Mataræði algjört lykilatriði Rikka skrifar 9. október 2014 15:16 Heilsugengið hefur göngu sína á ný í kvöld á Stöð 2. Í þættinum fáum við að heyra ótrúlegar reynslusögur fólk sem að hefur veikst og fær ekki lækningu með hefðbundinni lækningu. Það tekur ráðin í sínar hendur, breytir um lífstíl og mataræði og nær með því ótrúlegum bata. Vala Matt er ein af stjórnendum þáttarins ásamt þeim Sollu Eiríks heilsukokkur og Þorbjörgu Hafsteinsdóttur, hjúkrunarfræðingi og næringaþerapista. ,,Við erum allar mjög ólíkar en samt alveg á sömu bylgjulengd og allar ástríðufullar í því að miðla þekkingur um aðferðir til betra lífs," segir Vala. Í nýlegri grein í tímaritinu Time var fjallað um rannsóknir þar sem að kom fram að það væri alveg sama hve mikla hreyfingu fólk stundaði, ef að það boraði ekki hollan mat gat það hvorki haldið sér í réttri þyngd né haldið sér frá ýmsum kvillum sem hrjáði það. ,,Mataræðið virðist vera algjört lykilatriði í heilsu almennt og magnað að sjá hve oft má rekja veikindi og ýmsa kvilla til lélegs mataræðis. Ég held að mataræði Íslendinga sé almennt hollt. Við búum við þau forréttindi að geta nálgast mjög gott staðbundið hráefni hér á landi. Fiskurinn okkar, lambakjötið og grænmetið okkar er allt í sérflokki. Þó virðist sem við borðum of mikið af sykri, enda er hann mjög víða að finna," segir Vala. Í þætti kvöldsins fáum við að skyggnast inn í heilsuvenjur Bubba Morthens og Hrafnhildar Hafsteinsdóttir en þau hafa bæði mikinn áhuga á hollu mataræði og rækta að miklu leyti sitt eigið grænmeti. Heilsa Vala Matt Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið
Heilsugengið hefur göngu sína á ný í kvöld á Stöð 2. Í þættinum fáum við að heyra ótrúlegar reynslusögur fólk sem að hefur veikst og fær ekki lækningu með hefðbundinni lækningu. Það tekur ráðin í sínar hendur, breytir um lífstíl og mataræði og nær með því ótrúlegum bata. Vala Matt er ein af stjórnendum þáttarins ásamt þeim Sollu Eiríks heilsukokkur og Þorbjörgu Hafsteinsdóttur, hjúkrunarfræðingi og næringaþerapista. ,,Við erum allar mjög ólíkar en samt alveg á sömu bylgjulengd og allar ástríðufullar í því að miðla þekkingur um aðferðir til betra lífs," segir Vala. Í nýlegri grein í tímaritinu Time var fjallað um rannsóknir þar sem að kom fram að það væri alveg sama hve mikla hreyfingu fólk stundaði, ef að það boraði ekki hollan mat gat það hvorki haldið sér í réttri þyngd né haldið sér frá ýmsum kvillum sem hrjáði það. ,,Mataræðið virðist vera algjört lykilatriði í heilsu almennt og magnað að sjá hve oft má rekja veikindi og ýmsa kvilla til lélegs mataræðis. Ég held að mataræði Íslendinga sé almennt hollt. Við búum við þau forréttindi að geta nálgast mjög gott staðbundið hráefni hér á landi. Fiskurinn okkar, lambakjötið og grænmetið okkar er allt í sérflokki. Þó virðist sem við borðum of mikið af sykri, enda er hann mjög víða að finna," segir Vala. Í þætti kvöldsins fáum við að skyggnast inn í heilsuvenjur Bubba Morthens og Hrafnhildar Hafsteinsdóttir en þau hafa bæði mikinn áhuga á hollu mataræði og rækta að miklu leyti sitt eigið grænmeti.
Heilsa Vala Matt Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið