Tíska og hönnun

Tíu leiðir til að láta fötin þín líta út eins og þau séu dýrari en þau eru

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Það er ekki á allra færi að kaupa rándýra merkjavöru og þurfa að láta sér nægja að versla ódýran tískufatnað, skó og töskur.

Blaðamenn tímaritsins Marie Claire bjóða lesendum upp á tíu ráð sem geta hjálpað við að láta föt, hæla og töskur líta út fyrir að vera dýrara en það er í raun og veru.

1. Skiptið tölum út

Eyðið nokkrum krónum í nýjar tölur og skiptið um tölur á kápum, jökkum eða jafvel skyrtum. Það er ótrúlegt hvað litlar tölur geta gert mikið fyrir klæðnað.

2. Farið með fötin í hreinsun

Ódýr föt líta mun betur út ef þau eru sett í hreinsun. Það fer líka mun betur með fötin og þau endast lengur.

3. Fjarlægið óþarfa aukahluti

Takið allt óþarfa glingur af töskum. Það gerir þær strax mun fágaðri og klassískari.

4. Passið uppá hlutina ykkar

Hugsið vel um skó, töskur og fatnað, þó þessir hlutir hafi ekki kostað ykkur mikið. Góð meðferð tryggir betra ástand flíkanna og þær endast mun lengur ef hugsað er vel um þær.

5. Kaupið karlmannsföt

Oft er betra efni í karlmannsfötum í ódýrari kantinum. Minni stærðir passa yfirleitt á konur og um að gera að kaupa klæðnað sem búinn er til fyrir karlmenn, sérstaklega ef sniðið er frekar hlutlaust.

6. Farið til skósmiðs

Látið skósmið lappa upp á skóna og látið fljótlega skipta um skósóla á ódýrum skóm, áður en þeir byrja að eyðast.

7. Hafið allt í röð og reglu

Hengið klæðnað upp á almennilegum herðatrjám, til dæmis úr við eða á herðatrjám sem eru bólstruð. Raðið skóm og töskum í fallega hillu þannig að þær fái sitt pláss.

8. Farið til klæðskera

Oft er hægt að breyta ódýrum fötum lítillega þannig að þær virki dýrari. En vissara er að láta klæðskera sjá um það.

9. Skiptið um töskuólar

Það getur verið tímafrekt að skipta um ólar á töskum en það borgar sig - sérstaklega þegar gömlu ólarnar eru farnar að veðrast.

10. Fjarlægið verðmerkingar

Stundum breytir það öllu að taka verðmiðann af ódýrri flík. Rífið hann í tætlur og hendið honum í ruslið svo þið þurfið aldrei að sjá hann aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×