ÍBV vann tveggja marka sigur á Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 28-30.
Eyjakonur voru einu marki yfir í hálfleik, 15-16, og héldu út í spennandi leik á Ásvöllum.
Marija Gedroit, stórskytta Hauka, skoraði níu mörk líkt og kollegi hennar í Eyjaliðinu, Vera López.
ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar með átta stig en Haukar í fimmta sæti með fjögur stig eftir fimm leiki.
Haukar - ÍBV 28-30 (15-16)
Mörk Hauka: Marija Gedroit 9, Ásta Björk Agnarsdóttir 6, Karen Helga Díönudóttir 5, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Viktoria Valdimarsdóttir 2, Silja Ísberg 1, Gunnhildur Pétursdóttir 1.
Mörk ÍBV: Vera Lópes 9, Díana Dögg Magnúsdóttir 7, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 7, Telma Amado 4, Ester Óskarsdóttir 3.
Eyjakonur unnu á Ásvöllum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
