Matur

Mexíkókjötbollur með jalapeno sósu

Rikka skrifar
Mynd/Rikka

Þessar kjötbollur eru tilvaldar í kvöldmatinn, þær er líka hægt að nota með pasta ofan á pizzur og í veisluna.

Mexíkanskar kjötbollur með Jalapeno sósu

fyrir 4

Kjötbollur:

600 g blandað nauta og svínahakk

250 g rjómaostur

1 egg, hrært

50 g brauðrasp

4 beikonsneiðar, saxað

125 g rifinn cheddar ostur

1/3 meðalstór laukur, fínsaxaður

3 hvítlauksrif, pressuð

1/2 tsk chili pipar

1 tsk oreganó krydd

1/2 tsk cumin krydd

sjávarsalt og nýmalaður pipar

Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið vel saman með höndunum. Kælið í 20-30 mínútur. Hitið ofninn í 220°C. Mótið bollur (u.þ.b. matskeið fyrir hverja bollu) úr hakkinu og raðið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið í 15 mínútur og berið fram með jalapeno sósunni.



Jalapeno sósa

3 msk jalapeno, saxað

2 hvítlauksrif

1 tsk hvítvínsedik

150 g sýrður rjómi 10%

150 ml Létt Ab mjólk

2 msk söxuð fersk steinselja

sjávarsalt og nýmalaður pipar

Setjið jalapeno og hvítlauk í matvinnsluvél ásamt edikinu og vinnið vel saman. Bætið afgangnum af hráefninu saman við og kryddið með salti og pipar. Kælið þar til að sósan er borin fram.








×