Pahars: Engir brandarar á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 9. október 2014 17:01 Pahars á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Valli Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, hrósaði landsliði Íslands á blaðamannafundi sínum á Skonto-leikvanginum nú síðdegis. Hann segist einnig afar hrifinn af þjálfaranum Lars Lagerbäck. „Ísland er með gott lið fyrst og fremst. Það eru góðir leikmenn í liðinu og það er afar vel þjálfað. Við höfum ekki áhyggjur af einstökum leikmönnum heldur af því hvernig liðið spilar sem heild,“ sagði Pahars í dag. „Lars er frábær þjálfari og verður gott að fá að mæta honum. Ég hitti hann nýlega á ráðstefnu í St. Pétursborg. Við áttum þar gott spjall og hann sagði nokkra brandara. Það verða þó engir brandarar sagðir á morgun - þá tekur alvaran við.“ Pahars sagði að það væri margir góðir leikmenn í íslenska liðinu og nefndi sérstaklega þá Gylfa Þór Sigurðsson, Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason. En hann gerði lítið úr þeirri staðreynd að Lettland hafi gengið vel að verjast í síðustu leikjum sínum og haldið hreinu í nokkrum í röð. „Það er ekki tölfræði sem ég skoða sérstaklega fyrir þennan leik. Eina tölfræðin sem ég hef áhuga á er að við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn. Við viljum fyrst og fremst fá góð úrslit.“ Hann sagði erfitt að meta möguleika Íslands á að komast upp úr riðlinum. „Það kemur betur í ljós eftir næstu tvo leiki. Sigurinn á Tyrklandi var mikilvægur en þessi leikur og sá næsti mun hafa mikið að segja um framhaldið.“ Pahars sagðist enn fremur ekki hafa áhyggjur af liðinu vegna fjarveru lykilmanna sem margir eiga við meiðsli að stríða. „Ég er einfaldlega ekki að hugsa um þá leikmenn. Svo einfalt er það.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, hrósaði landsliði Íslands á blaðamannafundi sínum á Skonto-leikvanginum nú síðdegis. Hann segist einnig afar hrifinn af þjálfaranum Lars Lagerbäck. „Ísland er með gott lið fyrst og fremst. Það eru góðir leikmenn í liðinu og það er afar vel þjálfað. Við höfum ekki áhyggjur af einstökum leikmönnum heldur af því hvernig liðið spilar sem heild,“ sagði Pahars í dag. „Lars er frábær þjálfari og verður gott að fá að mæta honum. Ég hitti hann nýlega á ráðstefnu í St. Pétursborg. Við áttum þar gott spjall og hann sagði nokkra brandara. Það verða þó engir brandarar sagðir á morgun - þá tekur alvaran við.“ Pahars sagði að það væri margir góðir leikmenn í íslenska liðinu og nefndi sérstaklega þá Gylfa Þór Sigurðsson, Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason. En hann gerði lítið úr þeirri staðreynd að Lettland hafi gengið vel að verjast í síðustu leikjum sínum og haldið hreinu í nokkrum í röð. „Það er ekki tölfræði sem ég skoða sérstaklega fyrir þennan leik. Eina tölfræðin sem ég hef áhuga á er að við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn. Við viljum fyrst og fremst fá góð úrslit.“ Hann sagði erfitt að meta möguleika Íslands á að komast upp úr riðlinum. „Það kemur betur í ljós eftir næstu tvo leiki. Sigurinn á Tyrklandi var mikilvægur en þessi leikur og sá næsti mun hafa mikið að segja um framhaldið.“ Pahars sagðist enn fremur ekki hafa áhyggjur af liðinu vegna fjarveru lykilmanna sem margir eiga við meiðsli að stríða. „Ég er einfaldlega ekki að hugsa um þá leikmenn. Svo einfalt er það.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00
Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45
Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37
„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43