Reiðir ökumenn Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2014 11:16 Það vill stundum gerast að ökumenn reiðist öðrum vegfarendum í umferðinni og sýni reiði sína með flautuþeytingum eða miður skemmtilegum merkjasendingum. Óalgengara er að sjá tvo ökumenn svo ósátta hvor við annan að þeir aki stöðugt hvor á annan. Kannski er svona háttarlag bara daglegt brauð í Taiwan, en þar náðist myndband af þessum tveimur reiðu ökumönnum. Ökumenninrir virðast vera að berjast fyrir plássi á einni ákveðinni akrein hraðbrautar þar eystra og hvorugur vill gefa sig. Það veldur því að þeir aka bílum sínum þétt utan í hvor öðrum með tilheyrandi skemmdum á bílunum. Svo virðist sem ökumaður Audi bílsins sé ákveðnari í sínum aðgerðum og ósáttari en hinn og á endanum tekur hann uppá því að þrýsta hinum bílnum, sem sýnist vera af Suzuki gerð, út í steypta veggirðingu vegarins. Eitthvað hefur verðgildi beggja bílanna lækkað við þessi ósköp og svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi í umferðinni í Taiwan ef þessar aðfarir eru þar daglegt brauð. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Það vill stundum gerast að ökumenn reiðist öðrum vegfarendum í umferðinni og sýni reiði sína með flautuþeytingum eða miður skemmtilegum merkjasendingum. Óalgengara er að sjá tvo ökumenn svo ósátta hvor við annan að þeir aki stöðugt hvor á annan. Kannski er svona háttarlag bara daglegt brauð í Taiwan, en þar náðist myndband af þessum tveimur reiðu ökumönnum. Ökumenninrir virðast vera að berjast fyrir plássi á einni ákveðinni akrein hraðbrautar þar eystra og hvorugur vill gefa sig. Það veldur því að þeir aka bílum sínum þétt utan í hvor öðrum með tilheyrandi skemmdum á bílunum. Svo virðist sem ökumaður Audi bílsins sé ákveðnari í sínum aðgerðum og ósáttari en hinn og á endanum tekur hann uppá því að þrýsta hinum bílnum, sem sýnist vera af Suzuki gerð, út í steypta veggirðingu vegarins. Eitthvað hefur verðgildi beggja bílanna lækkað við þessi ósköp og svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi í umferðinni í Taiwan ef þessar aðfarir eru þar daglegt brauð.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent