Formaður stuðningsmannaklúbbs Lilleström: Rúnar yrði vinsæll kostur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 10:45 Rúnar hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari í þrígang sem þjálfari KR. Vísir/Valli Eins og fram hefur komið á Vísi mun Svíinn Magnus Haglund hætta sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið. Í grein sem birtist á Nettavisen er farið yfir hugsanlega arftaka Haglunds, en þar er Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, nefndur til sögunnar, líkt og Morten Tandberg, þjálfari Bærum í norsku B-deildinni, Magnus Powell, aðstoðarþjálfari Lilleström, og Brian Deane, þjálfari Sarpsborg 08. Rúnar er fyrrverandi leikmaður Lilleström og góðvinur Torgeirs Bjarmann, núverandi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. „Rúnar yrði vinsæll kostur og hann er líklegastur til að taka við starfinu. Hann mun auka stemninguna í Lilleström,“ segir Kenneth Kvebek, formaður stuðningsmannaklúbbs félagsins í samtali við Nettavisen. Morten Tandberg kemur einnig sterklega til greina samkvæmt Nettavisen. Hann hefur gert góða hluti með B-deildarlið Bærum, en ekkert lið í deildinni hefur úr minni fjármunum að spila en Bærum. „Það er gaman að vera orðaður við lið í úrvalsdeildinni,“ segir hinn 35 ára gamli Tandberg í samtali við Nettavisen, en hann segir að hann sé tilbúinn að þjálfa í úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur. Kvebek segir að Tandberg sé spennandi kostur, en hann er þó efins. Kvebek bendir á að það sé allt annað að þjálfa úrvalsdeildarlið og B-deildarlið og Tandberg hefði eflaust gott af því að ná sér fyrst í reynslu sem aðstoðarþjálfari í efstu deild.Brian Deane í búningi Leeds United.Vísir/GettyMagnus Powell og Brian Deane koma einnig til greina samkvæmt Nettavisen, en þykja ekki jafn líklegir og Rúnar og Tandberg. Powell, sem er sænskur, lék um fimm ára skeið með Lillestrom og hefur öðlast dýrmæta reynslu sem aðstoðarþjálfari hjá Haglund. Hann hefur hug á að reyna sig sem aðalþjálfari og er langt kominn með UEFA-Pro námið, en gráðan er sú hæsta sem þjálfarar í Evrópu geta fengið. Þess má geta að Rúnar hefur klárað UEFA-Pro námið. Deane, sem lék þrjá landsleiki fyrir England á sínum tíma og skoraði m.a. fyrsta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, þykir hafa gert fína hluti hjá Sarpsborg, en Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu. Í samtali við Nettavisen segir Deane að Lillestrom sé stórt félag og að hann eigi vini sem hafa spilað þar. Englendingurinn segir ennfremur að það sé heiður að vera orðaður við félag af þessari stærðargráðu. Deane hættir hjá Sarpsborg eftir tímabilið, en hann vildi ekki svara því hvort hann hefði fengið einhver starfstilboð að undanförnu. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58 „Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Eins og fram hefur komið á Vísi mun Svíinn Magnus Haglund hætta sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið. Í grein sem birtist á Nettavisen er farið yfir hugsanlega arftaka Haglunds, en þar er Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, nefndur til sögunnar, líkt og Morten Tandberg, þjálfari Bærum í norsku B-deildinni, Magnus Powell, aðstoðarþjálfari Lilleström, og Brian Deane, þjálfari Sarpsborg 08. Rúnar er fyrrverandi leikmaður Lilleström og góðvinur Torgeirs Bjarmann, núverandi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. „Rúnar yrði vinsæll kostur og hann er líklegastur til að taka við starfinu. Hann mun auka stemninguna í Lilleström,“ segir Kenneth Kvebek, formaður stuðningsmannaklúbbs félagsins í samtali við Nettavisen. Morten Tandberg kemur einnig sterklega til greina samkvæmt Nettavisen. Hann hefur gert góða hluti með B-deildarlið Bærum, en ekkert lið í deildinni hefur úr minni fjármunum að spila en Bærum. „Það er gaman að vera orðaður við lið í úrvalsdeildinni,“ segir hinn 35 ára gamli Tandberg í samtali við Nettavisen, en hann segir að hann sé tilbúinn að þjálfa í úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur. Kvebek segir að Tandberg sé spennandi kostur, en hann er þó efins. Kvebek bendir á að það sé allt annað að þjálfa úrvalsdeildarlið og B-deildarlið og Tandberg hefði eflaust gott af því að ná sér fyrst í reynslu sem aðstoðarþjálfari í efstu deild.Brian Deane í búningi Leeds United.Vísir/GettyMagnus Powell og Brian Deane koma einnig til greina samkvæmt Nettavisen, en þykja ekki jafn líklegir og Rúnar og Tandberg. Powell, sem er sænskur, lék um fimm ára skeið með Lillestrom og hefur öðlast dýrmæta reynslu sem aðstoðarþjálfari hjá Haglund. Hann hefur hug á að reyna sig sem aðalþjálfari og er langt kominn með UEFA-Pro námið, en gráðan er sú hæsta sem þjálfarar í Evrópu geta fengið. Þess má geta að Rúnar hefur klárað UEFA-Pro námið. Deane, sem lék þrjá landsleiki fyrir England á sínum tíma og skoraði m.a. fyrsta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, þykir hafa gert fína hluti hjá Sarpsborg, en Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu. Í samtali við Nettavisen segir Deane að Lillestrom sé stórt félag og að hann eigi vini sem hafa spilað þar. Englendingurinn segir ennfremur að það sé heiður að vera orðaður við félag af þessari stærðargráðu. Deane hættir hjá Sarpsborg eftir tímabilið, en hann vildi ekki svara því hvort hann hefði fengið einhver starfstilboð að undanförnu.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58 „Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58
„Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00