Tómas Ingi: Vildi fá Portúgal Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2014 12:37 Tómas Ingi Tómasson og Eyjólfur Sverrisson, þjálfarar U21 árs landsliðsins. vísir/anton „Ég tel að þessi lið séu svipað góð þó Danirnir hafi farið töluvert auðveldara í gegnum sinn riðil,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, við Vísi nú rétt í þessu. Tómas Ingi er staddur í Nyon í Sviss þar sem dregið var til umspilsins fyrir EM 2015 í dag, en Ísland mætir Danmörku heima og að heima í byrjun október. „Ég tel okkur hafa verið í mun erfiðari riðli en Danirnir. Þeir voru samt með Rússunum og fóru nokkuð auðveldlega í gegnum þá,“ sagði Tómas Ingi, en á pappírnum virkar danska liðið firnasterkt. Það vann átta leiki af tíu í sínum riðli, tapaði ekki leik og lauk riðlakeppninni með markatöluna 37-9 eða 28 mörk í plús. „Þetta er hörku lið. Dönsku ungmennaliðin hafa alltaf verið góð. Þarna er spilað sama kerfið upp öll yngri landsliðin þannig allir vita hvað þeir eiga að gera,“ sagði Tómas Ingi. „Danska liðið er rosalega gott og spilar góðan fótbolta, en við tökum á því eins og við höfum tekið á öðrum liðum. Við verðum áfram skipulagðir.“ Tómas Ingi gat viðurkennt eftir dráttinn að hann vildi helst frá Portúgal. „Mér leist best á Portúgalina. Ég tel okkur vera líkamlega sterkari en þeir, og þeir eru ekki með alveg jafngóða tækni og Spánverjarnir,“ sagði Tómas Ingi. „En það er ekkert slæmt að fá Dani. Við þekkjum svo vel til þeirra og svo erum við með leikmenn og þjálfara sem starfa í Danmörku þannig öll upplýsingaöflun verður mun auðveldari. Við getum hæglega leitað okkur aðstoðar.“ Aðspurður hvort það skipti máli að fá seinni leikinn á heimavelli sagði Tómas Ingi: „Ég held það vilji allir fá seinni leikinn heima, en það þýðir samt að þú verður að taka með þér góð úrslit úr fyrri leiknum. Það er auðveldlega hægt að tapa svona einvígi í fyrri leiknum þannig menn þurfa að halda vel á spöðunum.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
„Ég tel að þessi lið séu svipað góð þó Danirnir hafi farið töluvert auðveldara í gegnum sinn riðil,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, við Vísi nú rétt í þessu. Tómas Ingi er staddur í Nyon í Sviss þar sem dregið var til umspilsins fyrir EM 2015 í dag, en Ísland mætir Danmörku heima og að heima í byrjun október. „Ég tel okkur hafa verið í mun erfiðari riðli en Danirnir. Þeir voru samt með Rússunum og fóru nokkuð auðveldlega í gegnum þá,“ sagði Tómas Ingi, en á pappírnum virkar danska liðið firnasterkt. Það vann átta leiki af tíu í sínum riðli, tapaði ekki leik og lauk riðlakeppninni með markatöluna 37-9 eða 28 mörk í plús. „Þetta er hörku lið. Dönsku ungmennaliðin hafa alltaf verið góð. Þarna er spilað sama kerfið upp öll yngri landsliðin þannig allir vita hvað þeir eiga að gera,“ sagði Tómas Ingi. „Danska liðið er rosalega gott og spilar góðan fótbolta, en við tökum á því eins og við höfum tekið á öðrum liðum. Við verðum áfram skipulagðir.“ Tómas Ingi gat viðurkennt eftir dráttinn að hann vildi helst frá Portúgal. „Mér leist best á Portúgalina. Ég tel okkur vera líkamlega sterkari en þeir, og þeir eru ekki með alveg jafngóða tækni og Spánverjarnir,“ sagði Tómas Ingi. „En það er ekkert slæmt að fá Dani. Við þekkjum svo vel til þeirra og svo erum við með leikmenn og þjálfara sem starfa í Danmörku þannig öll upplýsingaöflun verður mun auðveldari. Við getum hæglega leitað okkur aðstoðar.“ Aðspurður hvort það skipti máli að fá seinni leikinn á heimavelli sagði Tómas Ingi: „Ég held það vilji allir fá seinni leikinn heima, en það þýðir samt að þú verður að taka með þér góð úrslit úr fyrri leiknum. Það er auðveldlega hægt að tapa svona einvígi í fyrri leiknum þannig menn þurfa að halda vel á spöðunum.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02