Hámarksgreiðsla sjúklinga verði 120 þúsund á ári Hjörtur Hjartarson skrifar 14. september 2014 19:30 Formaður nefndar um greiðsluþátttökukerfi sjúklinga vonast til að leggja fram róttækar tillögur um breytingar á kerfinu á næstu mánuðum. Ef fyrirhugað frumvarp verður að lögum mun enginn sjúklingur þurfa að greiða meira en 120 þúsund krónur á ári fyrir læknismeðferð, burtséð frá umfangi hennar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer fyrir nefndinni. Hann segir að lengi hafi legið fyrir að ráðast þurfi í breytingar á núverandi greiðsluþátttökukerfi sem sé allt of flókið. Búa verði til eitt kerfi fyrir alla, burtséð frá stétt og stöðu. „Þetta er í rauninni um 30-40 mismunandi greiðsluþátttökukerfi, sum með hámarki, önnur ekki. Kerfið er mjög illskiljanlegt og ekki nema örfáir menn sem skilja það til hlýtar,“ segir Pétur. En Pétur segir að það sé ekki eini hvatinn til þess að gera úrbætur. „Nei, vegna þess að það er ekkert hámark í núverandi kerfi þá er sumt fólk, sérstaklega langveikir, gigtarsjúklingar, sykursjúkir, krabbameinssjúklingar o.s.frv. að þeir geta verið að borga óhemju fé, mörg hundruð þúsund krónur á hverju ári og það er í raun ekki viðundandi.“ Nefndin sem Pétur fer fyrir var skipuð í fyrra og standa vonir til að hún skili af sér tillögum á næstunni. Beðið er eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu sem verið sé að taka saman.„Lausnin að mínu mati felst í því að taka upp eitt kerfi sem tekur allan kostnað sama hvort það eru sjúkraflutningar, lyf, sérfræðingar, myndatökur eða rannsóknir að allur þessi kostnaður sé tekinn í eina heild og sett á það hámark.“„Hvað er hámarkið í þínum huga?“„Ef ég hefði þessi gögn sem koma í næstu viku þá gæti ég sagt þér það en ég hugsa að það sé svona um 120 þúsund krónur á ári, 10 þúsund krónur á mánuði.“ En ef fyrirhugaðar breytingar verða ekki fjármagnaðar með auknum framlögum úr ríkissjóði þýða þær að ef einhver þarf að borgar minna þarf annar að borga meira. „Þá munum væntanlega þurfa að greiða fyrsta kostnað að fullu og því finnst mér að það verði að nást um það samstaða í nefndinni og í þjóðfélaginu að við viljum taka á okkur þann kostnað fyrir mikið veika og langveika,“ segir Pétur Blöndal. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Formaður nefndar um greiðsluþátttökukerfi sjúklinga vonast til að leggja fram róttækar tillögur um breytingar á kerfinu á næstu mánuðum. Ef fyrirhugað frumvarp verður að lögum mun enginn sjúklingur þurfa að greiða meira en 120 þúsund krónur á ári fyrir læknismeðferð, burtséð frá umfangi hennar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer fyrir nefndinni. Hann segir að lengi hafi legið fyrir að ráðast þurfi í breytingar á núverandi greiðsluþátttökukerfi sem sé allt of flókið. Búa verði til eitt kerfi fyrir alla, burtséð frá stétt og stöðu. „Þetta er í rauninni um 30-40 mismunandi greiðsluþátttökukerfi, sum með hámarki, önnur ekki. Kerfið er mjög illskiljanlegt og ekki nema örfáir menn sem skilja það til hlýtar,“ segir Pétur. En Pétur segir að það sé ekki eini hvatinn til þess að gera úrbætur. „Nei, vegna þess að það er ekkert hámark í núverandi kerfi þá er sumt fólk, sérstaklega langveikir, gigtarsjúklingar, sykursjúkir, krabbameinssjúklingar o.s.frv. að þeir geta verið að borga óhemju fé, mörg hundruð þúsund krónur á hverju ári og það er í raun ekki viðundandi.“ Nefndin sem Pétur fer fyrir var skipuð í fyrra og standa vonir til að hún skili af sér tillögum á næstunni. Beðið er eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu sem verið sé að taka saman.„Lausnin að mínu mati felst í því að taka upp eitt kerfi sem tekur allan kostnað sama hvort það eru sjúkraflutningar, lyf, sérfræðingar, myndatökur eða rannsóknir að allur þessi kostnaður sé tekinn í eina heild og sett á það hámark.“„Hvað er hámarkið í þínum huga?“„Ef ég hefði þessi gögn sem koma í næstu viku þá gæti ég sagt þér það en ég hugsa að það sé svona um 120 þúsund krónur á ári, 10 þúsund krónur á mánuði.“ En ef fyrirhugaðar breytingar verða ekki fjármagnaðar með auknum framlögum úr ríkissjóði þýða þær að ef einhver þarf að borgar minna þarf annar að borga meira. „Þá munum væntanlega þurfa að greiða fyrsta kostnað að fullu og því finnst mér að það verði að nást um það samstaða í nefndinni og í þjóðfélaginu að við viljum taka á okkur þann kostnað fyrir mikið veika og langveika,“ segir Pétur Blöndal.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira