Byron Scott spáir því að Kobe verði ekki góður þjálfari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2014 13:30 Kobe Bryant. Vísir/Getty Byron Scott fær það verðuga verkefni að koma Los Angeles Lakers liðinu aftur á réttan kjöl í NBA-deildinni í körfubolta eftir erfitt tímabil þar sem liðið missti af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tæpan áratug. Kobe Bryant missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og margir bíða spenntir eftir því hvernig þessi 36 ára gamli leikmaður kemur til baka eftir erfið meiðsli. Byron Scott var spurður út í Kobe í gær. „Ég býst við að hann spili alla 82 leikina og spili vel," sagði Byron Scott um væntingar sínar til Kobe sem spilaði aðeins sex leiki á síðasta tímabili. „Ef ég segi alveg eins og er þá er Kobe þannig leikmaður sem mun vera með 23 eða 24 stig að meðaltali í leik. Okkar aðalstarf er að halda honum heilum," sagði Byron Scott. Kobe Bryant hefur aldrei talað um það opinberlega að hann hafi áhuga á þjálfun eftir að hann leggur skóna á hilluna en Byron Scott hefur líka enga trú á því að Kobe geti orðið góður þjálfari. „Hann er alltof harður. Hann myndi krefjast miklu meira af leikmönnunum en menn eins og ég eða Pat Riley. Hann myndi setja sömu kröfur á leikmenn sína og hann setur á sig sjálfan. Það væri erfitt fyrir þá að hafa sömu ástríðu fyrir leiknum, hafa sömu ást á leiknum eða vera jafn skuldbundinn körfuboltanum og Kobe," sagði Scott. Bryant er að hefja sitt 19. tímabil í NBA-deildinni en meiðslin sáu til þess að hann á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að ógna stigameti Kareem Abdul-Jabbar. Kobe er nú í fjórða sætinu, 592 stigum á eftir Michael Jordan og 6687 stigum á eftir Abdul-Jabbar. NBA Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Sjá meira
Byron Scott fær það verðuga verkefni að koma Los Angeles Lakers liðinu aftur á réttan kjöl í NBA-deildinni í körfubolta eftir erfitt tímabil þar sem liðið missti af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tæpan áratug. Kobe Bryant missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og margir bíða spenntir eftir því hvernig þessi 36 ára gamli leikmaður kemur til baka eftir erfið meiðsli. Byron Scott var spurður út í Kobe í gær. „Ég býst við að hann spili alla 82 leikina og spili vel," sagði Byron Scott um væntingar sínar til Kobe sem spilaði aðeins sex leiki á síðasta tímabili. „Ef ég segi alveg eins og er þá er Kobe þannig leikmaður sem mun vera með 23 eða 24 stig að meðaltali í leik. Okkar aðalstarf er að halda honum heilum," sagði Byron Scott. Kobe Bryant hefur aldrei talað um það opinberlega að hann hafi áhuga á þjálfun eftir að hann leggur skóna á hilluna en Byron Scott hefur líka enga trú á því að Kobe geti orðið góður þjálfari. „Hann er alltof harður. Hann myndi krefjast miklu meira af leikmönnunum en menn eins og ég eða Pat Riley. Hann myndi setja sömu kröfur á leikmenn sína og hann setur á sig sjálfan. Það væri erfitt fyrir þá að hafa sömu ástríðu fyrir leiknum, hafa sömu ást á leiknum eða vera jafn skuldbundinn körfuboltanum og Kobe," sagði Scott. Bryant er að hefja sitt 19. tímabil í NBA-deildinni en meiðslin sáu til þess að hann á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að ógna stigameti Kareem Abdul-Jabbar. Kobe er nú í fjórða sætinu, 592 stigum á eftir Michael Jordan og 6687 stigum á eftir Abdul-Jabbar.
NBA Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Sjá meira