Sambandsleysið á Vestfjörðum hefði ekki átt að koma neinum á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2014 17:22 Innanríkisráðherra gat ekki svarað því hvenær hringtengingu ljósleiðara yrði komin á Vestfjörðum. Myndin er frá Flateyri. Vísir/Anton Brink Sérstök umræða fór fram á Alþingi í dag um stöðu og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbyggingu háhraðatengingar í dreifbýli. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og var tilefnið ærið þar sem skemmst er að minnast þess þegar Vestfirðir misstu samband sitt við umheiminn í marga klukkutíma í lok ágúst. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, var til andsvara. Þingmenn úr öllum flokkum tóku til máls og voru allir sammála um að tryggja þyrfti fjarskiptasamband í dreifbýli þar sem það væri fyrst og fremst mikið öryggismál en einnig mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu. Þingmönnum var skiljanlega tíðrætt um ástandið á Vestfjörðum en þar er ekki hringtenging ljósleiðara. Lilja Rafney spurði ráðherra út í hvenær hringtengingu ljósleiðara yrði komið á en ráðherra gat ekki svarað því nákvæmlega. Hanna Birna sagðist hins vegar hafa falið Fjarskiptasjóði að styrkja lagningu ljósleiðara frá Súðavík að Brú í Hrútafirði í gegnum Hólmavík og þannig ætti að koma á hringtengingu á svæðinu.Jóhanna María Sigmundsdóttir sagði ekki hægt að tala um fjarskipti og öryggi í sömu setningu á sínum heimalóðum en hún er fædd og uppalin við ÍsafjarðardjúpNokkrir þingmenn höfðu orð á því að sambandsleysið sem kom upp á Vestfjörðum hefði ekki átt að koma neinum á óvart, hvorki stjórnmálamönnum né fjarskiptafyrirtækjum, þar sem lengi hefði verið vitað að úrbóta væri þörf í fjarskiptakerfinu. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins sem er fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp, sagði til dæmis að á sínum heimaslóðum væri aldrei talað um öryggi og fjarskipti í sömu setningunni. Við lok umræðunnar sagðist Lilja Rafney gjarnan vilja heyra að verið væri að leggja meiri fjármuni í að leggja háhraðatengingu og ljósleiðara á Vestfjörðum. Hanna Birna svaraði því til að það væri í höndum Alþingis að meta hvort meiri fjármunum yrði varið í verkefnið; hér væri verið að glíma við hið eilífa vandamál þingsins: takmarkað fjármagn. Alþingi Tengdar fréttir Sambandsleysi á Vestfjörðum Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. 26. ágúst 2014 11:44 „Ótækt er að heill landshluti verði skyndilega sambandslaus“ Margar spurningar varðandi fjarskipti á Vestfjörðum hafa vaknað í kjölfar bilunar á stofnneti Mílu síðasta þriðjudag. Míla hefur beðist afsökunar á biluninni. 29. ágúst 2014 17:22 Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu. 26. ágúst 2014 21:05 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Sérstök umræða fór fram á Alþingi í dag um stöðu og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbyggingu háhraðatengingar í dreifbýli. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og var tilefnið ærið þar sem skemmst er að minnast þess þegar Vestfirðir misstu samband sitt við umheiminn í marga klukkutíma í lok ágúst. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, var til andsvara. Þingmenn úr öllum flokkum tóku til máls og voru allir sammála um að tryggja þyrfti fjarskiptasamband í dreifbýli þar sem það væri fyrst og fremst mikið öryggismál en einnig mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu. Þingmönnum var skiljanlega tíðrætt um ástandið á Vestfjörðum en þar er ekki hringtenging ljósleiðara. Lilja Rafney spurði ráðherra út í hvenær hringtengingu ljósleiðara yrði komið á en ráðherra gat ekki svarað því nákvæmlega. Hanna Birna sagðist hins vegar hafa falið Fjarskiptasjóði að styrkja lagningu ljósleiðara frá Súðavík að Brú í Hrútafirði í gegnum Hólmavík og þannig ætti að koma á hringtengingu á svæðinu.Jóhanna María Sigmundsdóttir sagði ekki hægt að tala um fjarskipti og öryggi í sömu setningu á sínum heimalóðum en hún er fædd og uppalin við ÍsafjarðardjúpNokkrir þingmenn höfðu orð á því að sambandsleysið sem kom upp á Vestfjörðum hefði ekki átt að koma neinum á óvart, hvorki stjórnmálamönnum né fjarskiptafyrirtækjum, þar sem lengi hefði verið vitað að úrbóta væri þörf í fjarskiptakerfinu. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins sem er fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp, sagði til dæmis að á sínum heimaslóðum væri aldrei talað um öryggi og fjarskipti í sömu setningunni. Við lok umræðunnar sagðist Lilja Rafney gjarnan vilja heyra að verið væri að leggja meiri fjármuni í að leggja háhraðatengingu og ljósleiðara á Vestfjörðum. Hanna Birna svaraði því til að það væri í höndum Alþingis að meta hvort meiri fjármunum yrði varið í verkefnið; hér væri verið að glíma við hið eilífa vandamál þingsins: takmarkað fjármagn.
Alþingi Tengdar fréttir Sambandsleysi á Vestfjörðum Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. 26. ágúst 2014 11:44 „Ótækt er að heill landshluti verði skyndilega sambandslaus“ Margar spurningar varðandi fjarskipti á Vestfjörðum hafa vaknað í kjölfar bilunar á stofnneti Mílu síðasta þriðjudag. Míla hefur beðist afsökunar á biluninni. 29. ágúst 2014 17:22 Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu. 26. ágúst 2014 21:05 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Sambandsleysi á Vestfjörðum Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. 26. ágúst 2014 11:44
„Ótækt er að heill landshluti verði skyndilega sambandslaus“ Margar spurningar varðandi fjarskipti á Vestfjörðum hafa vaknað í kjölfar bilunar á stofnneti Mílu síðasta þriðjudag. Míla hefur beðist afsökunar á biluninni. 29. ágúst 2014 17:22
Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu. 26. ágúst 2014 21:05