Reiðir ökumenn Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2014 11:16 Það vill stundum gerast að ökumenn reiðist öðrum vegfarendum í umferðinni og sýni reiði sína með flautuþeytingum eða miður skemmtilegum merkjasendingum. Óalgengara er að sjá tvo ökumenn svo ósátta hvor við annan að þeir aki stöðugt hvor á annan. Kannski er svona háttarlag bara daglegt brauð í Taiwan, en þar náðist myndband af þessum tveimur reiðu ökumönnum. Ökumenninrir virðast vera að berjast fyrir plássi á einni ákveðinni akrein hraðbrautar þar eystra og hvorugur vill gefa sig. Það veldur því að þeir aka bílum sínum þétt utan í hvor öðrum með tilheyrandi skemmdum á bílunum. Svo virðist sem ökumaður Audi bílsins sé ákveðnari í sínum aðgerðum og ósáttari en hinn og á endanum tekur hann uppá því að þrýsta hinum bílnum, sem sýnist vera af Suzuki gerð, út í steypta veggirðingu vegarins. Eitthvað hefur verðgildi beggja bílanna lækkað við þessi ósköp og svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi í umferðinni í Taiwan ef þessar aðfarir eru þar daglegt brauð. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent
Það vill stundum gerast að ökumenn reiðist öðrum vegfarendum í umferðinni og sýni reiði sína með flautuþeytingum eða miður skemmtilegum merkjasendingum. Óalgengara er að sjá tvo ökumenn svo ósátta hvor við annan að þeir aki stöðugt hvor á annan. Kannski er svona háttarlag bara daglegt brauð í Taiwan, en þar náðist myndband af þessum tveimur reiðu ökumönnum. Ökumenninrir virðast vera að berjast fyrir plássi á einni ákveðinni akrein hraðbrautar þar eystra og hvorugur vill gefa sig. Það veldur því að þeir aka bílum sínum þétt utan í hvor öðrum með tilheyrandi skemmdum á bílunum. Svo virðist sem ökumaður Audi bílsins sé ákveðnari í sínum aðgerðum og ósáttari en hinn og á endanum tekur hann uppá því að þrýsta hinum bílnum, sem sýnist vera af Suzuki gerð, út í steypta veggirðingu vegarins. Eitthvað hefur verðgildi beggja bílanna lækkað við þessi ósköp og svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi í umferðinni í Taiwan ef þessar aðfarir eru þar daglegt brauð.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent