Ríkisstjórnin setur sjálf fyrirvara við áhrif skattabreytinganna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. september 2014 11:02 Bjarni kynnti breytingar á virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Vísir / GVA Ríkisstjórnin setur fyrirvara við að verðlag muni raunverulega lækka við breytingar á efra virðisaukaskattsþrepinu úr 25,5 í 24 prósentustig. Í frumvarpinu segir að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum muni óhjákvæmilega hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, og þar með verðtryggð lán, og telja stjórnvöld föt, snyrtivörur, lyf, heimilistæki og húsgögn muni lækka um 1,2 prósent. „Þann fyrirvara þarf að hafa á matinu að hér er miðað við að áhrifin skili sér að fullu í breyttu smásöluverði,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þær forsendur hafa í gegnum tíðina ekki alltaf staðist. Til að mynda var það gagnrýnt þegar virðisaukaskattur á matvæli lækkaði síðast að lækkunin skilaði sér seint og illa til neytenda. Til stendur að ræða sérstaklega um breytingar á lægra virðisaukaskattskerfinu. Fjölmargir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, hafa lýst yfir andstöðu sinni við hækkun skatts á matvæli. Litlar umræður hafa þó verið á milli flokka enn sem komið er um hvað nákvæmlega eigi að gera, hvort að hætta eigi við hækkunina eða ráðast í aðrar mótvægisaðgerðir. Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Ríkisstjórnin setur fyrirvara við að verðlag muni raunverulega lækka við breytingar á efra virðisaukaskattsþrepinu úr 25,5 í 24 prósentustig. Í frumvarpinu segir að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum muni óhjákvæmilega hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, og þar með verðtryggð lán, og telja stjórnvöld föt, snyrtivörur, lyf, heimilistæki og húsgögn muni lækka um 1,2 prósent. „Þann fyrirvara þarf að hafa á matinu að hér er miðað við að áhrifin skili sér að fullu í breyttu smásöluverði,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þær forsendur hafa í gegnum tíðina ekki alltaf staðist. Til að mynda var það gagnrýnt þegar virðisaukaskattur á matvæli lækkaði síðast að lækkunin skilaði sér seint og illa til neytenda. Til stendur að ræða sérstaklega um breytingar á lægra virðisaukaskattskerfinu. Fjölmargir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, hafa lýst yfir andstöðu sinni við hækkun skatts á matvæli. Litlar umræður hafa þó verið á milli flokka enn sem komið er um hvað nákvæmlega eigi að gera, hvort að hætta eigi við hækkunina eða ráðast í aðrar mótvægisaðgerðir.
Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00
Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00
Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01
Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48