Bjarni sver af sér nýfrjálshyggju Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2014 13:50 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnin hafa sett hag heimilanna í forgrunn og aðgerðir hennar á þessu ári og næsta skili heimilunum aftur um 40 milljörðum króna. Það standist ekki skoðun að stefna ríkisstjórnarinnar einkennist af nýfrjálshyggju. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir öðru fjárlagafrumvarpi sínu á Alþingi í morgun, en samkvæmt því er stefnt að 4,1 milljarði í tekjuafgang á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Síðustu fjárlög voru einnig lögð fram með markmiði um afgang upp á 900 milljónir króna en afgangur stefnir nú í 38 milljarða króna afgang, aðallega vegna sérstakar arðgreiðslna frá bönkunum og Seðlabankanum, mest vegna greiðslna frá Landsbankanum. Bjarni sagði núverandi fjárlagafrumvarp leiða til 0,5 prósenta aukningar ráðstöfunartekna heimilanna og 0,2 prósenta lækkunar verðlags. Þá ætti eftir að telja fram áhrif af skuldaleiðréttingaraðgerð ríkisstjórnarinnar sem gæfi annað eins. „Þannig að framundan er tímabil þar sem við getum hafið niðurgreiðslu skulda að raunvirði og verður það grundvallaratriði í langtímaáætlun ríkisfjármála næstu árin. Markvisst er þannig stefnt að lækkun skulda og þar með vaxtagjalda,“ sagði hann í þinginu í morgun. Bjarni sagði áherslur ríkisstjórnarinnar miða að því að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um nýfrjálshyggju og að fjarlægjast hið norræna velferðarkerfi. Fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina hins vegar stefna að því að byggja upp hið íslenska velferðarkerfi sem kæmi fram í auknum framlögum til aldraðra, öryrkja og með almennum lækkunum skatta og gjalda. „Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur sett hag heimilanna í forgrunn. Þetta má sjá á öllum þessum markvissu aðgerðum til að auka ráðstöfunartekjur þeirra. Samanlögð áhrif skattalækkana á árunum 2014 og '15, ásamt hækkun bóta og lækkun húsnæðiskulda skila aftur út til fólksins í landinu um 40 milljörðum króna í hærri ráðstöfunartekjur þegar borið er saman við árið 2013. Og kannski felst í þessu mesta stefnubreytingin: Vegna þess að eins og talað er af þeim sem studdu fyrri stjórn, þá er það augljóst að þessum fjármunum hefði öllum verið veitt til ríkisins, til verkefna sem ríkið hefði staðið að baki,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnin hafa sett hag heimilanna í forgrunn og aðgerðir hennar á þessu ári og næsta skili heimilunum aftur um 40 milljörðum króna. Það standist ekki skoðun að stefna ríkisstjórnarinnar einkennist af nýfrjálshyggju. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir öðru fjárlagafrumvarpi sínu á Alþingi í morgun, en samkvæmt því er stefnt að 4,1 milljarði í tekjuafgang á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Síðustu fjárlög voru einnig lögð fram með markmiði um afgang upp á 900 milljónir króna en afgangur stefnir nú í 38 milljarða króna afgang, aðallega vegna sérstakar arðgreiðslna frá bönkunum og Seðlabankanum, mest vegna greiðslna frá Landsbankanum. Bjarni sagði núverandi fjárlagafrumvarp leiða til 0,5 prósenta aukningar ráðstöfunartekna heimilanna og 0,2 prósenta lækkunar verðlags. Þá ætti eftir að telja fram áhrif af skuldaleiðréttingaraðgerð ríkisstjórnarinnar sem gæfi annað eins. „Þannig að framundan er tímabil þar sem við getum hafið niðurgreiðslu skulda að raunvirði og verður það grundvallaratriði í langtímaáætlun ríkisfjármála næstu árin. Markvisst er þannig stefnt að lækkun skulda og þar með vaxtagjalda,“ sagði hann í þinginu í morgun. Bjarni sagði áherslur ríkisstjórnarinnar miða að því að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um nýfrjálshyggju og að fjarlægjast hið norræna velferðarkerfi. Fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina hins vegar stefna að því að byggja upp hið íslenska velferðarkerfi sem kæmi fram í auknum framlögum til aldraðra, öryrkja og með almennum lækkunum skatta og gjalda. „Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur sett hag heimilanna í forgrunn. Þetta má sjá á öllum þessum markvissu aðgerðum til að auka ráðstöfunartekjur þeirra. Samanlögð áhrif skattalækkana á árunum 2014 og '15, ásamt hækkun bóta og lækkun húsnæðiskulda skila aftur út til fólksins í landinu um 40 milljörðum króna í hærri ráðstöfunartekjur þegar borið er saman við árið 2013. Og kannski felst í þessu mesta stefnubreytingin: Vegna þess að eins og talað er af þeim sem studdu fyrri stjórn, þá er það augljóst að þessum fjármunum hefði öllum verið veitt til ríkisins, til verkefna sem ríkið hefði staðið að baki,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira