Lekamálið: Afstaða Hönnu Birnu stangast á við lögreglulög Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. september 2014 18:30 Innanríkisráðherra segir að samskipti sín við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins hafi verið eðlileg því lögreglustjórinn hafi ekki komið nálægt rannsókn lekamálsins. Þessi skoðun ráðherrans gengur í berhögg við þau ákvæði sem gilda um lögregluna í lögreglulögum og starfsskyldur lögreglustjóra í sömu lögum. Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði í gær bréfi umboðsmanns Alþingis vegna spurninga sem umboðsmaður lagði fyrir hana í tengslum við samskipti hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins meðan svokallað lekamál var í rannsókn hjá lögreglunni. Í bréfinu vísar ráðherrann því alfarið á bug að hafa haft óeðlileg afskipti af rannsókn lekamálsins með því að ræða efni málsins við Stefán meðan rannsóknin var í gangi. Í bréfinu segir m.a: „Meginatriði þessa máls og það sem mestu skiptir er að L (lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu) var ekki stjórnandi umræddrar rannsóknar. Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum R sem bar ábyrgð á rannsókninni." Í bréfi sínu vitnar innanríkisráðherra jafnframt til bréfs umboðsmanns sjálfs þar sem vitnað er í skýringar lögreglustjóra, en þar segir: ,,Sjálfur (L) hefði hann hugað að hæfi sínu til að koma að málinu. Hann hafi rætt þetta við ríkissaksóknara og það hefði orðið niðurstaðan að ríkissaksóknari hefði alltaf formlega ábyrgð og stjórn á lögreglurannsókninni en embætti lögreglustjóra legði til lögreglumenn til að vinna að rannsókninni. Ríkissaksóknari hefði sagst hafa fyrirkomulag rannsóknarinnar í þessu formi í ljósi stöðu L sem væri skipaður af ráðherra með tímabundna skipun en ekki stöðu eins og dómarar eða ríkissaksóknari sjálfur. L tók fram að síðan hefði rannsókn farið í gang og hann hefði ekkert verið að fylgjast með henni frá degi til dags.”Innanríkisráðherra segir að skoða verði samskipti hennar og lögreglustjórans í þessu ljósi.Getur gefið lögreglunni fyrirmæli Þess skal getið að ríkissaksóknari, sem æðsti handhafi ákæruvalds, getur gefið einstökum lögregluembættum fyrirmæli um rannsóknarathafnir samkvæmt 52. gr. laga um meðferð sakamála, eins og var tilfellið við rannsókn lekamálsins. Rannsóknin sjálf í hvert og eitt sinn er þá á vegum þess lögregluembættis sem fer með hana. Í þessu tilviki fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með rannsókn á leka úr innanríkisráðuneytinu þótt ákvörðun um að hefja þyrfti rannsókn hafi upphaflega verið tekin af ríkissaksóknara. Þannig voru það ekki embættismenn frá ríkissaksóknara sem framkvæmdu húsleit hjá innanríkisráðuneytinu heldur lögreglumenn á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Afstaða Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra til rannsóknarinnar eða hvort hann hafi yfirleitt skipt sér af henni breytir ekki þeirri stöðu að hann var í aðstöðu til að hafa áhrif á rannsóknina sem yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í 4. gr. lögreglulaga kemur fram að ráðherra sé æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu. Í 6. gr. sömu laga kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fari með lögreglustjórn á svæði sem nær yfir Reykjavíkurborg og nærliggjandi sveitarfélög. Í 3. mgr. 6. gr. lögreglulaga segir: „Lögreglustjórar fara með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæmi sínu og bera ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess.“Fól ekki í sér endanlega niðurstöðuÍ lok bréfsins til umboðsmanns lýsir ráðherrann þeirri skoðun sinni að umboðsmaður hafi ekki fylgt lögum sem gilda um umboðsmann. Vísar hún þar í 4. mgr. 12. gr. laga um umboðsmann sem gildir um tilkynningar umboðsmanns um mál. „Ekki verður séð hvaða tilgangi það þjónar að taka upp athugun á starfsháttum mínum og fjalla um hana fyrir opnum tjöldum án þess að um leið sé gerð grein fyrir þeim sjónarmiðum sem ég hef fram að færa. Verður ekki séð að það sé í samræmi við 4. mgr. 12. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis,“ segir í bréfinu. Í framkvæmd hefur verið litið svo á að umrætt ákvæði, 4. mgr. 12. gr. laga um umboðsmann, eigi við þegar lagt hefur verið fyrir stjórnvald beiðni um skýringar þegar endanleg niðurstaða umboðsmanns kemur fram en orðið „tilkynning“ í ákvæðinu vísar þá til tilkynningar þar sem endanleg niðurstaða birtist. Bréf umboðsmanns til innanríkisráðherra fól ekki í sér endanlega niðurstöðu um tiltekið mál heldur var um að ræða fyrirspurn í tengslum við frumkvæðisathugun embættisins. Um leið og bréf var farið frá umboðsmanni þá áttu fjölmiðlar aðgang að því hjá innanríkisráðuneytinu á grundvelli upplýsingalaga. Þannig var bréfið í raun farið úr lögsögu umboðsmanns en upplýsingalögin gilda ekki um embættið sjálft. Fréttastofan óskaði eftir viðtali við innanríkisráðherra í dag til að fá skýringar á þessum atriðum í bréfinu til umboðsmanns. Ráðherra gaf ekki kost á viðtali og vísaði í bréfið sjálft. Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna tjáði þinginu í júní að hún vissi ekkert um rannsóknina „Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar," sagði Hanna Birna við Alþingi í júní. 27. ágúst 2014 11:16 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Lekamálið: Ánægðir með skýringar Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gerði grein fyrir sinni hlið á „lekamálinu“ svo kallaða á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær. 20. ágúst 2014 09:18 Tveir af hverjum þremur vilja að Hanna Birna hætti Sextíu og sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku telja að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér embættinu. 33 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 29. ágúst 2014 07:00 „Núna hefjast árásir til að grafa undan Umboðsmanni Alþingis“ "Þetta er grafalvarlegt mál. Það er mjög mikilvægt að fólk sé meðvitað að núna munu hefjast miklar árásir til að grafa undan trúverðugleika embættis umboðsmanns Alþingis,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. 26. ágúst 2014 19:59 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Hanna Birna segist ekki hafa gert neitt rangt "Það á aldrei að vera þannig að stjórnmálamaður velti fyrir sér að segja af sér embætti ef hann hefur ekki gert neitt rangt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, Innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í þættinum Ísland í dag í kvöld. Yfirlýsing í kjölfar þriðja bréfs Umboðsmanns Alþingis til hennar hefur vakið mikla athygli í dag. 26. ágúst 2014 15:46 Lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Margir af helstu forystumönnum úr grasrót Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Sex formenn fulltrúaráða af þeim ellefu sem Fréttablaðið talaði við neituðu þó að ræða stöðu hennar. 28. ágúst 2014 08:00 Lekamálið: Breytingarnar kynntar ráðherrum í fyrramálið Í kjölfarið verður forseta Íslands tillagan að breytingunni send forseta Íslands til staðfestingar. 25. ágúst 2014 17:46 Hanna Birna svarar umboðsmanni Hanna Birna segir lögreglustjóra ekki hafa stjórnar rannsókn á meintum leka úr innanríkisráðuneytinu. 9. september 2014 17:52 Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. 10. september 2014 14:18 Meira gert úr lekamálinu en öðrum áður Lögregla hefur gengið lengra í lekamálinu en þegar gögn hafa lekið annars staðar út, segir Brynjar Níelsson varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins en að málið sé fyrst og fremst pólitískt. Hann telur ekki að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi sagt þinginu ósatt í sumar þegar hún sagðist ekkert vita um rannsókn lögreglu. 27. ágúst 2014 19:06 Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42 Umboðsmaður ekki brotið reglur Innanríkisráðherra gagnrýndi umboðsmann Alþingis harðlega vegna birtingu á bréfi áður en hægt var að koma að andmælum. 28. ágúst 2014 09:45 Tók skýrt fram að hann hefði ekki hætt vegna ráðherra Stefán Eiríksson segir frásögn Hönnu Birnu af samskiptum þeirra tveggja ekki segja alla söguna. 26. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Innanríkisráðherra segir að samskipti sín við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins hafi verið eðlileg því lögreglustjórinn hafi ekki komið nálægt rannsókn lekamálsins. Þessi skoðun ráðherrans gengur í berhögg við þau ákvæði sem gilda um lögregluna í lögreglulögum og starfsskyldur lögreglustjóra í sömu lögum. Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði í gær bréfi umboðsmanns Alþingis vegna spurninga sem umboðsmaður lagði fyrir hana í tengslum við samskipti hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins meðan svokallað lekamál var í rannsókn hjá lögreglunni. Í bréfinu vísar ráðherrann því alfarið á bug að hafa haft óeðlileg afskipti af rannsókn lekamálsins með því að ræða efni málsins við Stefán meðan rannsóknin var í gangi. Í bréfinu segir m.a: „Meginatriði þessa máls og það sem mestu skiptir er að L (lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu) var ekki stjórnandi umræddrar rannsóknar. Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum R sem bar ábyrgð á rannsókninni." Í bréfi sínu vitnar innanríkisráðherra jafnframt til bréfs umboðsmanns sjálfs þar sem vitnað er í skýringar lögreglustjóra, en þar segir: ,,Sjálfur (L) hefði hann hugað að hæfi sínu til að koma að málinu. Hann hafi rætt þetta við ríkissaksóknara og það hefði orðið niðurstaðan að ríkissaksóknari hefði alltaf formlega ábyrgð og stjórn á lögreglurannsókninni en embætti lögreglustjóra legði til lögreglumenn til að vinna að rannsókninni. Ríkissaksóknari hefði sagst hafa fyrirkomulag rannsóknarinnar í þessu formi í ljósi stöðu L sem væri skipaður af ráðherra með tímabundna skipun en ekki stöðu eins og dómarar eða ríkissaksóknari sjálfur. L tók fram að síðan hefði rannsókn farið í gang og hann hefði ekkert verið að fylgjast með henni frá degi til dags.”Innanríkisráðherra segir að skoða verði samskipti hennar og lögreglustjórans í þessu ljósi.Getur gefið lögreglunni fyrirmæli Þess skal getið að ríkissaksóknari, sem æðsti handhafi ákæruvalds, getur gefið einstökum lögregluembættum fyrirmæli um rannsóknarathafnir samkvæmt 52. gr. laga um meðferð sakamála, eins og var tilfellið við rannsókn lekamálsins. Rannsóknin sjálf í hvert og eitt sinn er þá á vegum þess lögregluembættis sem fer með hana. Í þessu tilviki fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með rannsókn á leka úr innanríkisráðuneytinu þótt ákvörðun um að hefja þyrfti rannsókn hafi upphaflega verið tekin af ríkissaksóknara. Þannig voru það ekki embættismenn frá ríkissaksóknara sem framkvæmdu húsleit hjá innanríkisráðuneytinu heldur lögreglumenn á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Afstaða Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra til rannsóknarinnar eða hvort hann hafi yfirleitt skipt sér af henni breytir ekki þeirri stöðu að hann var í aðstöðu til að hafa áhrif á rannsóknina sem yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í 4. gr. lögreglulaga kemur fram að ráðherra sé æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu. Í 6. gr. sömu laga kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fari með lögreglustjórn á svæði sem nær yfir Reykjavíkurborg og nærliggjandi sveitarfélög. Í 3. mgr. 6. gr. lögreglulaga segir: „Lögreglustjórar fara með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæmi sínu og bera ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess.“Fól ekki í sér endanlega niðurstöðuÍ lok bréfsins til umboðsmanns lýsir ráðherrann þeirri skoðun sinni að umboðsmaður hafi ekki fylgt lögum sem gilda um umboðsmann. Vísar hún þar í 4. mgr. 12. gr. laga um umboðsmann sem gildir um tilkynningar umboðsmanns um mál. „Ekki verður séð hvaða tilgangi það þjónar að taka upp athugun á starfsháttum mínum og fjalla um hana fyrir opnum tjöldum án þess að um leið sé gerð grein fyrir þeim sjónarmiðum sem ég hef fram að færa. Verður ekki séð að það sé í samræmi við 4. mgr. 12. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis,“ segir í bréfinu. Í framkvæmd hefur verið litið svo á að umrætt ákvæði, 4. mgr. 12. gr. laga um umboðsmann, eigi við þegar lagt hefur verið fyrir stjórnvald beiðni um skýringar þegar endanleg niðurstaða umboðsmanns kemur fram en orðið „tilkynning“ í ákvæðinu vísar þá til tilkynningar þar sem endanleg niðurstaða birtist. Bréf umboðsmanns til innanríkisráðherra fól ekki í sér endanlega niðurstöðu um tiltekið mál heldur var um að ræða fyrirspurn í tengslum við frumkvæðisathugun embættisins. Um leið og bréf var farið frá umboðsmanni þá áttu fjölmiðlar aðgang að því hjá innanríkisráðuneytinu á grundvelli upplýsingalaga. Þannig var bréfið í raun farið úr lögsögu umboðsmanns en upplýsingalögin gilda ekki um embættið sjálft. Fréttastofan óskaði eftir viðtali við innanríkisráðherra í dag til að fá skýringar á þessum atriðum í bréfinu til umboðsmanns. Ráðherra gaf ekki kost á viðtali og vísaði í bréfið sjálft.
Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna tjáði þinginu í júní að hún vissi ekkert um rannsóknina „Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar," sagði Hanna Birna við Alþingi í júní. 27. ágúst 2014 11:16 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Lekamálið: Ánægðir með skýringar Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gerði grein fyrir sinni hlið á „lekamálinu“ svo kallaða á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær. 20. ágúst 2014 09:18 Tveir af hverjum þremur vilja að Hanna Birna hætti Sextíu og sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku telja að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér embættinu. 33 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 29. ágúst 2014 07:00 „Núna hefjast árásir til að grafa undan Umboðsmanni Alþingis“ "Þetta er grafalvarlegt mál. Það er mjög mikilvægt að fólk sé meðvitað að núna munu hefjast miklar árásir til að grafa undan trúverðugleika embættis umboðsmanns Alþingis,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. 26. ágúst 2014 19:59 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Hanna Birna segist ekki hafa gert neitt rangt "Það á aldrei að vera þannig að stjórnmálamaður velti fyrir sér að segja af sér embætti ef hann hefur ekki gert neitt rangt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, Innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í þættinum Ísland í dag í kvöld. Yfirlýsing í kjölfar þriðja bréfs Umboðsmanns Alþingis til hennar hefur vakið mikla athygli í dag. 26. ágúst 2014 15:46 Lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Margir af helstu forystumönnum úr grasrót Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Sex formenn fulltrúaráða af þeim ellefu sem Fréttablaðið talaði við neituðu þó að ræða stöðu hennar. 28. ágúst 2014 08:00 Lekamálið: Breytingarnar kynntar ráðherrum í fyrramálið Í kjölfarið verður forseta Íslands tillagan að breytingunni send forseta Íslands til staðfestingar. 25. ágúst 2014 17:46 Hanna Birna svarar umboðsmanni Hanna Birna segir lögreglustjóra ekki hafa stjórnar rannsókn á meintum leka úr innanríkisráðuneytinu. 9. september 2014 17:52 Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. 