtum hætti að vaxa. Húsin tæmdust hvert af öðru og versluninni var lokað. Þeir sem stóðu að hrefnuveiðunum töpuðu miklu."Við vorum fimm sem áttum þetta. Þrír af okkur fóru á hausinn þegar allt féll," sagði Ragnar. Hvalveiðar Um land allt Vesturbyggð Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. Þegar hrefnuveiðar voru leyfðar á ný var það of seint fyrir Brjánslæk, fjölskyldur voru farnar í þrot og fluttar brott. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í þættinum Um land allt á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Brjánslækur á Barðaströnd var árunum í kringum 1980 ein helsta hvalveiðistöð landsins en þaðan veiddu menn hrefnu á smábátum og verkuðu. "Hún var tekin af okkur '85. Heimskan, hún ríður ekki við einteyming," sagði Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk, einn af þeim sem stóðu að hrefnuveiðunum á sínum tíma. Hann vísar til þess þegar Alþingi ákvað að mótmæla ekki banni Alþjóðahvalveiðiráðsins. Árin áður hafði verið uppgangur á Barðaströnd og nærri sextíu börn voru í skóla sveitarinnar á Birkimel. "Þetta fer að hrynja þá, þegar við töpum hvalnum. Þá fækkaði um þriðjung í sveitinni. Yngra fólkið sem var farið að setjast að og vann hérna, það festi sig ekki hérna," sagði Ragnar. Þorpið sem hafði verið að byggjast upp á Krossholtum hætti að vaxa. Húsin tæmdust hvert af öðru og versluninni var lokað. Þeir sem stóðu að hrefnuveiðunum töpuðu miklu."Við vorum fimm sem áttum þetta. Þrír af okkur fóru á hausinn þegar allt féll," sagði Ragnar.
Hvalveiðar Um land allt Vesturbyggð Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum