Fótbolti

Fimmtán ára strákur kláraði Lilleström

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ødegaard í sínum fyrsta landsleik á dögunum.
Ødegaard í sínum fyrsta landsleik á dögunum. Vísir/Getty
Normaðurinn efnilegi Martin Ødegaard gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk Strømsgodset gegn Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Ødegaard kom Strømsgodset yfir á 21. mínútu og tvöfaldaði forystuna með sínu öðru marki tuttugu mínútum síðar.

Frode Kippe minnkaði muninn fyrir Lilleström undir lok leiks, en nær komust þeir ekki.

Ødegaarg er einungis fimmtán ára gamall, en hann verður ekki sextán fyrr en í desember. Hann spilaði meðal annars sinn fyrsta landsleik á dögunum og sló hann þá met Sigurðs Jónssonar að vera yngsti leikmaður til að spila í undankeppni EM frá upphafi.

Pálmi Rafn Pálmason spilaði fyrstu 73. mínúturnar í liði Lilleström.

Rúnar Kristinsson er mikið orðaður við stjórastöðuna hjá Lilleström þessa daganna, en líklegt er að það skýrist betur á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×