Reiðir ökumenn Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2014 11:16 Það vill stundum gerast að ökumenn reiðist öðrum vegfarendum í umferðinni og sýni reiði sína með flautuþeytingum eða miður skemmtilegum merkjasendingum. Óalgengara er að sjá tvo ökumenn svo ósátta hvor við annan að þeir aki stöðugt hvor á annan. Kannski er svona háttarlag bara daglegt brauð í Taiwan, en þar náðist myndband af þessum tveimur reiðu ökumönnum. Ökumenninrir virðast vera að berjast fyrir plássi á einni ákveðinni akrein hraðbrautar þar eystra og hvorugur vill gefa sig. Það veldur því að þeir aka bílum sínum þétt utan í hvor öðrum með tilheyrandi skemmdum á bílunum. Svo virðist sem ökumaður Audi bílsins sé ákveðnari í sínum aðgerðum og ósáttari en hinn og á endanum tekur hann uppá því að þrýsta hinum bílnum, sem sýnist vera af Suzuki gerð, út í steypta veggirðingu vegarins. Eitthvað hefur verðgildi beggja bílanna lækkað við þessi ósköp og svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi í umferðinni í Taiwan ef þessar aðfarir eru þar daglegt brauð. Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent
Það vill stundum gerast að ökumenn reiðist öðrum vegfarendum í umferðinni og sýni reiði sína með flautuþeytingum eða miður skemmtilegum merkjasendingum. Óalgengara er að sjá tvo ökumenn svo ósátta hvor við annan að þeir aki stöðugt hvor á annan. Kannski er svona háttarlag bara daglegt brauð í Taiwan, en þar náðist myndband af þessum tveimur reiðu ökumönnum. Ökumenninrir virðast vera að berjast fyrir plássi á einni ákveðinni akrein hraðbrautar þar eystra og hvorugur vill gefa sig. Það veldur því að þeir aka bílum sínum þétt utan í hvor öðrum með tilheyrandi skemmdum á bílunum. Svo virðist sem ökumaður Audi bílsins sé ákveðnari í sínum aðgerðum og ósáttari en hinn og á endanum tekur hann uppá því að þrýsta hinum bílnum, sem sýnist vera af Suzuki gerð, út í steypta veggirðingu vegarins. Eitthvað hefur verðgildi beggja bílanna lækkað við þessi ósköp og svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi í umferðinni í Taiwan ef þessar aðfarir eru þar daglegt brauð.
Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent