Maðurinn fann fyrir miklum sviða í hálsi og og augum og fékk einnig einkenni í höfði. Hafa íbúar á Reyðarfirði og nágrenni verið hvattir til þess að slökkva á loftræsingu þar sem það á við eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Þá eiga börn og fólk sem viðkvæmt er fyrir að halda sig innandyra og öðrum ráðlagt frá líkamlegri áreynslu utandyra.
Hæstu toppar fóru upp í tæp 2600µg/m3 en til samanburðar mældust hæstu toppar um nýliðna helgi 600µg/m3. Voru þeir þá hæstu toppar sem mælst höfðu frá upphafi mælinga árið 1970. Talið er að mesta mengunin sé gengin yfir þar sem gildi fara lækkandi. Óvissa er um framhaldið.