10. september 2014 14:18 Meira gert úr lekamálinu en öðrum áður Lögregla hefur gengið lengra í lekamálinu en þegar gögn hafa lekið annars staðar út, segir Brynjar Níelsson varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins en að málið sé fyrst og fremst pólitískt. Hann telur ekki að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi sagt þinginu ósatt í sumar þegar hún sagðist ekkert vita um rannsókn lögreglu. 27. ágúst 2014 19:06 Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42 Umboðsmaður ekki brotið reglur Innanríkisráðherra gagnrýndi umboðsmann Alþingis harðlega vegna birtingu á bréfi áður en hægt var að koma að andmælum. 28. ágúst 2014 09:45 Tók skýrt fram að hann hefði ekki hætt vegna ráðherra Stefán Eiríksson segir frásögn Hönnu Birnu af samskiptum þeirra tveggja ekki segja alla söguna. 26. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Hanna Birna tjáði þinginu í júní að hún vissi ekkert um rannsóknina „Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar," sagði Hanna Birna við Alþingi í júní. 27. ágúst 2014 11:16
Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18
Lekamálið: Ánægðir með skýringar Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gerði grein fyrir sinni hlið á „lekamálinu“ svo kallaða á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær. 20. ágúst 2014 09:18
Tveir af hverjum þremur vilja að Hanna Birna hætti Sextíu og sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku telja að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér embættinu. 33 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 29. ágúst 2014 07:00
„Núna hefjast árásir til að grafa undan Umboðsmanni Alþingis“ "Þetta er grafalvarlegt mál. Það er mjög mikilvægt að fólk sé meðvitað að núna munu hefjast miklar árásir til að grafa undan trúverðugleika embættis umboðsmanns Alþingis,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. 26. ágúst 2014 19:59
Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41
Hanna Birna segist ekki hafa gert neitt rangt "Það á aldrei að vera þannig að stjórnmálamaður velti fyrir sér að segja af sér embætti ef hann hefur ekki gert neitt rangt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, Innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í þættinum Ísland í dag í kvöld. Yfirlýsing í kjölfar þriðja bréfs Umboðsmanns Alþingis til hennar hefur vakið mikla athygli í dag. 26. ágúst 2014 15:46
Lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Margir af helstu forystumönnum úr grasrót Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Sex formenn fulltrúaráða af þeim ellefu sem Fréttablaðið talaði við neituðu þó að ræða stöðu hennar. 28. ágúst 2014 08:00
Lekamálið: Breytingarnar kynntar ráðherrum í fyrramálið Í kjölfarið verður forseta Íslands tillagan að breytingunni send forseta Íslands til staðfestingar. 25. ágúst 2014 17:46
Hanna Birna svarar umboðsmanni Hanna Birna segir lögreglustjóra ekki hafa stjórnar rannsókn á meintum leka úr innanríkisráðuneytinu. 9. september 2014 17:52
Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. 10. september 2014 14:18
Meira gert úr lekamálinu en öðrum áður Lögregla hefur gengið lengra í lekamálinu en þegar gögn hafa lekið annars staðar út, segir Brynjar Níelsson varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins en að málið sé fyrst og fremst pólitískt. Hann telur ekki að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi sagt þinginu ósatt í sumar þegar hún sagðist ekkert vita um rannsókn lögreglu. 27. ágúst 2014 19:06
Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42
Umboðsmaður ekki brotið reglur Innanríkisráðherra gagnrýndi umboðsmann Alþingis harðlega vegna birtingu á bréfi áður en hægt var að koma að andmælum. 28. ágúst 2014 09:45
Tók skýrt fram að hann hefði ekki hætt vegna ráðherra Stefán Eiríksson segir frásögn Hönnu Birnu af samskiptum þeirra tveggja ekki segja alla söguna. 26. ágúst 2014 12:39