Hvorki niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2014 14:40 Lára Rúnarsdóttir segir að það hafi komið sér mikið á óvart að fallið hafi verið frá nýrri reglu í forkeppni Eurovision. Vísir/Valli/GVA Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona, segir að RÚV hafi sýnt mikinn kjark og hugrekki með því að setja nýja reglu í forkeppni Eurovision. Þar var lagt til að ein kona yrði að vera í höfundarteymi að minnsta kosti helmings laganna sem kæmust í undanúrslit. Lára segir að henni hafi hvorki fundist þessi regla niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur. Hún segir jafnframt að það hafi komið sér mikið á óvart að ekki hefði þurft meira til til þess að fallið yrði frá reglunni. „Auðvitað koma alltaf fram gagnrýnisraddir og umræðan á samfélagsmiðlunum getur oft verið óvægin. Mér fannst líka að skrýtið að karlmenn hafi stigið fram og sagt að þetta væri niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir þó að framkvæmdin hefði getað verið öðruvísi og að RÚV hefði getað rökstutt og útskýrt nýju regluna betur en á heildina litið telur hún að þetta hefði verið jákvæð breyting. „Það skapaðist mjög skemmtileg umræða á meðal tónlistarkvenna um þessa nýju reglu og þetta virtist hafa mikil hvetjandi áhrif. Svo er þetta dregið til baka og þá er um leið dregið úr hvatningunni til tónlistarkvenna. Ég velti því fyrir mér af hverju ekki megi prófa þetta í eitt ár til þess að sjá hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Lára.Lára RúnarsdóttirVísir/Valli„Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar“ Rannsókn sem Lára gerði sýndi að það hallar mjög á konur í íslenskum tónlistarheimi. Lára segir að það sé löngu tímabært að skoða þessi mál. „Þetta er einfaldlega kerfisvilla sem hefur fengið að grassera í lengri tíma. Kynjakvótar geta oft verið nauðsynlegir sem skammtímalausn í átt að langtímabreytingum. Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar.“ Lára segir að með stofnun KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, komi ákveðið aðhald. Stofnun félagsins sýni einmitt að tónlistarkonur þurfa að standa saman og vinna að því að kynjahlutföllin verði jafnari í tónlistarheiminum.Niðurstöður rannsóknar Láru má sjá hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55 New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46 Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13 „Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona, segir að RÚV hafi sýnt mikinn kjark og hugrekki með því að setja nýja reglu í forkeppni Eurovision. Þar var lagt til að ein kona yrði að vera í höfundarteymi að minnsta kosti helmings laganna sem kæmust í undanúrslit. Lára segir að henni hafi hvorki fundist þessi regla niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur. Hún segir jafnframt að það hafi komið sér mikið á óvart að ekki hefði þurft meira til til þess að fallið yrði frá reglunni. „Auðvitað koma alltaf fram gagnrýnisraddir og umræðan á samfélagsmiðlunum getur oft verið óvægin. Mér fannst líka að skrýtið að karlmenn hafi stigið fram og sagt að þetta væri niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir þó að framkvæmdin hefði getað verið öðruvísi og að RÚV hefði getað rökstutt og útskýrt nýju regluna betur en á heildina litið telur hún að þetta hefði verið jákvæð breyting. „Það skapaðist mjög skemmtileg umræða á meðal tónlistarkvenna um þessa nýju reglu og þetta virtist hafa mikil hvetjandi áhrif. Svo er þetta dregið til baka og þá er um leið dregið úr hvatningunni til tónlistarkvenna. Ég velti því fyrir mér af hverju ekki megi prófa þetta í eitt ár til þess að sjá hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Lára.Lára RúnarsdóttirVísir/Valli„Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar“ Rannsókn sem Lára gerði sýndi að það hallar mjög á konur í íslenskum tónlistarheimi. Lára segir að það sé löngu tímabært að skoða þessi mál. „Þetta er einfaldlega kerfisvilla sem hefur fengið að grassera í lengri tíma. Kynjakvótar geta oft verið nauðsynlegir sem skammtímalausn í átt að langtímabreytingum. Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar.“ Lára segir að með stofnun KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, komi ákveðið aðhald. Stofnun félagsins sýni einmitt að tónlistarkonur þurfa að standa saman og vinna að því að kynjahlutföllin verði jafnari í tónlistarheiminum.Niðurstöður rannsóknar Láru má sjá hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55 New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46 Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13 „Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55
New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46
Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53
Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13
„Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33