Heimir heldur að sér spilunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 14:30 Vísir/Stefán Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í ótrúlegum uppgangi FH í íslenskri knattspyrnu en hann fær tækifæri á morgun til að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil með félaginu. Titlana hefur hann unnið sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og nú þjálfari. Þar að auki þekkir hann tilfinninguna að fara í úrslitaleik sem þennan gegn Stjörnunni á morgun. Heimir var leikmaður KR í frægum úrslitaleik gegn ÍA í lokaumferð Íslandsmótsins árið 1996. Heimir ræddi við Vísi fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær og valdi orð sín vandlega í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann hafi verið byrjaður að hugsa um leikinn gegn Stjörnunni áður en þessi vika rann upp. „Mikilvægast fyrir okkur er að koma út í leikinn og spila okkar leik. Við verðum að halda okkur við það sem við erum góðir í - og sleppa því sem við erum ekki góðir í,“ sagði Heimir. „Við byrjum á því og svo þegar líður á leikinn þá þurfum við að aðlagast honum.“ Hann hrósaði báðum liðum og sagði þau vera bæði með öfluga leikmenn, gott skipulag og mikið sjálfstraust. „Stjarnan hefur verið afar öflug það sem af er sumri. Ég held að þetta verði úrslitaleikur sem fólk vilji sjá.“ Heimir á von á markaleik. „Bæði lið eru sóknarþenkjandi og með öfluga sóknarmenn sem eru góðir í því að brjóta niður varnir. Það verður boðið upp á góðan sóknarleik í þessum leik.“Vísir/StefánEitt allra hættulegasta vopn Stjörnunnar eru skyndisóknir liðsins en Heimir er með ákveðnar lausnir í huga gegn þeim. „Ég get þó því miður ekki gefið upp hvernig við ætlum að stöðva þær. En skyndisóknir Stjörnunnar eru mjög öflugar og þar eru þeir með fjóra lykilmenn.“ Heimir byrjaði að leggja upp leikinn fyrir leikmenn á æfingunni á fimmtudag en hann segir að það sé ekki of seint. „Ég tel það hárréttan tíma til að byrja að undirbúa liðið fyrir leikinn. Því það getur unnið gegn leikmönnum ef maður ætlar að eyða of löngum tíma í undirbúninginn og vera með of mikið af upplýsingum.“ Hann segir mikilvægast að hver og einn fái að sinna sínum undirbúningi fyrir leikinni eins og viðkomandi telji best. „Leikmenn eru eins ólíkir og þeir eru margir en mestu máli skiptir er að láta utanaðkomandi áreiti ekki hafa áhrif á mann,“ segir Heimir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir í jakkafötum: Ég tapaði veðmáli Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vakti mikla athygli á hliðarlínunni í Kópavogi í kvöld. Heimir var mættur í huggulegum jakkafötum en hann hefur ekki sést fara úr FH-gallanum síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. 3. ágúst 2011 21:47 Í eigin Heimi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, varð um síðustu helgi fyrstur þjálfara til að vinna hundrað leiki í efstu deild með einu félagi. FH-ingar hafa sigrað í þrettán eða fleiri leikjum á fyrstu sjö tímabilum Heimis síðan hann tók við í Krikanum. 25. september 2014 06:30 Sögustundin: ÍA - KR 1996 Vísir rifjar upp frægan leik ÍA og KR frá árinu 1996. 2. október 2014 16:15 Ólafur hættur hjá FH - Heimir tekur við Ólafur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari bikarmeistara FH og við starfi hans tekur fyrrverandi aðstoðarmaður hans Heimir Guðjónsson. Þetta staðfestir félagið fréttatiltilkynningu í dag. 10. október 2007 14:41 Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. 2. október 2014 07:30 Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni. 27. september 2010 17:04 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í ótrúlegum uppgangi FH í íslenskri knattspyrnu en hann fær tækifæri á morgun til að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil með félaginu. Titlana hefur hann unnið sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og nú þjálfari. Þar að auki þekkir hann tilfinninguna að fara í úrslitaleik sem þennan gegn Stjörnunni á morgun. Heimir var leikmaður KR í frægum úrslitaleik gegn ÍA í lokaumferð Íslandsmótsins árið 1996. Heimir ræddi við Vísi fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær og valdi orð sín vandlega í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann hafi verið byrjaður að hugsa um leikinn gegn Stjörnunni áður en þessi vika rann upp. „Mikilvægast fyrir okkur er að koma út í leikinn og spila okkar leik. Við verðum að halda okkur við það sem við erum góðir í - og sleppa því sem við erum ekki góðir í,“ sagði Heimir. „Við byrjum á því og svo þegar líður á leikinn þá þurfum við að aðlagast honum.