Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Höskuldur Kári Schram skrifar 10. september 2014 14:18 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. Hanna Birna svaraði í gær bréfi umboðsmanns Alþingis varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Hanna Birna hefur verið gagnrýnd fyrir að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins með því að ræða það við Stefán Eiríkisson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Í bréfi til umboðsmanns segir ráðherra ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Ríkissaksóknari hafi stjórnað rannsókn málsins en ekki lögreglustjórinn. „Stefán fór ekki með stjórn þessa máls. Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, hann stjórnaði henni ekki, hann tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þetta lá alltaf fyrir. Lá ljóst fyrir milli okkar og lá ljóst fyrir í málinu allan tímann,“ segir Hanna Birna.Hvers vegna varstu þá að tala við hann um málið? „Við vorum að leita ráða hjá Stefáni og gerðum það vegna þess að við þurftum almennar upplýsingar um hvernig svona rannsókn færi fram. Vorum mikið að hugsa um öryggi annarra gagna sem eru hérna í ráðuneytinu. Við búum yfir trúnaðarupplýsingum um mikinn fjölda fólks og við þurfum að vernda þær upplýsingar. Við fengum ráð hjá honum og leiðbeiningar um það. Þannig að það var allt í mjög eðlilegum farvegi,“ segir Hanna Birna. Er þetta ekki eftiráskýring að lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og þess vegna hafi verið allt í lagi að tala við hann? „Það er sannarlega ekki eftiráskýring. Það lá fyrir í málinu alveg frá byrjun. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að haga rannsókninni með þessum hætti lá fyrir frá byrjun. Það lá skýrt fyrir og kom skýrt fram í máli Stefáns allan tímann gagnvart mér þannig að það er engin eftirá skýring,“ segir Hanna Birna. Alþingi Lekamálið Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. Hanna Birna svaraði í gær bréfi umboðsmanns Alþingis varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Hanna Birna hefur verið gagnrýnd fyrir að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins með því að ræða það við Stefán Eiríkisson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Í bréfi til umboðsmanns segir ráðherra ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Ríkissaksóknari hafi stjórnað rannsókn málsins en ekki lögreglustjórinn. „Stefán fór ekki með stjórn þessa máls. Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, hann stjórnaði henni ekki, hann tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þetta lá alltaf fyrir. Lá ljóst fyrir milli okkar og lá ljóst fyrir í málinu allan tímann,“ segir Hanna Birna.Hvers vegna varstu þá að tala við hann um málið? „Við vorum að leita ráða hjá Stefáni og gerðum það vegna þess að við þurftum almennar upplýsingar um hvernig svona rannsókn færi fram. Vorum mikið að hugsa um öryggi annarra gagna sem eru hérna í ráðuneytinu. Við búum yfir trúnaðarupplýsingum um mikinn fjölda fólks og við þurfum að vernda þær upplýsingar. Við fengum ráð hjá honum og leiðbeiningar um það. Þannig að það var allt í mjög eðlilegum farvegi,“ segir Hanna Birna. Er þetta ekki eftiráskýring að lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og þess vegna hafi verið allt í lagi að tala við hann? „Það er sannarlega ekki eftiráskýring. Það lá fyrir í málinu alveg frá byrjun. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að haga rannsókninni með þessum hætti lá fyrir frá byrjun. Það lá skýrt fyrir og kom skýrt fram í máli Stefáns allan tímann gagnvart mér þannig að það er engin eftirá skýring,“ segir Hanna Birna.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira