NBA-deildin gerir þrjú þúsund milljarða sjónvarpssamning Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. október 2014 16:00 Spurs er eitt af þeim liðum sem talið er hvað best rekið í NBA-deildinni. Auknar sjónvarpstekjur gætu komið sér vel fyrir liðið. Vísir/Getty NBA-deildin hefur nú gert nýjan samning um sjónvarpsrétt við sjónvarpsstöðvarnar ESPN og TNT. Samningurinn hljóðar upp á 24 milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega þrjú þúsund milljarða yfir níu ára tímabil. Árlegar tekjur NBA-deildarinnar af samningnum verða um þrefalt hærri en núverandi sjónvarpssamningur gefur deildinni. Samningurinn nýi tekur gildi tímabilið 2016 – 2017. Hann mun hafa áhrif á launaþak liðanna í NBA-deildinni, því þakið er reiknað út frá tekjum deildarinnar. Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um samninginn í morgun hefur það lengi legið fyrir að hann myndi færa deildinni auknar tekjur og þannig hafa áhrif á launaþakið. Þannig má til dæmis útskýra ákvörðun LeBron James að semja við Cleveland Cavaliers til tveggja ára útfrá þessum nýja sjónvarpssamningi.LeBron James vissi hvað hann var að gera þegar hann samdi við Cavs til tveggja ára.Vísir/GettyLeikmannasamningar í NBA-deildinni eru talsvert staðlaðari en þekkist í öðrum íþróttum, eins og til dæmis knattspyrnu. Þannig mun þessi nýji sjónvarpssamningur líklegast hækka laun leikmanna umtalsvert á komandi árum. Þetta gefur liðum einnig tækifæri – allavega fyrst um sinn – að fjölga sterkum, launaháum leikmönnum. Samningurinn er sem fyrr segir við TNT og ESPN, sem hafa sýnt leiki deildarinnar í Bandaríkjunum undanfarin ár. Talið var að sjónvarpsstöðin Fox Sports One myndi komast inn í samninginn og fá sýningarrétt á einhverjum leikjum. Svo varð ekki. Ein helsta breytingin á fyrirkomulagi útsendinga verða beinar netútsendingar ESPN. Stöðin mun sýna nokkra leiki í beinni útsendingu í gegnum vefsíðu sína, en hingað til hefur ESPN sýnt leiki í gegnum áskriftasjónvarp. NBA Tengdar fréttir Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15 LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
NBA-deildin hefur nú gert nýjan samning um sjónvarpsrétt við sjónvarpsstöðvarnar ESPN og TNT. Samningurinn hljóðar upp á 24 milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega þrjú þúsund milljarða yfir níu ára tímabil. Árlegar tekjur NBA-deildarinnar af samningnum verða um þrefalt hærri en núverandi sjónvarpssamningur gefur deildinni. Samningurinn nýi tekur gildi tímabilið 2016 – 2017. Hann mun hafa áhrif á launaþak liðanna í NBA-deildinni, því þakið er reiknað út frá tekjum deildarinnar. Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um samninginn í morgun hefur það lengi legið fyrir að hann myndi færa deildinni auknar tekjur og þannig hafa áhrif á launaþakið. Þannig má til dæmis útskýra ákvörðun LeBron James að semja við Cleveland Cavaliers til tveggja ára útfrá þessum nýja sjónvarpssamningi.LeBron James vissi hvað hann var að gera þegar hann samdi við Cavs til tveggja ára.Vísir/GettyLeikmannasamningar í NBA-deildinni eru talsvert staðlaðari en þekkist í öðrum íþróttum, eins og til dæmis knattspyrnu. Þannig mun þessi nýji sjónvarpssamningur líklegast hækka laun leikmanna umtalsvert á komandi árum. Þetta gefur liðum einnig tækifæri – allavega fyrst um sinn – að fjölga sterkum, launaháum leikmönnum. Samningurinn er sem fyrr segir við TNT og ESPN, sem hafa sýnt leiki deildarinnar í Bandaríkjunum undanfarin ár. Talið var að sjónvarpsstöðin Fox Sports One myndi komast inn í samninginn og fá sýningarrétt á einhverjum leikjum. Svo varð ekki. Ein helsta breytingin á fyrirkomulagi útsendinga verða beinar netútsendingar ESPN. Stöðin mun sýna nokkra leiki í beinni útsendingu í gegnum vefsíðu sína, en hingað til hefur ESPN sýnt leiki í gegnum áskriftasjónvarp.
NBA Tengdar fréttir Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15 LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15
LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30
Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10