Skógræktarmenn rífast um vernd Teigsskógar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2014 12:30 Vegamálastjóri sýnir ráðherra vegamála Teigsskóg á leið þeirra til fundar um samgöngumál á Vestfjörðum í fyrrasumar. Fréttablaðið/Daníel. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún tekur fram að hún styðji ekki yfirlýsingu stjórnar Skógræktarfélags Íslands um vegagerð um Teigsskóg. Þar lýsti stjórn Skógræktarfélags Íslands því sem haldlausum rökum og yfirvarpi gegn nauðsynlegum vegabótum að vernda þyrfti Teigsskóg enda yrði skaðinn óverulegur, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. „Óhóflegar og illa rökstuddar verndarkröfur mega ekki hindra að lagðir verði nútímalegir vegir um sýsluna,“ sagði stjórn Skógæktarfélags Íslands. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir í samþykkt sinni að ályktun stjórnar Skógræktarfélags Íslands hafi á aðalfundi í ágúst hlotið dræmar undirtektir og verið vísað til stjórnar. „Ályktun stjórnar félagsins er ekki í samræmi við vilja kjörinna fulltrúa skógræktarfélaga í landinu eins og hann birtist á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands,“ segir í samþykkt stjórnar Skógæktarfélags Reykjavíkur, sem Þröstur Ólafsson formaður ritar undir. „Rökin voru meðal annars þau að hlutverk S.Í. væri að stuðla að skógrækt og verndun skóga og skógaleifa og vinna gegn eyðingu skóga og síst af öllu að taka afstöðu í þjóðfélagsdeilu með þeim hætti að styðja þann málstað að skógur skyldi ruddur á stóru svæði.“ Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir ennfremur: „Vegarlagning um Teigsskóg hefur um langa hríð valdið deilum í samfélaginu, þar sem fjölmargir náttúruverndarmenn, þ.á m. skógræktarmenn, hafa lýst sig andvíga þeirri skógareyðingu sem óhjákvæmilega hlytist af. Bent hefur verið á að aðrir kostir á vegtengingum séu fyrir hendi. Teigsskógur myndar samfellt kjarr og er einn heillegasti og um leið fallegasti villti birkiskógurinn á Vestfjörðum. Með uppbyggðum vegi yrði eyðilagður skógur á um sex hektara svæði auk þess sem gamalgróið vistkerfi skógarins yrði rofið. Þeir eru ófáir sem líta svo á að þessi skógur sé gersemi sem beri að vernda.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún tekur fram að hún styðji ekki yfirlýsingu stjórnar Skógræktarfélags Íslands um vegagerð um Teigsskóg. Þar lýsti stjórn Skógræktarfélags Íslands því sem haldlausum rökum og yfirvarpi gegn nauðsynlegum vegabótum að vernda þyrfti Teigsskóg enda yrði skaðinn óverulegur, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. „Óhóflegar og illa rökstuddar verndarkröfur mega ekki hindra að lagðir verði nútímalegir vegir um sýsluna,“ sagði stjórn Skógæktarfélags Íslands. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir í samþykkt sinni að ályktun stjórnar Skógræktarfélags Íslands hafi á aðalfundi í ágúst hlotið dræmar undirtektir og verið vísað til stjórnar. „Ályktun stjórnar félagsins er ekki í samræmi við vilja kjörinna fulltrúa skógræktarfélaga í landinu eins og hann birtist á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands,“ segir í samþykkt stjórnar Skógæktarfélags Reykjavíkur, sem Þröstur Ólafsson formaður ritar undir. „Rökin voru meðal annars þau að hlutverk S.Í. væri að stuðla að skógrækt og verndun skóga og skógaleifa og vinna gegn eyðingu skóga og síst af öllu að taka afstöðu í þjóðfélagsdeilu með þeim hætti að styðja þann málstað að skógur skyldi ruddur á stóru svæði.“ Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir ennfremur: „Vegarlagning um Teigsskóg hefur um langa hríð valdið deilum í samfélaginu, þar sem fjölmargir náttúruverndarmenn, þ.á m. skógræktarmenn, hafa lýst sig andvíga þeirri skógareyðingu sem óhjákvæmilega hlytist af. Bent hefur verið á að aðrir kostir á vegtengingum séu fyrir hendi. Teigsskógur myndar samfellt kjarr og er einn heillegasti og um leið fallegasti villti birkiskógurinn á Vestfjörðum. Með uppbyggðum vegi yrði eyðilagður skógur á um sex hektara svæði auk þess sem gamalgróið vistkerfi skógarins yrði rofið. Þeir eru ófáir sem líta svo á að þessi skógur sé gersemi sem beri að vernda.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30
Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00
Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45