Fótbolti

Ólafur Karl: Dómarinn flautar ósjálfrátt

Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar
„Þetta var bara mark. Dómarinn flautar bara ósjálfrátt. Hann veit ekki sjálfur á hvað hann flautar á," sagði Ólafur Karl Finsen, vængmaður Íslands, um dóminn umdeilda í jafntefli gegnum Dönum í umspilinu um sæti á EM 2015 í kvöld.

Aðspurður hvort markmenn séu heilagir svaraði hann: „Mér sýnist það vera þannig. Hann vissi ekki hvað var að. Hann flautaði bara útaf eitthverju."

„Þetta hefði farið langleiðina með þetta, en svona er þetta sport. Það er ekki hægt að væla yfir þessu núna."

„Þetta var mjög erfiður leikur líkamlega og andlega. Mér fannst okkur takast þetta ágætlega. Það var farið af draga að mér í endann."

„Það var mjög erfitt. Mjög súrt að fá það á sig."

„Þeir eru mjög sterkir. Það eru kannski eitthverjir að vanmeta þá útaf þetta er ekki Spánn eða Portúgal, en þeir hafa sýnt það að þeir eru heimsklassalið. Við þurftum 100% einbeitingu í að halda þeim frá markinu, en því miður tókst þetta ekki alveg," sagði Ólafur Karl að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×