“ Hann hrósaði báðum liðum og sagði þau vera bæði með öfluga leikmenn, gott skipulag og mikið sjálfstraust. „Stjarnan hefur verið afar öflug það sem af er sumri. Ég held að þetta verði úrslitaleikur sem fólk vilji sjá.“ Heimir á von á markaleik. „Bæði lið eru sóknarþenkjandi og með öfluga sóknarmenn sem eru góðir í því að brjóta niður varnir. Það verður boðið upp á góðan sóknarleik í þessum leik.“Vísir/StefánEitt allra hættulegasta vopn Stjörnunnar eru skyndisóknir liðsins en Heimir er með ákveðnar lausnir í huga gegn þeim. „Ég get þó því miður ekki gefið upp hvernig við ætlum að stöðva þær. En skyndisóknir Stjörnunnar eru mjög öflugar og þar eru þeir með fjóra lykilmenn.“ Heimir byrjaði að leggja upp leikinn fyrir leikmenn á æfingunni á fimmtudag en hann segir að það sé ekki of seint. „Ég tel það hárréttan tíma til að byrja að undirbúa liðið fyrir leikinn. Því það getur unnið gegn leikmönnum ef maður ætlar að eyða of löngum tíma í undirbúninginn og vera með of mikið af upplýsingum.“ Hann segir mikilvægast að hver og einn fái að sinna sínum undirbúningi fyrir leikinni eins og viðkomandi telji best. „Leikmenn eru eins ólíkir og þeir eru margir en mestu máli skiptir er að láta utanaðkomandi áreiti ekki hafa áhrif á mann,“ segir Heimir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir í jakkafötum: Ég tapaði veðmáli Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vakti mikla athygli á hliðarlínunni í Kópavogi í kvöld. Heimir var mættur í huggulegum jakkafötum en hann hefur ekki sést fara úr FH-gallanum síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. 3. ágúst 2011 21:47 Í eigin Heimi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, varð um síðustu helgi fyrstur þjálfara til að vinna hundrað leiki í efstu deild með einu félagi. FH-ingar hafa sigrað í þrettán eða fleiri leikjum á fyrstu sjö tímabilum Heimis síðan hann tók við í Krikanum. 25. september 2014 06:30 Sögustundin: ÍA - KR 1996 Vísir rifjar upp frægan leik ÍA og KR frá árinu 1996. 2. október 2014 16:15 Ólafur hættur hjá FH - Heimir tekur við Ólafur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari bikarmeistara FH og við starfi hans tekur fyrrverandi aðstoðarmaður hans Heimir Guðjónsson. Þetta staðfestir félagið fréttatiltilkynningu í dag. 10. október 2007 14:41 Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. 2. október 2014 07:30 Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni. 27. september 2010 17:04 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Heimir í jakkafötum: Ég tapaði veðmáli Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vakti mikla athygli á hliðarlínunni í Kópavogi í kvöld. Heimir var mættur í huggulegum jakkafötum en hann hefur ekki sést fara úr FH-gallanum síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. 3. ágúst 2011 21:47
Í eigin Heimi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, varð um síðustu helgi fyrstur þjálfara til að vinna hundrað leiki í efstu deild með einu félagi. FH-ingar hafa sigrað í þrettán eða fleiri leikjum á fyrstu sjö tímabilum Heimis síðan hann tók við í Krikanum. 25. september 2014 06:30
Sögustundin: ÍA - KR 1996 Vísir rifjar upp frægan leik ÍA og KR frá árinu 1996. 2. október 2014 16:15
Ólafur hættur hjá FH - Heimir tekur við Ólafur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari bikarmeistara FH og við starfi hans tekur fyrrverandi aðstoðarmaður hans Heimir Guðjónsson. Þetta staðfestir félagið fréttatiltilkynningu í dag. 10. október 2007 14:41
Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. 2. október 2014 07:30
Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni. 27. september 2010 17:04